Rússneskir íþróttamenn útilokaðir frá keppnum? Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2014 23:12 Í tillögum ESB er einnig minnst á annars konar möguleika til að þrýsta á Rússa, þar sem efnahagslegar þvinganir hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Vísir/AFP Tillögur að nýjum viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins gegn Rússum gera meðal annars ráð fyrir að erfiða alþjóðleg viðskipti fyrir rússnesk olíufyrirtæki. Ekki er minnst á rússnesk gasfyrirtæki í tillögunum. Hluti tillagnanna hafa þegar lekið út til fjölmiðla en ríkisstjórnir aðildarríkja ESB munu nú leggjast yfir þær áður en næstu skref verða ákveðin.Í frétt Svenska dagblader segir að ekki nóg með að ESB vilji herða efnahagslegar þvinganir þá stendur líka vilji til að útskúfa Rússa á alþjóðavettvangi, til dæmis með því að neita rússneskum íþróttamönnum um þátttökurétt á stórmótum. Um helgina tilkynntu fulltrúar aðildarríkja ESB að Vladimír Pútín Rússlandsforseti skyldi annað hvort samþykkja friðaráætlun til að binda endi á deiluna í austurhluta Úkraínu, ellegar skyldu Rússar sæta enn frekari þvingunum. ESB-ríkin hafa þegar neitað Rússum aðgengi að evrópskri tækni og útbúnaði sem þarf við vinnslu olíu og gass, auk þess að takmarka aðgengi rússneskra banka að fjármálamörkuðum. Þá er einnig búið að takmarka útflutning til Rússlands á ýmsum varningi sem ýmist má nota í borgaralegum eða hernaðarlegum tilgangi, svo sem radarbúnað og fleira. Í tillögunum er einnig minnst á annars konar möguleika til að þrýsta á Rússa, þar sem efnahagslegar þvinganir hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Í tillögunum er þeirri hugmynd meðal annars varpað fram að þrýsta eigi á skipuleggjendur alþjóðlegra íþróttastórmóta að útiloka þátttöku rússneskra keppenda, svo sem Formúlu 1 og keppnum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu. Einnig er minnst á heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer einmitt fram í Rússlandi árið 2018. Fulltrúar nokkurra aðildarríkja ESB hafa þó þegar sagt að þau vilji ekki taka HM í knattspyrnu frá Rússum. Þýsk stjórnvöld segja til að mynda slíkt vera í höndum Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og benda á að mótið sé ekki fyrr en eftir fjögur ár. Margt geti gerst á þeim tíma. FIFA Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Tillögur að nýjum viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins gegn Rússum gera meðal annars ráð fyrir að erfiða alþjóðleg viðskipti fyrir rússnesk olíufyrirtæki. Ekki er minnst á rússnesk gasfyrirtæki í tillögunum. Hluti tillagnanna hafa þegar lekið út til fjölmiðla en ríkisstjórnir aðildarríkja ESB munu nú leggjast yfir þær áður en næstu skref verða ákveðin.Í frétt Svenska dagblader segir að ekki nóg með að ESB vilji herða efnahagslegar þvinganir þá stendur líka vilji til að útskúfa Rússa á alþjóðavettvangi, til dæmis með því að neita rússneskum íþróttamönnum um þátttökurétt á stórmótum. Um helgina tilkynntu fulltrúar aðildarríkja ESB að Vladimír Pútín Rússlandsforseti skyldi annað hvort samþykkja friðaráætlun til að binda endi á deiluna í austurhluta Úkraínu, ellegar skyldu Rússar sæta enn frekari þvingunum. ESB-ríkin hafa þegar neitað Rússum aðgengi að evrópskri tækni og útbúnaði sem þarf við vinnslu olíu og gass, auk þess að takmarka aðgengi rússneskra banka að fjármálamörkuðum. Þá er einnig búið að takmarka útflutning til Rússlands á ýmsum varningi sem ýmist má nota í borgaralegum eða hernaðarlegum tilgangi, svo sem radarbúnað og fleira. Í tillögunum er einnig minnst á annars konar möguleika til að þrýsta á Rússa, þar sem efnahagslegar þvinganir hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Í tillögunum er þeirri hugmynd meðal annars varpað fram að þrýsta eigi á skipuleggjendur alþjóðlegra íþróttastórmóta að útiloka þátttöku rússneskra keppenda, svo sem Formúlu 1 og keppnum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu. Einnig er minnst á heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer einmitt fram í Rússlandi árið 2018. Fulltrúar nokkurra aðildarríkja ESB hafa þó þegar sagt að þau vilji ekki taka HM í knattspyrnu frá Rússum. Þýsk stjórnvöld segja til að mynda slíkt vera í höndum Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og benda á að mótið sé ekki fyrr en eftir fjögur ár. Margt geti gerst á þeim tíma.
FIFA Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira