Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Astrakhan 27-29 | Tveggja marka tap Hauka Guðmundur Marinó Ingvarsson í Schenker-höllinni skrifar 7. september 2014 13:42 Adam Haukur Baumruk var markahæstur Haukanna vísir/anton Haukar þurfa að vinna upp tveggja marka forystu Dinamo Astrakhan frá Rússlandi í EHF-bikarnum eftir 29-27 tap í fyrri leik liðanna í Schenker höllinni að Ásvöllum í kvöld. Haukar fór vel af stað en um miðbik fyrri hálfleiks misstu leikmenn liðsins dampinn og rússneska liðið náði forystu í leiknum. Haukar fóru illa með nokkur dauðafæri og gerða sig seka um að flýta sér of mikið í sókninni sem rússneska liðið refsaði grimmilega fyrir. Haukar skoruðu eitt mark á tólf mínútum og lentu fjórum mörkum undir. Haukar náðu þó að koma sér aftur inn í leikinn fyrir hálfleik og munaði aðeins einu marki á liðunum í hálfleik 14-13. Dinamo öðlaðist mikið sjálfstraust er leið á leikinn og lék enn betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Boltinn gekk betur í sókninni og flestir leikmanna liðsins virtust njóta þess að leika í Schenker höllinni. Á sama tíma varð leikur Hauka mjög þvingaður. Leikmenn reyndu mikið sjálfir og leið allt of langur tími á milli sókna þar sem boltinn gekk vel og kerfin gengu upp. Þrátt fyrir góða innkomu Einars Ólafs Vilmundarsonar í marki Hauka í seinni hálfleik náði Dinamo sex marka forystu þegar þrettán mínútur voru til leiksloka.Þröstur Þráinsson fer í gegn.vísir/antonHaukar náðu að bíta frá sér síðustu mínútur leiksins. Liðið breytti vörninni og náðu að nýta sér veikleika í sókn Dinamo sem skilaði því að liðið fékk auðveldari mörk með hröðum sóknum og náði að minnka muninn í tvö mörk áður en yfir lauk.Adam Haukur Baumruk lék allan leikinn í vinstri skyttu hjá Haukum og átti mjög góðan leik þó hann hafi eins og flestir aðrir leikmenn liðsins gert sig sekan um að fara illa með dauðafæri. Í rússneska liðinu eru jafnt leiknir leikmenn sem geta leyst flóknar stöður og gamaldags drumbar sem eiga í vandræðum gegn ákveðnum varnarleik. Það þurfa Haukar að nýta sér betur í Rússlandi ætli liðið áfram auk þess sem Haukar verða að nýta færin betur. Það skal samt ekkert tekið af Dinamo. Liðið lék góða vörn sem var föst fyrir og lét finna vel fyrri sér. Liðið er með nokkra góða skotmenn sem þurfa lítið pláss til að láta vaða og þurfa Haukar einnig að loka betur á það í seinni leiknum ætli liðið að komast áfram.Patrekur ræðir við sína menn í dag.vísir/antonPatrekur: Ætla að líta jákvætt á þetta „Þetta var kaflaskipt. Það voru hlutir í leiknum sem ég var ánægður með. Byrjunin var fín en þeir refsuðu okkur,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka. „Við fórum illa með dauðafærin og gerðum okkur seka um sendingafeila en svo kom gott spil inn á milli þar sem við náðum að hreyfa þá. „Þetta var á köflum ágætt og svo voru kaflar á móti sem voru ekki nægjanlega góðir. Svo er það að Adam Haukur þarf að spila í 60 mínútur, verandi eina skyttan vinstra megin og svo Árni Steinn hægra megin. Við erum ekki eins breiðir í þessum stöðum og í fyrra. „Árni og Adam þurfa að fara í gegnum þetta og græða á því en eins og hjá Árna þá virkaði hann pínu þreyttur í lokin,“ sagði Patrekur sem var búinn að skoða rússneska liðið á myndbandi og var liðið eins og hann átti von á. „Liðið var eins og ég var búinn að sjá. Þetta er hefðbundið rússneskt lið. Þeir eru fastir fyrir og spiluðu eins og við bjuggumst við. Mér fannst að við hefðum samt átt að nýta þetta betur. „Ég ætla mér að líta jákvætt á þetta. Tvö mörk er hægt að vinna upp. Þetta hefði getað farið algjörlega í hina áttina. Strákarnir fá hrós fyrir að koma til baka. „Við vitum að til þess að klára svona Evrópuleiki þá þarftu að taka öll dauðafærin og fá markvörslu allan leikinn. Það er sama uppskriftin og venjulega. „Við náðum að gera þetta að leik fyrir seinni leikinn. Það hefði verið hræðilegt að fara með tíu marka tap út. Við verðum að vera tilbúnir. „Við vissum að þeir væru með sterka skotmenn af gólfi og við þurfum að stíga öll skrefin út í þá. Sóknaraðgerðir voru margar mjög góðar. Ég er með unga stráka í mörgum lykilhlutverkum og þetta fer í reynslu bankann,“ sagði PatrekurHeimir Óli með mann í takinu.vísir/antonHeimir Óli: Eigum enn möguleika „Við gerðum okkur erfitt fyrir. Við tókum karakter í lok fyrri hálfleiks og komum okkur aftur inn í þetta en svo erum við ekki með einhvern vegin en sínum svo karakter í lokin aftur og komum okkur aftur inn í einvígið,“ sagði Heimir Óli Heimisson línumaður Hauka. „Ég lít þetta sem fyrri hálfleik og við eigum enn möguleika á að ná góðum úrslitum út úr þessu einvígi. Ég er bjartsýnn á ferðalagið til Rússlands „Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að vera inni í einvíginu og ég tel að við höfum gert það en við getum sjálfum okkur um kennt. „Ég fer með þrjú dauðafæri og ég held að allir hafi farið með einhver dauðafæri í þessum leik. Við eigum að líta í eigin barm. Ef við nýtum þetta úti þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að við getum unnið þetta lið,“ sagði Heimir Óli sem vildi ekki afsaka sig með því að tímabilið er rétt að hefjast. „Það er léleg afsökun. Við eigum bara að gera betur. Við erum búnir að æfa þetta en hann var seigur í markinu. Við tökum ekkert af honum. Við áttum samt að gera betur. Við gerum kröfu á okkur og viljum vera bestir. „Við eigum eftir að fara yfir upptöku af leiknum og fara yfir hvernig við getum gert þetta ennþá betur. Við verðum að vera bjartsýnir fyrir þetta og hafa trú á verkefninu. „Við vorum búnir að fara vel yfir þá og það kom okkur ekkert á óvart í þeirra leik. Við getum samt spilað betur. Þetta er fyrsti leikurinn sem við töpum og það er leiðinleg tilfinning og ég vil ekki kynnast henni mikið betur,“ sagði Heimir Óli. Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Sjá meira
Haukar þurfa að vinna upp tveggja marka forystu Dinamo Astrakhan frá Rússlandi í EHF-bikarnum eftir 29-27 tap í fyrri leik liðanna í Schenker höllinni að Ásvöllum í kvöld. Haukar fór vel af stað en um miðbik fyrri hálfleiks misstu leikmenn liðsins dampinn og rússneska liðið náði forystu í leiknum. Haukar fóru illa með nokkur dauðafæri og gerða sig seka um að flýta sér of mikið í sókninni sem rússneska liðið refsaði grimmilega fyrir. Haukar skoruðu eitt mark á tólf mínútum og lentu fjórum mörkum undir. Haukar náðu þó að koma sér aftur inn í leikinn fyrir hálfleik og munaði aðeins einu marki á liðunum í hálfleik 14-13. Dinamo öðlaðist mikið sjálfstraust er leið á leikinn og lék enn betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Boltinn gekk betur í sókninni og flestir leikmanna liðsins virtust njóta þess að leika í Schenker höllinni. Á sama tíma varð leikur Hauka mjög þvingaður. Leikmenn reyndu mikið sjálfir og leið allt of langur tími á milli sókna þar sem boltinn gekk vel og kerfin gengu upp. Þrátt fyrir góða innkomu Einars Ólafs Vilmundarsonar í marki Hauka í seinni hálfleik náði Dinamo sex marka forystu þegar þrettán mínútur voru til leiksloka.Þröstur Þráinsson fer í gegn.vísir/antonHaukar náðu að bíta frá sér síðustu mínútur leiksins. Liðið breytti vörninni og náðu að nýta sér veikleika í sókn Dinamo sem skilaði því að liðið fékk auðveldari mörk með hröðum sóknum og náði að minnka muninn í tvö mörk áður en yfir lauk.Adam Haukur Baumruk lék allan leikinn í vinstri skyttu hjá Haukum og átti mjög góðan leik þó hann hafi eins og flestir aðrir leikmenn liðsins gert sig sekan um að fara illa með dauðafæri. Í rússneska liðinu eru jafnt leiknir leikmenn sem geta leyst flóknar stöður og gamaldags drumbar sem eiga í vandræðum gegn ákveðnum varnarleik. Það þurfa Haukar að nýta sér betur í Rússlandi ætli liðið áfram auk þess sem Haukar verða að nýta færin betur. Það skal samt ekkert tekið af Dinamo. Liðið lék góða vörn sem var föst fyrir og lét finna vel fyrri sér. Liðið er með nokkra góða skotmenn sem þurfa lítið pláss til að láta vaða og þurfa Haukar einnig að loka betur á það í seinni leiknum ætli liðið að komast áfram.Patrekur ræðir við sína menn í dag.vísir/antonPatrekur: Ætla að líta jákvætt á þetta „Þetta var kaflaskipt. Það voru hlutir í leiknum sem ég var ánægður með. Byrjunin var fín en þeir refsuðu okkur,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka. „Við fórum illa með dauðafærin og gerðum okkur seka um sendingafeila en svo kom gott spil inn á milli þar sem við náðum að hreyfa þá. „Þetta var á köflum ágætt og svo voru kaflar á móti sem voru ekki nægjanlega góðir. Svo er það að Adam Haukur þarf að spila í 60 mínútur, verandi eina skyttan vinstra megin og svo Árni Steinn hægra megin. Við erum ekki eins breiðir í þessum stöðum og í fyrra. „Árni og Adam þurfa að fara í gegnum þetta og græða á því en eins og hjá Árna þá virkaði hann pínu þreyttur í lokin,“ sagði Patrekur sem var búinn að skoða rússneska liðið á myndbandi og var liðið eins og hann átti von á. „Liðið var eins og ég var búinn að sjá. Þetta er hefðbundið rússneskt lið. Þeir eru fastir fyrir og spiluðu eins og við bjuggumst við. Mér fannst að við hefðum samt átt að nýta þetta betur. „Ég ætla mér að líta jákvætt á þetta. Tvö mörk er hægt að vinna upp. Þetta hefði getað farið algjörlega í hina áttina. Strákarnir fá hrós fyrir að koma til baka. „Við vitum að til þess að klára svona Evrópuleiki þá þarftu að taka öll dauðafærin og fá markvörslu allan leikinn. Það er sama uppskriftin og venjulega. „Við náðum að gera þetta að leik fyrir seinni leikinn. Það hefði verið hræðilegt að fara með tíu marka tap út. Við verðum að vera tilbúnir. „Við vissum að þeir væru með sterka skotmenn af gólfi og við þurfum að stíga öll skrefin út í þá. Sóknaraðgerðir voru margar mjög góðar. Ég er með unga stráka í mörgum lykilhlutverkum og þetta fer í reynslu bankann,“ sagði PatrekurHeimir Óli með mann í takinu.vísir/antonHeimir Óli: Eigum enn möguleika „Við gerðum okkur erfitt fyrir. Við tókum karakter í lok fyrri hálfleiks og komum okkur aftur inn í þetta en svo erum við ekki með einhvern vegin en sínum svo karakter í lokin aftur og komum okkur aftur inn í einvígið,“ sagði Heimir Óli Heimisson línumaður Hauka. „Ég lít þetta sem fyrri hálfleik og við eigum enn möguleika á að ná góðum úrslitum út úr þessu einvígi. Ég er bjartsýnn á ferðalagið til Rússlands „Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að vera inni í einvíginu og ég tel að við höfum gert það en við getum sjálfum okkur um kennt. „Ég fer með þrjú dauðafæri og ég held að allir hafi farið með einhver dauðafæri í þessum leik. Við eigum að líta í eigin barm. Ef við nýtum þetta úti þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að við getum unnið þetta lið,“ sagði Heimir Óli sem vildi ekki afsaka sig með því að tímabilið er rétt að hefjast. „Það er léleg afsökun. Við eigum bara að gera betur. Við erum búnir að æfa þetta en hann var seigur í markinu. Við tökum ekkert af honum. Við áttum samt að gera betur. Við gerum kröfu á okkur og viljum vera bestir. „Við eigum eftir að fara yfir upptöku af leiknum og fara yfir hvernig við getum gert þetta ennþá betur. Við verðum að vera bjartsýnir fyrir þetta og hafa trú á verkefninu. „Við vorum búnir að fara vel yfir þá og það kom okkur ekkert á óvart í þeirra leik. Við getum samt spilað betur. Þetta er fyrsti leikurinn sem við töpum og það er leiðinleg tilfinning og ég vil ekki kynnast henni mikið betur,“ sagði Heimir Óli.
Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Sjá meira