Tuttuguföld gliðnun lands við Vatnajökul Svavar Hávarðsson skrifar 28. ágúst 2014 10:00 Nú er talið að berggangurinn sé á minna dýpi en talið hefur verið - jörð hefur sigið yfir ganginum í Holuhrauni og sigkatlar sjást í sporði Dyngjujökuls. Fréttablaðið/GVA Mælingar á umbrotasvæðinu í norðanverðum Vatnajökli sýna færslu á yfirborði sem nemur um 40 sentímetrum. Það er rúmlega tuttuguföld gliðnun á Íslandi að meðaltali á ári. Gliðnunin hefur tvöfaldast á aðeins fimm dögum. Landmælingar (GPS) sýna að færsla lands á milli mælistöðva sem staðsettar eru á Dyngjuhálsi annars vegar, og lóninu Gengissigi í Kverkfjöllum, hins vegar, er orðin rúmlega 40 sentímetrar síðan jarðhræringarnar undir Vatnajökli hófust 16. ágúst, að mati Þóru Árnadóttur, jarðeðlisfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Þóra telur þetta vera mestu færslur sem sést hafa á Norðurgosbeltinu síðan í Kröflueldum. „Færslan á yfirborði nær ganginum er ennþá meiri og við eigum von á að endurmælingar á GPS-neti á svæðinu gefi mun stærri hreyfingar,“ segir Þóra. Viðlíka atburðir hafa aðeins orðið á Havaí og í Eþíópíu, að hennar sögn. Til marks um átökin í náttúrunni segir Þóra að allar GPS-mælistöðvar á svæðinu sýni orðið hreyfingar vegna kvikuinnskotsins, og nefnir í því ljósi að fleiri mælar mættu vera á svæðinu. „Við erum farin að horfa á mun stærra svæði en í upphafi. Við sjáum færslu á mælistöð í Kiðagili, sem er rúmlega 40 kílómetra frá norðurenda berggangsins. Við sjáum gríðarmiklar hreyfingar á Dyngjuhálsi, sem er 20 kílómetra þar frá, og á Háumýrum, þar sem fjarlægðin nálgast 60 kílómetra fyrir vestsuðvestan ganginn,“ segir Þóra. Berggangurinn, sem kominn er um ellefu kílómetra norður fyrir sporð Dyngjujökuls, hefur valdið verulegum spennubreytingum á stóru svæði, m.a. til norðurs, sem gæti skýrt skjálftavirkni í Öskju í fyrrinótt. Þar mældist skjálfti sem var 4,5 stig, sá stærsti síðan 1992, að því er næst verður komist. Bárðarbunga Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Mælingar á umbrotasvæðinu í norðanverðum Vatnajökli sýna færslu á yfirborði sem nemur um 40 sentímetrum. Það er rúmlega tuttuguföld gliðnun á Íslandi að meðaltali á ári. Gliðnunin hefur tvöfaldast á aðeins fimm dögum. Landmælingar (GPS) sýna að færsla lands á milli mælistöðva sem staðsettar eru á Dyngjuhálsi annars vegar, og lóninu Gengissigi í Kverkfjöllum, hins vegar, er orðin rúmlega 40 sentímetrar síðan jarðhræringarnar undir Vatnajökli hófust 16. ágúst, að mati Þóru Árnadóttur, jarðeðlisfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Þóra telur þetta vera mestu færslur sem sést hafa á Norðurgosbeltinu síðan í Kröflueldum. „Færslan á yfirborði nær ganginum er ennþá meiri og við eigum von á að endurmælingar á GPS-neti á svæðinu gefi mun stærri hreyfingar,“ segir Þóra. Viðlíka atburðir hafa aðeins orðið á Havaí og í Eþíópíu, að hennar sögn. Til marks um átökin í náttúrunni segir Þóra að allar GPS-mælistöðvar á svæðinu sýni orðið hreyfingar vegna kvikuinnskotsins, og nefnir í því ljósi að fleiri mælar mættu vera á svæðinu. „Við erum farin að horfa á mun stærra svæði en í upphafi. Við sjáum færslu á mælistöð í Kiðagili, sem er rúmlega 40 kílómetra frá norðurenda berggangsins. Við sjáum gríðarmiklar hreyfingar á Dyngjuhálsi, sem er 20 kílómetra þar frá, og á Háumýrum, þar sem fjarlægðin nálgast 60 kílómetra fyrir vestsuðvestan ganginn,“ segir Þóra. Berggangurinn, sem kominn er um ellefu kílómetra norður fyrir sporð Dyngjujökuls, hefur valdið verulegum spennubreytingum á stóru svæði, m.a. til norðurs, sem gæti skýrt skjálftavirkni í Öskju í fyrrinótt. Þar mældist skjálfti sem var 4,5 stig, sá stærsti síðan 1992, að því er næst verður komist.
Bárðarbunga Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira