Kvikmyndaeftirlitið í Bandaríkjunum sakað um hommafælni Þórður Ingi Jónsson skrifar 28. ágúst 2014 22:00 Alfred Molina og John Lithgow. Vísir/Getty Kvikmyndaeftirlitið í Bandaríkjunum hefur nú verið sakað um hommafælni eftir að kvikmyndin Love Is Strange fékk „R“ stimpilinn sem þýðir að hún sé bönnuð börnum. Í myndinni er ekkert kynlíf, engin nekt og ekkert ofbeldi en samt mega krakkar undir 17 ára aldri ekki sjá myndina án þess að vera í fylgd með foreldrum eða aðstandanda.Love Is Strange með stórleikurunum John Lithgow og Alfred Molina fjallar um samkynhneigt par sem getur ekki búið lengur saman eftir að annar maðurinn missir starfið sitt. MPAA, kvikmyndaeftirlit Bandaríkjanna segir að ástæðan fyrir stimplinum sé gróft orðbragð sem kemur nokkrum sinnum fyrir í myndinni. Gagnrýnendur hafa hins vegar bent á að tvær aðrar myndir sem eru nú að koma út fái sama stimpil, kvikmyndin Sin City: A Dame To Kill For sem er byggð á myndasögu og splattermyndin Jersey Shore Massacre. „Í fyrsta lagi er ekki neitt ofbeldi í Love Is Strange, í öðru lagi þá er ekki einu sinni neitt klúrt í henni. Myndin sem dregin er upp af lífi samkynhneigðra er eins mild og þú getur ímyndað þér,“ segir gagnrýnandinn Stephen Whitty. „Það er mjög erfitt að ímynda sér að ef til dæmis Robert Duvall og Jane Fonda myndu leika í svipaðri mynd um gamalt par sem er allt í einu rekið út á götuna, að þá yrði sú mynd sett í flokk með myndum stútfullum af stýlíseraðri karlrembu og ógeðfelldu ofbeldisklámi.“ „Hvað er það í Love Is Strange sem er „aðeins við hæfi fullorðna?“ segir annar gagnrýnandi, J. Bryan Lowder hjá Slate. „Jæja, Lithgow og Molina kúra mikið saman. Þeir kyssast og faðmast og sýna hvorum öðrum kærleik eftir fjóra áratugi saman. Það er einnig gefið í skyn að litli frændi annars þeirra sé hugsanlega samkynhneigður. Það er greinilega þess virði að vara foreldra við þessum brotum rétt eins og að vara þau við því að sjá brjóst konu skorið upp á tjaldinu. Þannig vill Kvikmyndaeftirlit Bandaríkjanna allavega sjá það.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndaeftirlitið í Bandaríkjunum hefur nú verið sakað um hommafælni eftir að kvikmyndin Love Is Strange fékk „R“ stimpilinn sem þýðir að hún sé bönnuð börnum. Í myndinni er ekkert kynlíf, engin nekt og ekkert ofbeldi en samt mega krakkar undir 17 ára aldri ekki sjá myndina án þess að vera í fylgd með foreldrum eða aðstandanda.Love Is Strange með stórleikurunum John Lithgow og Alfred Molina fjallar um samkynhneigt par sem getur ekki búið lengur saman eftir að annar maðurinn missir starfið sitt. MPAA, kvikmyndaeftirlit Bandaríkjanna segir að ástæðan fyrir stimplinum sé gróft orðbragð sem kemur nokkrum sinnum fyrir í myndinni. Gagnrýnendur hafa hins vegar bent á að tvær aðrar myndir sem eru nú að koma út fái sama stimpil, kvikmyndin Sin City: A Dame To Kill For sem er byggð á myndasögu og splattermyndin Jersey Shore Massacre. „Í fyrsta lagi er ekki neitt ofbeldi í Love Is Strange, í öðru lagi þá er ekki einu sinni neitt klúrt í henni. Myndin sem dregin er upp af lífi samkynhneigðra er eins mild og þú getur ímyndað þér,“ segir gagnrýnandinn Stephen Whitty. „Það er mjög erfitt að ímynda sér að ef til dæmis Robert Duvall og Jane Fonda myndu leika í svipaðri mynd um gamalt par sem er allt í einu rekið út á götuna, að þá yrði sú mynd sett í flokk með myndum stútfullum af stýlíseraðri karlrembu og ógeðfelldu ofbeldisklámi.“ „Hvað er það í Love Is Strange sem er „aðeins við hæfi fullorðna?“ segir annar gagnrýnandi, J. Bryan Lowder hjá Slate. „Jæja, Lithgow og Molina kúra mikið saman. Þeir kyssast og faðmast og sýna hvorum öðrum kærleik eftir fjóra áratugi saman. Það er einnig gefið í skyn að litli frændi annars þeirra sé hugsanlega samkynhneigður. Það er greinilega þess virði að vara foreldra við þessum brotum rétt eins og að vara þau við því að sjá brjóst konu skorið upp á tjaldinu. Þannig vill Kvikmyndaeftirlit Bandaríkjanna allavega sjá það.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira