Fótbolti

Hallgrímur lék allan tímann í tapi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hallgrímur í baráttunni við Zlatan Ibrahimovic í vináttulandsleik Íslands og Svíþjóðar.
Hallgrímur í baráttunni við Zlatan Ibrahimovic í vináttulandsleik Íslands og Svíþjóðar. Vísir/AFP
Hallgrímur Jónasson og félagar hans í SønderjyskE töpuðu 1-3 á heimavelli fyrir Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Petter Andersson kom gestunum yfir með marki tveimur mínútum fyrir leikhlé og á 54. mínútu kom Sylvester Igboun Midtjylland í 2-0.

Johan Absalonsen minnkaði muninn á 61. mínútu, en Patrick Jensen tryggði Midtjylland sigurinn með marki á 76. mínútu.

Hallgrímur lék allan leikinn fyrir SønderjyskE, en Eyjólfur Héðinsson var ekki í leikmannahópi Midtjylland.

Midtjylland komst með sigrinum upp í toppsæti deildarinnar, en liðið er með níu stig - jafnmörg og Nordsjælland og Randers. Hobro getur náð þessum liðum að stigum með sigri á FC Kaupmannahöfn seinna í dag.

SønderjyskE situr í 7. sæti með fimm stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×