Bretar koma Jasídum til hjálpar Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2014 16:16 Bretar vörpuðu töluverðu af lífsnauðsynlegum birgðum á SInfjar fjallgarðinn. Vísir/AFP Bretar vörpuðu í nótt birgðum til Jasída sem eru föst á Sinjar fjallagarðinum í Írak. Þangað flúðu þúsundir manna, sem tilheyra fámennum minnihlutahópi í Írak, undan ofsóknum samtakana Íslamskt ríki (áður ISIS). Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. Þá gerðu Bandaríkjamenn loftárásir á meðlimi Íslamska ríkisins sem sækja gegna Jasídum. Farartæki og ýmiss búnaður var eyðilagður í árásunum, samkvæmt BBC. Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin og Frakkland hafa einnig komið birgðum til þeirra sem halda til í fjallagarðinum.Jasídar fylgja ævafornum trúarbrögðum sem meðal annars fela í sér að örkin hans Nóa hafi strandað í Sinjar fjöllunum. Bretar segjast ætla að halda áfram að koma birgðum til þeirra þar til búið sé að finna leið til að koma til hjálpar og í öruggt skjól. Um tuttugu þúsund Jasídar komust yfir til Sýrlands undir skothríð frá vígamönnum, en hermenn Kúrda vörðu þau eftir bestu getu. AP fréttaveitan segir að neyð þeirra sé svo mikil að margir haldi til í flóttamannabúðum í Sýrlandi, en borgarastyrjöld hefur lengi staðið yfir þar. Embættismaður í Sýrlandi segir AP að mörg börn hafi verið skilinn eftir sem hafi dáið úr þorsta og að mæður hafi einnig skilið eftir lifandi börn til að flýja Íslamska ríkið. Vígamenn Íslamska ríkisins hafa framið mörg ódæði gagnvart minnihlutahópum í Írak og mörgum var gefinn sá úrslitakostur að snúast til Íslam eða deyja.Sinjar fjöllin bjóða ekki upp á mikil skjól gegn veðri og vindum, en allt að 150 þúsund manns hafa flúið þangað.Vísir/AFP Mið-Austurlönd Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Bretar vörpuðu í nótt birgðum til Jasída sem eru föst á Sinjar fjallagarðinum í Írak. Þangað flúðu þúsundir manna, sem tilheyra fámennum minnihlutahópi í Írak, undan ofsóknum samtakana Íslamskt ríki (áður ISIS). Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. Þá gerðu Bandaríkjamenn loftárásir á meðlimi Íslamska ríkisins sem sækja gegna Jasídum. Farartæki og ýmiss búnaður var eyðilagður í árásunum, samkvæmt BBC. Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin og Frakkland hafa einnig komið birgðum til þeirra sem halda til í fjallagarðinum.Jasídar fylgja ævafornum trúarbrögðum sem meðal annars fela í sér að örkin hans Nóa hafi strandað í Sinjar fjöllunum. Bretar segjast ætla að halda áfram að koma birgðum til þeirra þar til búið sé að finna leið til að koma til hjálpar og í öruggt skjól. Um tuttugu þúsund Jasídar komust yfir til Sýrlands undir skothríð frá vígamönnum, en hermenn Kúrda vörðu þau eftir bestu getu. AP fréttaveitan segir að neyð þeirra sé svo mikil að margir haldi til í flóttamannabúðum í Sýrlandi, en borgarastyrjöld hefur lengi staðið yfir þar. Embættismaður í Sýrlandi segir AP að mörg börn hafi verið skilinn eftir sem hafi dáið úr þorsta og að mæður hafi einnig skilið eftir lifandi börn til að flýja Íslamska ríkið. Vígamenn Íslamska ríkisins hafa framið mörg ódæði gagnvart minnihlutahópum í Írak og mörgum var gefinn sá úrslitakostur að snúast til Íslam eða deyja.Sinjar fjöllin bjóða ekki upp á mikil skjól gegn veðri og vindum, en allt að 150 þúsund manns hafa flúið þangað.Vísir/AFP
Mið-Austurlönd Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira