Körfubolti

Keflavík semur við tvo kana | Damon Johnson snýr aftur á völlinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ruples í leik með Cincinnati Bearcats í vor.
Ruples í leik með Cincinnati Bearcats í vor. Vísir/Getty
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum  við Bandaríkjamennina Titus Rubles og Damon Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild karla.

Rubles, sem er framherji upp á 204 cm, kemur úr hinum sterka Cincinnati háskóla þar sem hann skoraði 7 stig og hirti 7 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili.

Ásamt því að gaf Rubles að meðaltali tvær stoðsendingar og verja 0,8 bolta að í leik á síðasta tímabili í háskólaboltanum en hann er upphaflega frá Dallas.

Damon Johnson er margfaldur Íslandsmeistari með Keflavík en hann er fæddur árið 1974 og verður fertugur á árinu. Hann er með íslenskt ríkisfang og getur því leikið með landa sínum á næsta tímabili.

Ásamt því að spila með Keflavík mun Damon spili aðstoða við ýmis verkefni tengd klúbbnum, þá aðallega yngriflokkum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×