Mikil blessun fyrir mig að fá þetta tækifæri 13. ágúst 2014 22:01 Damon Johnson í leik með Keflavík. Mynd/Vísir „Ég ætlaði alltaf að koma aftur og spila eitt tímabil áður en ég hætti. Það eru tvö ár síðan ég hætti að spila körfubolta og ég er ekkert að yngjast. Ég fékk tækifæri á að koma aftur í janúar og það rifjaði upp margar minningar. Að ég geti komið aftur og leikið síðasta tímabilið þar sem þetta hófst allt saman er mikil blessun fyrir mig. Ísland gaf mér tækifæri eftir háskóla og þau sambönd sem ég hef myndað hér munu lifa að eilífu,“ sagði Damon Johnson á heimasíðu Keflavíkur en Damon mun leika með Keflavík á ný á næsta tímabili í Domino's deildinni í körfubolta. Damon hefur ekki leikið körfubolta frá árinu 2010 en hann hefur æft vel undanfarna mánuði. „Ég spilaði síðast sem atvinnumaður 2010. Ég hef verið að þjálfa mikið og spilað og æft töluvert körfubolta upp á eigin spýtur. Ég þarf að losa mig við nokkur kíló en ég tel mig enn vera samkeppnishæfan.“ Damon er fæddur árið 1974 og er því 40 ára gamall en hann vonast til þess að geta miðlað af reynslu sinni. „Ég mun koma með reynslu, ég les leikinn vel, get enn skorað og hef leiðtogahæfni. Það mun klárlega taka mig smá tíma að komast í gang og ég veit að ég verð aldrei sami leikmaður og fyrir 10-15 árum. Ég tel mig hinsvegar hafa ýmislegt fram að færa. Ég er hungraður í að spila og spenntur að koma aftur þangað sem þetta allt byrjaði.“ Damon er bjartsýnn á möguleika Keflavíkur á næsta ári. „Aðdáendurnir mega búast við því að ég geri mitt besta og verði betri eftir því sem á líður. Ég býst við því að við eigum möguleika á að vinna allt þar sem Keflavík er vant því að vinna og pressan á sigur er mikil. Þannig er það alltaf hjá Keflavík og það er það sem ég elska við að spila fyrir félagið. Þannig að ég leitast eftir því að við berjumst um alla þá titla sem í boði verða!“ Damon er gríðarlega þakklátur félaginu og vonast til þess að vinna titilinn í ár. „Ég vill bara þakka öllum sem koma að félaginu fyrir tækifærið sem ég fékk árið 1996. Ég varð ástfanginn af Íslandi á fyrsta degi og sú endurgoldna ást sem komið hefur frá félaginu og öllum í Keflavík er mögnuð. Ég met þetta allt mjög mikils. Við skulum eiga frábæran tíma saman þetta tímabil, ég get ekki beðið eftir að lenda í KEF-CITY og hlakka til að hjálpa Keflavík vinna titla,“ sagði Damon. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík semur við tvo kana | Damon Johnson snýr aftur á völlinn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamennina Titus Rubles og Damon Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild karla. 13. ágúst 2014 21:45 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira
„Ég ætlaði alltaf að koma aftur og spila eitt tímabil áður en ég hætti. Það eru tvö ár síðan ég hætti að spila körfubolta og ég er ekkert að yngjast. Ég fékk tækifæri á að koma aftur í janúar og það rifjaði upp margar minningar. Að ég geti komið aftur og leikið síðasta tímabilið þar sem þetta hófst allt saman er mikil blessun fyrir mig. Ísland gaf mér tækifæri eftir háskóla og þau sambönd sem ég hef myndað hér munu lifa að eilífu,“ sagði Damon Johnson á heimasíðu Keflavíkur en Damon mun leika með Keflavík á ný á næsta tímabili í Domino's deildinni í körfubolta. Damon hefur ekki leikið körfubolta frá árinu 2010 en hann hefur æft vel undanfarna mánuði. „Ég spilaði síðast sem atvinnumaður 2010. Ég hef verið að þjálfa mikið og spilað og æft töluvert körfubolta upp á eigin spýtur. Ég þarf að losa mig við nokkur kíló en ég tel mig enn vera samkeppnishæfan.“ Damon er fæddur árið 1974 og er því 40 ára gamall en hann vonast til þess að geta miðlað af reynslu sinni. „Ég mun koma með reynslu, ég les leikinn vel, get enn skorað og hef leiðtogahæfni. Það mun klárlega taka mig smá tíma að komast í gang og ég veit að ég verð aldrei sami leikmaður og fyrir 10-15 árum. Ég tel mig hinsvegar hafa ýmislegt fram að færa. Ég er hungraður í að spila og spenntur að koma aftur þangað sem þetta allt byrjaði.“ Damon er bjartsýnn á möguleika Keflavíkur á næsta ári. „Aðdáendurnir mega búast við því að ég geri mitt besta og verði betri eftir því sem á líður. Ég býst við því að við eigum möguleika á að vinna allt þar sem Keflavík er vant því að vinna og pressan á sigur er mikil. Þannig er það alltaf hjá Keflavík og það er það sem ég elska við að spila fyrir félagið. Þannig að ég leitast eftir því að við berjumst um alla þá titla sem í boði verða!“ Damon er gríðarlega þakklátur félaginu og vonast til þess að vinna titilinn í ár. „Ég vill bara þakka öllum sem koma að félaginu fyrir tækifærið sem ég fékk árið 1996. Ég varð ástfanginn af Íslandi á fyrsta degi og sú endurgoldna ást sem komið hefur frá félaginu og öllum í Keflavík er mögnuð. Ég met þetta allt mjög mikils. Við skulum eiga frábæran tíma saman þetta tímabil, ég get ekki beðið eftir að lenda í KEF-CITY og hlakka til að hjálpa Keflavík vinna titla,“ sagði Damon.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík semur við tvo kana | Damon Johnson snýr aftur á völlinn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamennina Titus Rubles og Damon Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild karla. 13. ágúst 2014 21:45 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira
Keflavík semur við tvo kana | Damon Johnson snýr aftur á völlinn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamennina Titus Rubles og Damon Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild karla. 13. ágúst 2014 21:45