Fótbolti

Bendtner búinn að finna sér lið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bendtner er gjarn á að koma sér í vandræði.
Bendtner er gjarn á að koma sér í vandræði. Vísir/Getty
Danski framherjinn Nicklas Bendtner hefur skrifað undir þriggja ára samning við Wolfsburg. Bendtner kemur til þýska liðsins án greiðslu, en samningur hans við Arsenal rann út í sumar.

Bendtner, sem hefur verið duglegur að koma sér í fréttirnar fyrir annað en afrek á fótboltavellinum, lék átta deildarleiki með Arsenal á síðustu leiktíð og skoraði tvö mörk.

Bendtner lék alls 171 leik með Arsenal og skoraði 47 mörk. Hann var í þrígang lánaður til annarra liða; Birmingham (2006-07), Sunderland (2011-12) og Juventus (2012-13).

Bendtner hefur leikið 58 leiki með danska landsliðinu og skorað 24 mörk.


Tengdar fréttir

Bendtner skoraði í sigri Arsenal

Arsenal heldur toppsæti sínu í enska boltanum en liðið vann frekar öruggan sigur, 2-0, á Hull City Tigers í kvöld.

Bendtner þarf að léttast til að fá að spila með Juve

Danski framherjinn Nicklas Bendtner er kominn til ítalska félagsins Juventus en það er ekki öruggt að hann fái að spila með liðinu strax. Danska blaðið Tipsbladet hefur heimildir fyrir því að hann fá ekki að spila með ítölsku meisturunum fyrr en hann létti sig.

Bendtner skoraði og meiddist

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, staðfesti eftir 2-0 sigur sinna manna á Cardiff í dag að Nicklas Bendtner hafi meiðst á ökkla.

Bendtner í sex mánaða landsliðsbann

Danski sóknarmaðurinn Nicklas Bendtner má ekki spila með danska landsliðinu næstu sex mánuðina eftir að hann var tekinn fyrir ölvunarakstur um helgina.

Bendtner valdi sér ólukkunúmerið hjá Juventus

Nicklas Bendtner er loksins búinn að finna sér lið en hann verður í láni hjá ítalska liðinu Juventus í vetur. Bendtner á tvö ár eftir af samningi sínum við Arsenal en á sér enga framtíð hjá Emirates og var búinn að vera að leita sér að liði í allt haust.

Lamdi leigubíl með beltinu sínu

Daninn Nicklas Bendtner þarf að útskýra fyrir vinnuveitendum sínum, Arsenal, hvað hann var nákvæmlega að gera í Kaupmannahöfn á þriðjudag.

Wenger missti aldrei trúna á Bendtner

Arsene Wenger, stóri Arsenal, telur að Daninn Nicklas Bendtner geti spilað stórt hlutverk í titilbaráttu liðsins þetta tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×