„Idíótískt“ að halda að ebóla breiðist út á Vesturlöndum Atli Ísleifsson skrifar 15. ágúst 2014 15:15 Gunnhildur er nýkomin heim frá Síerra Leóne þar sem gegndi yfirmannsstöðu á meðhöndlunarmiðstöð Lækna án landamæra fyrir ebólu í landinu. Vísir/AFP Gunnhildur Árnadóttir segist hafa orðið vör við mikinn mun á allri fjölmiðlaumfjöllun um ebólufaraldurinn í Vestur-Afríku síðustu vikurnar en hún starfar sem hjúkrunarfræðingur hjá hjálparsamtökunum Læknar án landamæra. Gunnhildur er nýkomin heim frá Síerra Leóne þar sem hún gegndi yfirmannsstöðu á meðhöndlunarmiðstöð fyrir ebólu sem hjálparsamtökin reka í landinu. „Þegar ég kom heim frá Gíneu í júní var enginn að tala um útbreiðslu ebólu. Ekki einn einasti fjölmiðill. En um leið og þetta fer á einhvern ímyndaðan hátt að ógna Vesturlöndum þá fara fjölmiðlar að tala um þetta alveg sýknt og heilagt og þá fara hlutirnir að gerast. Það er svo sem ágætt að eitthvað fari að gerast en það var af röngum ástæðum,“ segir Gunnhildur í samtali við Vísi. Gunnhildur segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunina hafa fyrst verið að taka við sér núna með því að loksins viðurkenna það sem Læknar án landamæra bentu á fyrir mörgum mánuðum síðan, það er að ástandið sé stjórnlaust og tala látinna hafi verið stórlega vanmetin. „Þetta er eitthvað sem Læknar án landamæra hafa verið að segja nú í lengri tíma en loksins kom þessi yfirlýsing frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í gær.“Mikil þörf á aðstoð alþjóðasamfélagsins Gunnhildur segir að Vesturlönd séu aldrei að fara upplifa einhvern ebólufaraldur sambærilegan þeim sem orðið hefur í Vestur-Afríku. „Auðvitað geta komið upp stök tilfelli yfirfærð frá Afríku til Evrópu, en sökum sóttvarna og heilbrigðiskerfisins á Vesturlöndum er þetta eitthvað sem við myndum tækla mjög hratt og örugglega. Við erum aldrei að fara sjá útbreiðslu þessa sjúkdóms á Vesturlöndum á sama hátt og hann hefur verið að breiðast út í Vestur-Afríku.“ Að sögn Gunnhildar er nauðsynlegt að muna að heilbrigðiskerfin í þessum ríkjum Vestur-Afríku voru við það að springa áður en ebólan kom upp. „Þau þurftu því á mikilli hjálp alþjóðasamfélagsins við að tækla venjulegt heilbrigðisástand í landinu. Nú þegar ebólan er orðin svona útbreidd eru þau því komin algerlega á kaf og hafa engan veginn burði til að tækla þetta. Það vantar allt – peninga, aðföng og annað sem þarf til að eiga við þennan faraldur – þannig að halda að þessi sjúkdómur verði að jafnmiklum faraldri á Vesturlöndum er náttúrulega bara idíótískt.“Gunnhildur segir að Vesturlönd séu aldrei að fara upplifa einhvern ebólufaraldur sambærilegan þeim sem orðið hefur í Vestur-Afríku. Vísir/PjeturGunnhildur er menntaður hjúkrunarfræðingur og með meistaragráðu í alþjóðalýðheilsufræði og búsett í Noregi. Hefur starfað hjá Læknum án landamæra síðan 2012, í Gíneu, Síerra Leóne, Mið-Afríkulýðveldinu og Suður-Súdan. Hún segir síðustu tvö verkefnin, í Gíneu og Síerra Leóne, hafa snúið að því að hefta útbreiðslu ebóluveirunnar. „Ástandið er ennþá mjög slæmt og vantar mikið af fólki til að sinna þeirri vinnu sem þarf að sinna. Það er alls ekki nóg af hjálparliði á staðnum eins og er til að vinna að því að hefta útbreiðsluna.“ Hún segir brýna þörf á aukinni samvinnu ólíkra samtaka sem vinna að því að hefta útbreiðsluna. „Það þarf að fylgja eftir „kontöktum“ þeirra sem eru smitaðir. Það þarf að bæta upplýsingagjöf og fræðslu í löndunum öllum þarna í Vestur-Afríku og það þarf að vera með betra eftirlitskerfi.“Sex mánuðir hið minnsta þar til tök nást á útbreiðslunni Joanne Lui, forseti Lækna án landamæra, sagði fyrr í dag að um sex mánuði myndi taka til að ná stjórn á útbreiðslu ebóluveirunnar. Í frétt BBC kemur fram að Lui telji þörf á styrkari leiðsögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í þeirri vinnu sem framundan er. Ebólufaraldurinn hófst í Gúneu í febrúar síðastliðinn og hefur síðan dreifst til Líberíu, Síerra Leóne og Nígeríu. Enn sem komið er hafa 1.069 manns látist úr sjúkdómnum. Lui sagði að nauðsynlegt væri að ná stjórn á útbreiðslunni í Líberíu, ætli mönnum að takast að ná stjórn á faraldrinum í heimshlutanum öllum. Enn sem komið er hafa rúmlega þrjú hundruð hafa látist vegna ebóluveirunnar í Líberíu. Ebóla Tengdar fréttir Annar sérfræðingur fellur í Síerra Leone Mikill skortur er nú á læknum í landinu en andlát Dr. Modupeh Cole, ber að einungis tveimur vikum eftir fráfall dr. Sheiks Omarrs Khan sem stjórnaði aðgerðum gegn veirunni í austurhluta landins. 14. ágúst 2014 22:05 WHO biður þjóðir heimsins um hjálp gegn Ebólu Forstöðumaður WHO sagði þau lönd sem hafi orðið fyrir smiti ekki hafa burði til að kveða svo stóran faraldur niður sjálf. 8. ágúst 2014 17:51 Íslendingar hvattir til að ferðast ekki til Vestur-Afríku Sóttvarnarlæknir mælist til þess að ekki sé ferðast til þeirra landa sem verst hafa orðið úti vegna ebólunnar. 11. ágúst 2014 15:18 Hægt að vinna bug á ebólafaraldrinum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir brýna þörf á alþjóðlegu átaki til að stöðva útbreiðslu veirunnar. 9. ágúst 2014 09:00 Meira en þúsund manns hafa látið lífið Einungis tveir Bandaríkjamenn og einn Spánverji hafa til þessa fengið að njóta góðs af lyfjum. Afríkubúar hafa hins vegar enn engin lyf fengið. 13. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira
Gunnhildur Árnadóttir segist hafa orðið vör við mikinn mun á allri fjölmiðlaumfjöllun um ebólufaraldurinn í Vestur-Afríku síðustu vikurnar en hún starfar sem hjúkrunarfræðingur hjá hjálparsamtökunum Læknar án landamæra. Gunnhildur er nýkomin heim frá Síerra Leóne þar sem hún gegndi yfirmannsstöðu á meðhöndlunarmiðstöð fyrir ebólu sem hjálparsamtökin reka í landinu. „Þegar ég kom heim frá Gíneu í júní var enginn að tala um útbreiðslu ebólu. Ekki einn einasti fjölmiðill. En um leið og þetta fer á einhvern ímyndaðan hátt að ógna Vesturlöndum þá fara fjölmiðlar að tala um þetta alveg sýknt og heilagt og þá fara hlutirnir að gerast. Það er svo sem ágætt að eitthvað fari að gerast en það var af röngum ástæðum,“ segir Gunnhildur í samtali við Vísi. Gunnhildur segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunina hafa fyrst verið að taka við sér núna með því að loksins viðurkenna það sem Læknar án landamæra bentu á fyrir mörgum mánuðum síðan, það er að ástandið sé stjórnlaust og tala látinna hafi verið stórlega vanmetin. „Þetta er eitthvað sem Læknar án landamæra hafa verið að segja nú í lengri tíma en loksins kom þessi yfirlýsing frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í gær.“Mikil þörf á aðstoð alþjóðasamfélagsins Gunnhildur segir að Vesturlönd séu aldrei að fara upplifa einhvern ebólufaraldur sambærilegan þeim sem orðið hefur í Vestur-Afríku. „Auðvitað geta komið upp stök tilfelli yfirfærð frá Afríku til Evrópu, en sökum sóttvarna og heilbrigðiskerfisins á Vesturlöndum er þetta eitthvað sem við myndum tækla mjög hratt og örugglega. Við erum aldrei að fara sjá útbreiðslu þessa sjúkdóms á Vesturlöndum á sama hátt og hann hefur verið að breiðast út í Vestur-Afríku.“ Að sögn Gunnhildar er nauðsynlegt að muna að heilbrigðiskerfin í þessum ríkjum Vestur-Afríku voru við það að springa áður en ebólan kom upp. „Þau þurftu því á mikilli hjálp alþjóðasamfélagsins við að tækla venjulegt heilbrigðisástand í landinu. Nú þegar ebólan er orðin svona útbreidd eru þau því komin algerlega á kaf og hafa engan veginn burði til að tækla þetta. Það vantar allt – peninga, aðföng og annað sem þarf til að eiga við þennan faraldur – þannig að halda að þessi sjúkdómur verði að jafnmiklum faraldri á Vesturlöndum er náttúrulega bara idíótískt.“Gunnhildur segir að Vesturlönd séu aldrei að fara upplifa einhvern ebólufaraldur sambærilegan þeim sem orðið hefur í Vestur-Afríku. Vísir/PjeturGunnhildur er menntaður hjúkrunarfræðingur og með meistaragráðu í alþjóðalýðheilsufræði og búsett í Noregi. Hefur starfað hjá Læknum án landamæra síðan 2012, í Gíneu, Síerra Leóne, Mið-Afríkulýðveldinu og Suður-Súdan. Hún segir síðustu tvö verkefnin, í Gíneu og Síerra Leóne, hafa snúið að því að hefta útbreiðslu ebóluveirunnar. „Ástandið er ennþá mjög slæmt og vantar mikið af fólki til að sinna þeirri vinnu sem þarf að sinna. Það er alls ekki nóg af hjálparliði á staðnum eins og er til að vinna að því að hefta útbreiðsluna.“ Hún segir brýna þörf á aukinni samvinnu ólíkra samtaka sem vinna að því að hefta útbreiðsluna. „Það þarf að fylgja eftir „kontöktum“ þeirra sem eru smitaðir. Það þarf að bæta upplýsingagjöf og fræðslu í löndunum öllum þarna í Vestur-Afríku og það þarf að vera með betra eftirlitskerfi.“Sex mánuðir hið minnsta þar til tök nást á útbreiðslunni Joanne Lui, forseti Lækna án landamæra, sagði fyrr í dag að um sex mánuði myndi taka til að ná stjórn á útbreiðslu ebóluveirunnar. Í frétt BBC kemur fram að Lui telji þörf á styrkari leiðsögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í þeirri vinnu sem framundan er. Ebólufaraldurinn hófst í Gúneu í febrúar síðastliðinn og hefur síðan dreifst til Líberíu, Síerra Leóne og Nígeríu. Enn sem komið er hafa 1.069 manns látist úr sjúkdómnum. Lui sagði að nauðsynlegt væri að ná stjórn á útbreiðslunni í Líberíu, ætli mönnum að takast að ná stjórn á faraldrinum í heimshlutanum öllum. Enn sem komið er hafa rúmlega þrjú hundruð hafa látist vegna ebóluveirunnar í Líberíu.
Ebóla Tengdar fréttir Annar sérfræðingur fellur í Síerra Leone Mikill skortur er nú á læknum í landinu en andlát Dr. Modupeh Cole, ber að einungis tveimur vikum eftir fráfall dr. Sheiks Omarrs Khan sem stjórnaði aðgerðum gegn veirunni í austurhluta landins. 14. ágúst 2014 22:05 WHO biður þjóðir heimsins um hjálp gegn Ebólu Forstöðumaður WHO sagði þau lönd sem hafi orðið fyrir smiti ekki hafa burði til að kveða svo stóran faraldur niður sjálf. 8. ágúst 2014 17:51 Íslendingar hvattir til að ferðast ekki til Vestur-Afríku Sóttvarnarlæknir mælist til þess að ekki sé ferðast til þeirra landa sem verst hafa orðið úti vegna ebólunnar. 11. ágúst 2014 15:18 Hægt að vinna bug á ebólafaraldrinum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir brýna þörf á alþjóðlegu átaki til að stöðva útbreiðslu veirunnar. 9. ágúst 2014 09:00 Meira en þúsund manns hafa látið lífið Einungis tveir Bandaríkjamenn og einn Spánverji hafa til þessa fengið að njóta góðs af lyfjum. Afríkubúar hafa hins vegar enn engin lyf fengið. 13. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira
Annar sérfræðingur fellur í Síerra Leone Mikill skortur er nú á læknum í landinu en andlát Dr. Modupeh Cole, ber að einungis tveimur vikum eftir fráfall dr. Sheiks Omarrs Khan sem stjórnaði aðgerðum gegn veirunni í austurhluta landins. 14. ágúst 2014 22:05
WHO biður þjóðir heimsins um hjálp gegn Ebólu Forstöðumaður WHO sagði þau lönd sem hafi orðið fyrir smiti ekki hafa burði til að kveða svo stóran faraldur niður sjálf. 8. ágúst 2014 17:51
Íslendingar hvattir til að ferðast ekki til Vestur-Afríku Sóttvarnarlæknir mælist til þess að ekki sé ferðast til þeirra landa sem verst hafa orðið úti vegna ebólunnar. 11. ágúst 2014 15:18
Hægt að vinna bug á ebólafaraldrinum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir brýna þörf á alþjóðlegu átaki til að stöðva útbreiðslu veirunnar. 9. ágúst 2014 09:00
Meira en þúsund manns hafa látið lífið Einungis tveir Bandaríkjamenn og einn Spánverji hafa til þessa fengið að njóta góðs af lyfjum. Afríkubúar hafa hins vegar enn engin lyf fengið. 13. ágúst 2014 00:01