Mercedes S-Class Maybach á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2014 12:21 Kaupendur S-Class bíla Mercedes Benz höfðu fyrir stuttu það eina val að ákveða hvaða vél væri í bíl þeirra. Nú eru breyttir tímar. Í dag geta kaupendur valið um S-Class coupe, S-Class convertible, venjulegan S-Class og nú eru tvær fleiri gerðir á leið á markað. Það eru Maybach útfærsla bílsins og síðar kemur einnig Pullman útfærsla. Í síðustu viku sást til S-Class Maybach í prófunum á Nürburgring brautinni þýsku. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz á Maybach merkið en hætti framleiðslu Maybach bíla árið 2013, enda hafði sala þeirra gengið brösulega síðustu árin þar á undan. Mercedes Benz mun þó áfram halda á lofti merki Maybach bíla með lúxusútgáfum S-Class sem ganga enn lengra í íburði og stærð en í hefðbundnum S-Class. Sá S-Class Maybach sem nú er verið að prófa er lengri en venjulegur S-Class. Hann er með 621 hestafla vél sem er 12 strokka og með tvær forþjöppur. Mercedes Benz S-Class Maybach kemur á markað á næsta ári og Pullman gerðin árið 2016. Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent
Kaupendur S-Class bíla Mercedes Benz höfðu fyrir stuttu það eina val að ákveða hvaða vél væri í bíl þeirra. Nú eru breyttir tímar. Í dag geta kaupendur valið um S-Class coupe, S-Class convertible, venjulegan S-Class og nú eru tvær fleiri gerðir á leið á markað. Það eru Maybach útfærsla bílsins og síðar kemur einnig Pullman útfærsla. Í síðustu viku sást til S-Class Maybach í prófunum á Nürburgring brautinni þýsku. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz á Maybach merkið en hætti framleiðslu Maybach bíla árið 2013, enda hafði sala þeirra gengið brösulega síðustu árin þar á undan. Mercedes Benz mun þó áfram halda á lofti merki Maybach bíla með lúxusútgáfum S-Class sem ganga enn lengra í íburði og stærð en í hefðbundnum S-Class. Sá S-Class Maybach sem nú er verið að prófa er lengri en venjulegur S-Class. Hann er með 621 hestafla vél sem er 12 strokka og með tvær forþjöppur. Mercedes Benz S-Class Maybach kemur á markað á næsta ári og Pullman gerðin árið 2016.
Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent