Íslenskur 50 króna seðill seldist á 2,2 milljónir Snærós Sindradóttir skrifar 19. ágúst 2014 12:20 Þessi seðill seldist á 2,2 milljónir króna á uppboði í Bandaríkjunum 50 krónu-seðill frá árinu 1904, útgefinn af Íslandsbanka, seldist á tæplega 16.500 dollara á uppboði í Chicago hjá bandaríska uppboðsfyrirtækinu Stack’s Bowers í liðinni viku. Að viðbættri uppboðsþóknun greiðir kaupandinn um 19.300 dollara fyrir þennan fallega seðil, eða rúmlega 2,2, milljónir króna. Einnig seldist á uppboðinu 100 króna seðill frá árinu 1927, útgefinn af Landsbanka Íslands, á um 1,6 milljónir króna, en sá seðill fór aldrei í dreifingu á sínum tíma.Flestir á yfir tvöföldu matsverðiÞriðji seðillinn, 50 krónu seðill frá árinu 1921, fór á 800 þúsund krónur, fjórði, 10 krónu seðill frá árinu 1920, á 720 þúsund krónur og sá fimmti, 10 krónu seðill frá Landdsjoði, á 560 þúsund krónur. Allir umræddir seðlar fóru á allt að eða yfir tvöföldu matsverði, en þess ber að geta að upphafsverð muna á uppboðum eru allra jafna mun lægra en markaðsverð þeirra til að örva bjóðendur. Alls seldust íslenskir seðlar á uppboðinu fyrir um tíu milljónir króna. Einnig voru boðnir upp stórriddarakross og riddarakrossar en þeir seldust á mun lægra verði, sá dýrasti á aðeins 72 þúsund krónur, en það mun vera talsvert undir gangverði.Seldi mynt fyrir 1,1, milljarðUppboðsfyrirtækið Stack’s Bowers á rætur að rekja til hins áttræða fyrirtækis Stack‘s, elsta uppboðsfyrirtækis á sviði fágætra seðla og mynta í Bandaríkjunum, en það sameinaðist Bowers and Marena Auctions fyrir þremur árum síðan. Fyrirtækið státar sig meðal annars af því að hafa boðið upp þá mynt sem selst hefur dýrustu verði í heiminum, Flowing Hair Silver Dollar frá árinu 1794, en hún seldist á uppboði í New York á rúmlega 10 milljónir dollara í janúar í fyrra, eða rúmlega 1,1 milljarð króna. Sala á gömlum seðlum og mynt hefur verið í miklum blóma í Bandaríkjunum og víðar í heiminum seinustu misseri, eftirspurn verið mikil og mörg met verið slegin. Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Sjá meira
50 krónu-seðill frá árinu 1904, útgefinn af Íslandsbanka, seldist á tæplega 16.500 dollara á uppboði í Chicago hjá bandaríska uppboðsfyrirtækinu Stack’s Bowers í liðinni viku. Að viðbættri uppboðsþóknun greiðir kaupandinn um 19.300 dollara fyrir þennan fallega seðil, eða rúmlega 2,2, milljónir króna. Einnig seldist á uppboðinu 100 króna seðill frá árinu 1927, útgefinn af Landsbanka Íslands, á um 1,6 milljónir króna, en sá seðill fór aldrei í dreifingu á sínum tíma.Flestir á yfir tvöföldu matsverðiÞriðji seðillinn, 50 krónu seðill frá árinu 1921, fór á 800 þúsund krónur, fjórði, 10 krónu seðill frá árinu 1920, á 720 þúsund krónur og sá fimmti, 10 krónu seðill frá Landdsjoði, á 560 þúsund krónur. Allir umræddir seðlar fóru á allt að eða yfir tvöföldu matsverði, en þess ber að geta að upphafsverð muna á uppboðum eru allra jafna mun lægra en markaðsverð þeirra til að örva bjóðendur. Alls seldust íslenskir seðlar á uppboðinu fyrir um tíu milljónir króna. Einnig voru boðnir upp stórriddarakross og riddarakrossar en þeir seldust á mun lægra verði, sá dýrasti á aðeins 72 þúsund krónur, en það mun vera talsvert undir gangverði.Seldi mynt fyrir 1,1, milljarðUppboðsfyrirtækið Stack’s Bowers á rætur að rekja til hins áttræða fyrirtækis Stack‘s, elsta uppboðsfyrirtækis á sviði fágætra seðla og mynta í Bandaríkjunum, en það sameinaðist Bowers and Marena Auctions fyrir þremur árum síðan. Fyrirtækið státar sig meðal annars af því að hafa boðið upp þá mynt sem selst hefur dýrustu verði í heiminum, Flowing Hair Silver Dollar frá árinu 1794, en hún seldist á uppboði í New York á rúmlega 10 milljónir dollara í janúar í fyrra, eða rúmlega 1,1 milljarð króna. Sala á gömlum seðlum og mynt hefur verið í miklum blóma í Bandaríkjunum og víðar í heiminum seinustu misseri, eftirspurn verið mikil og mörg met verið slegin.
Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Sjá meira