Lið Justins Timberlake hafði samband vegna Bárðarbungu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. ágúst 2014 13:43 Timberlake til vinstri, Ísleifur til hægri. Fólk á vegum söngvarans Justin Timberlake hefur verið í sambandi við tónleikahaldara hér á landi vegna ólgunnar í Bárðarbungu. „Þeir höfðu séð umfjöllun fjölmiðla erlendis og hringdu í okkur í morgun. Þetta var mjög gott samtal. Þeir vildu fá að vita þetta frá fólkinu sem býr hér á Íslandi, hvernig þetta væri í raun og veru,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari og heldur áfram: „Sérfræðingar segja að það sé rosalega ólíklegt að eitthvað gerist sem hafi mikil áhrif á flugsamgöngur. Við höldum áfram að undirbúa tónleikana. Við fylgjumst vel með fréttum en eins og staðan er núna bendir ekkert til þess að við þurfum að hafa áhyggjur. Bárðarbunga er í 400 kílómetra fjarlægð frá Keflavík og vindáttin er þannig að það er ólíklegt að þetta hafi áhrif á flug, eftir því sem við best vitum.“Fluttir inn í Kórinn Ísleifur segir að þeir sem komi að tónleikunum séu nánast fluttir inn í Kórinn, þar sem tónleikarnir fara fram á sunnudaginn. Vandað hefur verið til verka þegar það kemur að umgjörð tónleikanna. Til dæmis hafa bílastæðamál verið skipulögð í þaula, segir Ísleifur. „Það verður ekki erfitt að fá stæði. Við erum með rosalega öflugt kerfi í þeim málum. Við verðum með bílastæði við Kórinn sem við leyfum að fyllast. Til þess að mega leggja í þeim stæðum verða að vera að minnsta kosti fjórir inni í bílnum. Klukkan fjögur tökum við svo við stjórninni á umferð í Kórahverfinu í samstarfi við lögregluna. Við verðum með stæði þarna í grenndinni, til dæmis í Smáralind. Síðan verðum við með stanslausar sætaferðir frá stæðunum að Kórnum. Við hvetjum fólk líka til að ganga eða koma á hjólum. Við verðum með hjólageymslu og munum passa vel upp á hjólin. Íbúar í Kórahverfinu fá svo sérstakan passa til þess að komast leiða sinna um hverfið og við vonumst til þess að tónleikarnir hafi sem minnsta röskun í för með sér fyrir þá.“Fyrstu gestirnir koma á morgun Ísleifur getur ekki gefið upp hvenær Justin Timberlake kemur til landsins. Hann segir að umboðsmenn hans óttist ekki að hann festist hér á landi ef færi að gjósa. „Það sem setur alla á tærnar er gosið í Eyjafjallajökli. Heimurinn fylgist vel með vegna þess að allir muna eftir áhrifunum sem það hafði. Eftir því sem við komumst næst er ólíklegt að þetta verði líkt því gosi. Þannig að enginn óttast neitt.“ Tónleikarnir verða í beinni útsendingu í gegnum vefsíðuna Yahoo. Ísleifur segir að fyrstu gestirnir sem tengist tónleikunum komi á morgun. „Síðan munu þeir koma hérna á fimmtudag, föstudag og laugardag. Við búumst við mörgum að utan.“ Bárðarbunga Tengdar fréttir Miðinn á Justin Timberlake virkar í strætó Tónleikar Justin Timberlake fara fram í Kórnum sunnudaginn 24. ágúst. 13. ágúst 2014 14:27 Reikna með að Justin spili í einn og hálfan tíma Áfengi verður selt á afmörkuðum svæðum í Kórnum. 13. ágúst 2014 14:38 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Fólk á vegum söngvarans Justin Timberlake hefur verið í sambandi við tónleikahaldara hér á landi vegna ólgunnar í Bárðarbungu. „Þeir höfðu séð umfjöllun fjölmiðla erlendis og hringdu í okkur í morgun. Þetta var mjög gott samtal. Þeir vildu fá að vita þetta frá fólkinu sem býr hér á Íslandi, hvernig þetta væri í raun og veru,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari og heldur áfram: „Sérfræðingar segja að það sé rosalega ólíklegt að eitthvað gerist sem hafi mikil áhrif á flugsamgöngur. Við höldum áfram að undirbúa tónleikana. Við fylgjumst vel með fréttum en eins og staðan er núna bendir ekkert til þess að við þurfum að hafa áhyggjur. Bárðarbunga er í 400 kílómetra fjarlægð frá Keflavík og vindáttin er þannig að það er ólíklegt að þetta hafi áhrif á flug, eftir því sem við best vitum.“Fluttir inn í Kórinn Ísleifur segir að þeir sem komi að tónleikunum séu nánast fluttir inn í Kórinn, þar sem tónleikarnir fara fram á sunnudaginn. Vandað hefur verið til verka þegar það kemur að umgjörð tónleikanna. Til dæmis hafa bílastæðamál verið skipulögð í þaula, segir Ísleifur. „Það verður ekki erfitt að fá stæði. Við erum með rosalega öflugt kerfi í þeim málum. Við verðum með bílastæði við Kórinn sem við leyfum að fyllast. Til þess að mega leggja í þeim stæðum verða að vera að minnsta kosti fjórir inni í bílnum. Klukkan fjögur tökum við svo við stjórninni á umferð í Kórahverfinu í samstarfi við lögregluna. Við verðum með stæði þarna í grenndinni, til dæmis í Smáralind. Síðan verðum við með stanslausar sætaferðir frá stæðunum að Kórnum. Við hvetjum fólk líka til að ganga eða koma á hjólum. Við verðum með hjólageymslu og munum passa vel upp á hjólin. Íbúar í Kórahverfinu fá svo sérstakan passa til þess að komast leiða sinna um hverfið og við vonumst til þess að tónleikarnir hafi sem minnsta röskun í för með sér fyrir þá.“Fyrstu gestirnir koma á morgun Ísleifur getur ekki gefið upp hvenær Justin Timberlake kemur til landsins. Hann segir að umboðsmenn hans óttist ekki að hann festist hér á landi ef færi að gjósa. „Það sem setur alla á tærnar er gosið í Eyjafjallajökli. Heimurinn fylgist vel með vegna þess að allir muna eftir áhrifunum sem það hafði. Eftir því sem við komumst næst er ólíklegt að þetta verði líkt því gosi. Þannig að enginn óttast neitt.“ Tónleikarnir verða í beinni útsendingu í gegnum vefsíðuna Yahoo. Ísleifur segir að fyrstu gestirnir sem tengist tónleikunum komi á morgun. „Síðan munu þeir koma hérna á fimmtudag, föstudag og laugardag. Við búumst við mörgum að utan.“
Bárðarbunga Tengdar fréttir Miðinn á Justin Timberlake virkar í strætó Tónleikar Justin Timberlake fara fram í Kórnum sunnudaginn 24. ágúst. 13. ágúst 2014 14:27 Reikna með að Justin spili í einn og hálfan tíma Áfengi verður selt á afmörkuðum svæðum í Kórnum. 13. ágúst 2014 14:38 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Miðinn á Justin Timberlake virkar í strætó Tónleikar Justin Timberlake fara fram í Kórnum sunnudaginn 24. ágúst. 13. ágúst 2014 14:27
Reikna með að Justin spili í einn og hálfan tíma Áfengi verður selt á afmörkuðum svæðum í Kórnum. 13. ágúst 2014 14:38