Kvika talin streyma inn í eldstöðina af miklu afli Kristján Már Unnarsson skrifar 19. ágúst 2014 20:00 Almannavarnir lýstu í kvöld yfir hættustigi norðan Dyngjujökuls og hafa ákveðið að hálendið þar verði rýmt. Mikið magn kviku er talið streyma upp í Bárðarbungueldstöðina og segja vísindamenn atburðinn mjög öflugan.Click here to see an English version Vegamálastjóri segir að brýrnar yfir Jökulsá muni ekki þola hamfaraflóð í líkingu við það sem varð á Skeiðarársandi fyrir átján árum. Hræringarnar vekja nú heimsathygli og flugmálayfirvöld eru viðbúin að loka flugleiðum vegna hugsanlegs öskuskýs. Eldstöðin Bárðarbunga telst nú ógnvaldur og viðbrögð yfirvalda við þeirri ógn eru orðin víðtæk. Norðan Vatnajökuls, þar sem óttast er að flóðbylgja bresti á, er búið að loka hálendisvegum og banna alla umferð, bæði akandi og gangandi. Bárðarbunga er komin í heimsfréttirnar, alþjóðafjölmiðlar rifja upp öngþveitið sem Eyjafjallajökull olli árið 2010. Á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar sjá sérfræðingar að virknin í Vatnajökli er áfram stöðug og mikil. Kristín Vogfjörð, jarðskjálftafræðingur og rannsóknarstjóri Veðurstofunnar, segir að þetta sé mjög öflugur atburður. „Þannig að þetta heldur bara áfram. Þetta er mjög mikil virkni, þetta er margfalt meira heldur en undanfarin ár."Kristín Vogfjörð jarðskjálftafræðingur, rannsóknarstjóri Veðurstofu Íslands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kristín segir mikið magn kviku streyma undir eldstöðinni og til norðausturs í átt til Kverkfjalla. Hún segir kvikuna enn halda sig á fimm til tíu kílómetra dýpi, - og ekki sjáist merki þess að hún sé á leið til yfirborðs. Spurð hvort henni finnist líklegt að gos hefjist á næstu sólarhringum svarar Kristín: „Ekkert frekar. Það er ekkert sem bendir til þess að það sé að bresta á. En það hvað þetta er mikil virkni og stór atburður er full ástæða til að vera vel vakandi yfir hlutunum og búa sig undir að það gæti eitthvað gerst." Í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar eru menn þegar farnir að huga að viðbrögðum, komi til eldsumbrota. Brýrnar þrjár yfir Jökulsá eru við Öxarfjörð, Gímsstaði og Upptyppinga og Hreini Haraldssyni vegamálastjóra líst illa á að fá hlaup í líkingu við það sem varð á Skeiðarársandi. „Nei, þær myndu ekki þola það, engin þeirra. Þær bara færu strax," svarar vegamálastjóri. Hann segir vísindamenn þó allt eins gera ráð fyrir að hlaup gæti orðið mun minna. Vegagerðin undirbýr því að geta kallað til vinnuvélar með skömmum fyrirvara til að rjúfa vegi við brýrnar til að létta álagi af steyptu mannvirkjunum, ef flóð kæmi sem væri af viðráðanlegri stærð.Jökulsárbrú á hringveginum við Grímsstaði á Fjöllum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Missir brúnna þýddi tveggja til þriggja milljarða króna fjárhagstjón, rof hringvegarins og allra vegtenginga milli Norður- og Austurlands. Vegamálastjóri segir að það yrði kannski meira samfélagstjón að missa þessar samgöngur um langan tíma, því langan tíma tæki að endurbyggja brýrnar. Um 400 flugvélar fara að jafnaði um íslenska flugstjórnarsvæðið á hverjum degi. Viðvörunarstig gagnvart flugi var sett upp á næstefsta stig í gær en í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli gengur þó allt sinn vanagang og flugumferðin er ekki farin að sneiða framhjá Íslandi, að sögn Friðþórs Eydals, talsmanns Isavia. Menn eru reynslunni ríkari, eftir Eyjafjallajökul og Grímsvötn, og margir sem eiga pantað flug óttast eflaust að verða strandaglópar ef gos hefst. Þá yrði gripið til þess að loka þeim svæðum sem teldust hættuleg flugumferð.Frá Sprengisandsleið við Tómasarhaga í gær. Skammt frá eru gatnamótin inn á Gæsavatnaleið, sem nú hefur verið lýst bannsvæði.Stöð 2/Sveinn Arnarsson. Bárðarbunga Tengdar fréttir Forsætisráðherra fundar vegna viðbragðsáætlana Til fundar við forsætisráðherra komu Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og sérfræðingar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 18. ágúst 2014 13:32 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Virknin gengur áfram í bylgjum Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er enn mikil en þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 19. ágúst 2014 09:02 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 Vegum lokað á hálendinu af ótta við eldgos Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að grannt sé fylgst með þróuninni í Bárðarbungu. 18. ágúst 2014 07:00 Allt önnur staða en í gosinu í Eyjafjallajökli Guðjón Arngrímsson segir að Icelandair hafi borist fjölmargar fyrirspurnir frá farþegum vegna stöðunnar. Hins vegar hafa afbókanir ekki verið fleiri en allajafna. 19. ágúst 2014 14:52 Viðvörunarstig vegna flugs hækkað í appelsínugult Áframhaldandi virkni mælist í Bárðarbungu. Ekki verður dregið úr viðbúnaði almannavarna að svo stöddu. 18. ágúst 2014 12:50 Nokkurra klukkustunda fyrirvari yrði á eldgosi „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. 18. ágúst 2014 11:37 Næstum 3000 skjálftar á þremur dögum Skjálftarnir hafa færst til norðurs og austurs að undanförnu. Flestir skjálftarnir hafa til þessa átt upptök sín á um 5 til 10 kílómetra dýpi og engar vísbendingar eru um að þeir séu að færast ofar. 18. ágúst 2014 23:48 Líkist æ meir kvikuinnskoti sem ekki nái til yfirborðs Atburðarásin í Bárðarbungu minnir mjög á Kröfluelda, segir Páll Einarsson prófessor, og telur þetta geta verið upphafið að margra ára ferli, en segir þó minnkandi líkur á að eldgos sé yfirvofandi. 17. ágúst 2014 19:30 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 Enn mikil skjálftavirkni undir Bárðarbungu Heldur dró úr skjálftavirkni undir Bárðarbungu upp úr miðnætti en svo jókst hún aftur um fjögur leytið í nótt og varð brátt álíka og í fyrrinótt, þegar vel á þriðja hundrað skjálftar mældust frá miðnætti til klukkan sex í gærmorgun. 19. ágúst 2014 06:56 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30 Vefmyndavél komið fyrir við Bárðarbungu Áhugasamir netverjar geta nú fylgst með öllum helstu hreyfingum Bárðarbungu í beinni á netinu en vefmyndavél var komið upp á Grímsfjalli í Vatnajökli í gær 18. ágúst 2014 18:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Almannavarnir lýstu í kvöld yfir hættustigi norðan Dyngjujökuls og hafa ákveðið að hálendið þar verði rýmt. Mikið magn kviku er talið streyma upp í Bárðarbungueldstöðina og segja vísindamenn atburðinn mjög öflugan.Click here to see an English version Vegamálastjóri segir að brýrnar yfir Jökulsá muni ekki þola hamfaraflóð í líkingu við það sem varð á Skeiðarársandi fyrir átján árum. Hræringarnar vekja nú heimsathygli og flugmálayfirvöld eru viðbúin að loka flugleiðum vegna hugsanlegs öskuskýs. Eldstöðin Bárðarbunga telst nú ógnvaldur og viðbrögð yfirvalda við þeirri ógn eru orðin víðtæk. Norðan Vatnajökuls, þar sem óttast er að flóðbylgja bresti á, er búið að loka hálendisvegum og banna alla umferð, bæði akandi og gangandi. Bárðarbunga er komin í heimsfréttirnar, alþjóðafjölmiðlar rifja upp öngþveitið sem Eyjafjallajökull olli árið 2010. Á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar sjá sérfræðingar að virknin í Vatnajökli er áfram stöðug og mikil. Kristín Vogfjörð, jarðskjálftafræðingur og rannsóknarstjóri Veðurstofunnar, segir að þetta sé mjög öflugur atburður. „Þannig að þetta heldur bara áfram. Þetta er mjög mikil virkni, þetta er margfalt meira heldur en undanfarin ár."Kristín Vogfjörð jarðskjálftafræðingur, rannsóknarstjóri Veðurstofu Íslands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kristín segir mikið magn kviku streyma undir eldstöðinni og til norðausturs í átt til Kverkfjalla. Hún segir kvikuna enn halda sig á fimm til tíu kílómetra dýpi, - og ekki sjáist merki þess að hún sé á leið til yfirborðs. Spurð hvort henni finnist líklegt að gos hefjist á næstu sólarhringum svarar Kristín: „Ekkert frekar. Það er ekkert sem bendir til þess að það sé að bresta á. En það hvað þetta er mikil virkni og stór atburður er full ástæða til að vera vel vakandi yfir hlutunum og búa sig undir að það gæti eitthvað gerst." Í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar eru menn þegar farnir að huga að viðbrögðum, komi til eldsumbrota. Brýrnar þrjár yfir Jökulsá eru við Öxarfjörð, Gímsstaði og Upptyppinga og Hreini Haraldssyni vegamálastjóra líst illa á að fá hlaup í líkingu við það sem varð á Skeiðarársandi. „Nei, þær myndu ekki þola það, engin þeirra. Þær bara færu strax," svarar vegamálastjóri. Hann segir vísindamenn þó allt eins gera ráð fyrir að hlaup gæti orðið mun minna. Vegagerðin undirbýr því að geta kallað til vinnuvélar með skömmum fyrirvara til að rjúfa vegi við brýrnar til að létta álagi af steyptu mannvirkjunum, ef flóð kæmi sem væri af viðráðanlegri stærð.Jökulsárbrú á hringveginum við Grímsstaði á Fjöllum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Missir brúnna þýddi tveggja til þriggja milljarða króna fjárhagstjón, rof hringvegarins og allra vegtenginga milli Norður- og Austurlands. Vegamálastjóri segir að það yrði kannski meira samfélagstjón að missa þessar samgöngur um langan tíma, því langan tíma tæki að endurbyggja brýrnar. Um 400 flugvélar fara að jafnaði um íslenska flugstjórnarsvæðið á hverjum degi. Viðvörunarstig gagnvart flugi var sett upp á næstefsta stig í gær en í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli gengur þó allt sinn vanagang og flugumferðin er ekki farin að sneiða framhjá Íslandi, að sögn Friðþórs Eydals, talsmanns Isavia. Menn eru reynslunni ríkari, eftir Eyjafjallajökul og Grímsvötn, og margir sem eiga pantað flug óttast eflaust að verða strandaglópar ef gos hefst. Þá yrði gripið til þess að loka þeim svæðum sem teldust hættuleg flugumferð.Frá Sprengisandsleið við Tómasarhaga í gær. Skammt frá eru gatnamótin inn á Gæsavatnaleið, sem nú hefur verið lýst bannsvæði.Stöð 2/Sveinn Arnarsson.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Forsætisráðherra fundar vegna viðbragðsáætlana Til fundar við forsætisráðherra komu Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og sérfræðingar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 18. ágúst 2014 13:32 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Virknin gengur áfram í bylgjum Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er enn mikil en þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 19. ágúst 2014 09:02 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 Vegum lokað á hálendinu af ótta við eldgos Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að grannt sé fylgst með þróuninni í Bárðarbungu. 18. ágúst 2014 07:00 Allt önnur staða en í gosinu í Eyjafjallajökli Guðjón Arngrímsson segir að Icelandair hafi borist fjölmargar fyrirspurnir frá farþegum vegna stöðunnar. Hins vegar hafa afbókanir ekki verið fleiri en allajafna. 19. ágúst 2014 14:52 Viðvörunarstig vegna flugs hækkað í appelsínugult Áframhaldandi virkni mælist í Bárðarbungu. Ekki verður dregið úr viðbúnaði almannavarna að svo stöddu. 18. ágúst 2014 12:50 Nokkurra klukkustunda fyrirvari yrði á eldgosi „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. 18. ágúst 2014 11:37 Næstum 3000 skjálftar á þremur dögum Skjálftarnir hafa færst til norðurs og austurs að undanförnu. Flestir skjálftarnir hafa til þessa átt upptök sín á um 5 til 10 kílómetra dýpi og engar vísbendingar eru um að þeir séu að færast ofar. 18. ágúst 2014 23:48 Líkist æ meir kvikuinnskoti sem ekki nái til yfirborðs Atburðarásin í Bárðarbungu minnir mjög á Kröfluelda, segir Páll Einarsson prófessor, og telur þetta geta verið upphafið að margra ára ferli, en segir þó minnkandi líkur á að eldgos sé yfirvofandi. 17. ágúst 2014 19:30 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 Enn mikil skjálftavirkni undir Bárðarbungu Heldur dró úr skjálftavirkni undir Bárðarbungu upp úr miðnætti en svo jókst hún aftur um fjögur leytið í nótt og varð brátt álíka og í fyrrinótt, þegar vel á þriðja hundrað skjálftar mældust frá miðnætti til klukkan sex í gærmorgun. 19. ágúst 2014 06:56 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30 Vefmyndavél komið fyrir við Bárðarbungu Áhugasamir netverjar geta nú fylgst með öllum helstu hreyfingum Bárðarbungu í beinni á netinu en vefmyndavél var komið upp á Grímsfjalli í Vatnajökli í gær 18. ágúst 2014 18:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Forsætisráðherra fundar vegna viðbragðsáætlana Til fundar við forsætisráðherra komu Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og sérfræðingar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 18. ágúst 2014 13:32
700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00
Virknin gengur áfram í bylgjum Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er enn mikil en þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 19. ágúst 2014 09:02
Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30
Vegum lokað á hálendinu af ótta við eldgos Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að grannt sé fylgst með þróuninni í Bárðarbungu. 18. ágúst 2014 07:00
Allt önnur staða en í gosinu í Eyjafjallajökli Guðjón Arngrímsson segir að Icelandair hafi borist fjölmargar fyrirspurnir frá farþegum vegna stöðunnar. Hins vegar hafa afbókanir ekki verið fleiri en allajafna. 19. ágúst 2014 14:52
Viðvörunarstig vegna flugs hækkað í appelsínugult Áframhaldandi virkni mælist í Bárðarbungu. Ekki verður dregið úr viðbúnaði almannavarna að svo stöddu. 18. ágúst 2014 12:50
Nokkurra klukkustunda fyrirvari yrði á eldgosi „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. 18. ágúst 2014 11:37
Næstum 3000 skjálftar á þremur dögum Skjálftarnir hafa færst til norðurs og austurs að undanförnu. Flestir skjálftarnir hafa til þessa átt upptök sín á um 5 til 10 kílómetra dýpi og engar vísbendingar eru um að þeir séu að færast ofar. 18. ágúst 2014 23:48
Líkist æ meir kvikuinnskoti sem ekki nái til yfirborðs Atburðarásin í Bárðarbungu minnir mjög á Kröfluelda, segir Páll Einarsson prófessor, og telur þetta geta verið upphafið að margra ára ferli, en segir þó minnkandi líkur á að eldgos sé yfirvofandi. 17. ágúst 2014 19:30
Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30
Enn mikil skjálftavirkni undir Bárðarbungu Heldur dró úr skjálftavirkni undir Bárðarbungu upp úr miðnætti en svo jókst hún aftur um fjögur leytið í nótt og varð brátt álíka og í fyrrinótt, þegar vel á þriðja hundrað skjálftar mældust frá miðnætti til klukkan sex í gærmorgun. 19. ágúst 2014 06:56
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28
Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30
Vefmyndavél komið fyrir við Bárðarbungu Áhugasamir netverjar geta nú fylgst með öllum helstu hreyfingum Bárðarbungu í beinni á netinu en vefmyndavél var komið upp á Grímsfjalli í Vatnajökli í gær 18. ágúst 2014 18:27