Fótbolti

Navas til Real Madrid

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Keylor Navas fór á kostum á HM í Brasilíu.
Keylor Navas fór á kostum á HM í Brasilíu. Vísir/Getty
Evrópumeistarar Real Madrid hafa fest kaup á markverðinum Keylor Navas frá Levante. Navas skrifaði undir sex ára samning við spænska stórveldið, en talið er að kaupverðið sé í kringum tíu milljónir evra.

Navas, sem spilaði frábærlega með Kosta Ríka á HM í sumar, spilaði 37 deildarleiki með Levante á síðustu leiktíð. Hann átti hvað stærstan þátt í því að liðið fékk aðeins á sig 43 mörk, en aðeins efstu fjögur lið deildarinnar fengu á sig færri mörk en Levante.

Enginn markvörður varði fleiri skot (160) en Navas í fimm bestu deildum Evrópu á síðustu leiktíð.

Kosta Ríka-maðurinn mun berjast við Iker Casillas og Diego Lopez um markvarðarstöðuna hjá Real Madrid.

Navas verður kynntur til leiks á Santiago Bernabeu á þriðjudaginn kemur.


Tengdar fréttir

Navas: Stangirnar hjálpuðu okkur

Keylor Navas, markvörður Kosta Ríka, var ánægður með markstangirnar í leiknum gegn Hollandi í gær, en Kosta Ríka tapaði í vítaspyrnukeppni.

Óvæntur sigur Kosta Ríka

Kosta Ríka vann óvæntan 3-1 sigur á Úrúgvæ í fyrsta leik D-riðils á HM í Brasilíu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×