Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2014 14:39 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, furðar sig á lögreglurannsókninni í tengslum við lekann úr innanríkisráðuneytinu, telur óþarft að Hanna Birna Kristjánsdóttir víki meðan undirmenn hennar eru með mál ráðherrans til rannsóknar og að gengið hafi verið á friðhelgi ráðuneytisstarfsmanna þegar tölvur þeirra voru skoðaðar í þágu rannsóknar Lekamálsins.Þetta kom fram í máli hans í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar ræddi hann Lekamálið ásamt Guðbjarti Hannessyni alþingsmanni. Í þættinum gerði Brynjar lítið úr málinu og gantaðist með hvernig allir hafi „farið á taugum“ eftir að það kom upp. Hann furðaði sig á því að lögreglurannsókn hafi verið fyrirskipuð í ljósi þess að innanhúsrannsókn hafi bent til þess að ekkert hafi lekið úr ráðuneytinu. „Það er fyrirskipuð lögreglurannsókn, Gott og vel. Þarna var búið að upplýsa í ráðuneytinu hvort eitthvað hafi farið út og það benti ekkert til þess. Það er kallað samt á lögreglurannsókn. Og svo er framkvæmdin með þeim hætti að það er farið inn í tölvur ráðherrans. Það eru teknar tölvur annarra starfsmanna. Friðhelgi þessara manna skiptir engu máli. Viðkvæmar upplýsingar til þess eins að upplýsa mál sem hugsanlega kann að varða sektum. Mér finnst svo langt gengið í þessu,“ sagði Brynjar. Hann bar lekamálið saman við mál Gunnars Andersens hjá Fjármálaeftirlitinu en Gunnar var ákærður fyrir að brot á þagnarskyldu með því að brjóta bankaleynd. Hann fékk starfsmann Landsbankans til að afla gagna um fjármál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns fyrir sig og var þeim gögnum síðan komið til DV sem birti frétt byggða á gögnunum. „Guðlaugur Þór taldi að væri miklu meira en þessi eini leki. Bíddu, það var innanhúsrannsókn hjá Fjármálaeftirlitinu sem sagði að ekkert benti til þess – Málið dautt. Engin fyrirskipun frá ríkissaksóknara. Engin lögreglurannsókn. Ekkert gert. Svo út af þessari umfjöllun DV, sem mér finnst einhver sú einkennilegasta sem ég hef nokkurn tímann séð í fjölmiðli og búin er að standa hérna yfir í marga, marga mánuði, þá fara allir bara einhvern veginn yfirum.“Óþarfi að stíga til hliðar Honum þótti ekkert óeðlilegt við það að innanríkisráðherra hafi spurt Stefán Eiríksson þáverandi lögreglustjóra út í gang rannsóknarinnar á ráðuneyti hennar. „Auðvitað ræða menn, sem rannsókn beinist að, um framkvæmd rannsóknar. Hvenær er hún búin? Hvernig verður farið með gögnin,“ sagði Brynjar og bætti við að engin þörf væri fyrir innanríkisráðherra að víkja meðan rannsóknin stæði yfir. „En að fara að stíga til hliðar út af einhverju svona, sem er auðvitað bara í eðli sínu minniháttar mál, þannig séð, þó svo að það sé ekki gott að svona upplýsingar fari. En að fara í svona drastískar aðgerðir til að upplýsa það, það þykir mér athyglisvert og ámælisvert.“ Hann sagði umfjöllun DV um málið einkennast af pólitískum áróðri. „Maður sér það bara þegar maður les þennan texta. Svo dettur mönnum í hug að verðlauna þetta. Ég velti fyrir mér stöðu fjölmiðlana, mér finnst hún miklu áhugaverðari en staða ráðuneytisins í þessu máli.“ Brynjar telur ákveðinn tvískinnung ríkja í umfjöllun um Lekamálið, sem í grunninn fjallar um aðgengi að persónuupplýsingum. „Ég er bara að segja það að mönnum finnst allt í lagi að ráðast inn, taka persónuupplýsingar hjá meira og minna öllum starfsmönnum ráðuneytisins, skoða allt í því, til þess að upplýsa þetta eina atriði,“ sagði Brynjar Níelsson í Bítinu. Spjall þeirra Brynjars, Guðbjarts og Heimis Karlssonar á Bylgjunni í morgun má heyra í spilaranum hér að ofan. Lekamálið Tengdar fréttir Píratar vilja fund um lekamálið Þingmaður Pírata hefur óskað eftir því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd leiti svara við því hvort ráðherra hafi haft óeðlileg afskipti af störfum lögreglunnar. 29. júlí 2014 19:44 Hanna Birna um DV: Ég held að þeir trúi þessu Innanríkisráðherra segir fréttaflutning miðilsins af lekamálinu ósanngjarnan og meiðandi. 3. ágúst 2014 12:22 Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir „Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann,“ segir ritstjóri DV. 3. ágúst 2014 14:24 Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30 Yfirlýsing frá Hönnu Birnu: Svara umboðsmanni fyrir helgi Hanna Birna neitar að hafa beitt Stefán þrýstingi, eins og kemur fram í skriflegri yfirlýsingu sem hún sendi Vísi. 30. júlí 2014 16:52 Umboðsmaður Alþingis óskar eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Umboðsmaður hefur kallað eftir upplýsingum um meint afskipti innanríkisráðherra af rannsókn lögreglunnar á Lekamálinu svokallaða í kjölfar fréttaflutnings og samtala hans við lögreglustjóra og ríkissaksóknara. 30. júlí 2014 13:07 Hanna Birna í Sprengisandi: Hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Innanríkisráðherra segist ekki hafa nokkura hugmynd um hver lak skjali úr ráðuneytinu. Það sé ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður hennar hafi verið í samskiptum við fjölmiðla áður en fréttir birtust um Tony Omos. 3. ágúst 2014 11:48 „Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15 Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00 Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00 Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48 Blaðamaður DV tjáir sig: Hvetur ráðherra til að líta sér nær við ásakanir um pólitíska leiki „Það sem okkur fannst einna ósmekklegast var að Hanna Birna reyndi að höfða til Reynis á þeim forsendum að ríkt hefði gagnkvæmur vinskapur á milli þeirra tveggja.“ 3. ágúst 2014 17:13 Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, furðar sig á lögreglurannsókninni í tengslum við lekann úr innanríkisráðuneytinu, telur óþarft að Hanna Birna Kristjánsdóttir víki meðan undirmenn hennar eru með mál ráðherrans til rannsóknar og að gengið hafi verið á friðhelgi ráðuneytisstarfsmanna þegar tölvur þeirra voru skoðaðar í þágu rannsóknar Lekamálsins.Þetta kom fram í máli hans í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar ræddi hann Lekamálið ásamt Guðbjarti Hannessyni alþingsmanni. Í þættinum gerði Brynjar lítið úr málinu og gantaðist með hvernig allir hafi „farið á taugum“ eftir að það kom upp. Hann furðaði sig á því að lögreglurannsókn hafi verið fyrirskipuð í ljósi þess að innanhúsrannsókn hafi bent til þess að ekkert hafi lekið úr ráðuneytinu. „Það er fyrirskipuð lögreglurannsókn, Gott og vel. Þarna var búið að upplýsa í ráðuneytinu hvort eitthvað hafi farið út og það benti ekkert til þess. Það er kallað samt á lögreglurannsókn. Og svo er framkvæmdin með þeim hætti að það er farið inn í tölvur ráðherrans. Það eru teknar tölvur annarra starfsmanna. Friðhelgi þessara manna skiptir engu máli. Viðkvæmar upplýsingar til þess eins að upplýsa mál sem hugsanlega kann að varða sektum. Mér finnst svo langt gengið í þessu,“ sagði Brynjar. Hann bar lekamálið saman við mál Gunnars Andersens hjá Fjármálaeftirlitinu en Gunnar var ákærður fyrir að brot á þagnarskyldu með því að brjóta bankaleynd. Hann fékk starfsmann Landsbankans til að afla gagna um fjármál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns fyrir sig og var þeim gögnum síðan komið til DV sem birti frétt byggða á gögnunum. „Guðlaugur Þór taldi að væri miklu meira en þessi eini leki. Bíddu, það var innanhúsrannsókn hjá Fjármálaeftirlitinu sem sagði að ekkert benti til þess – Málið dautt. Engin fyrirskipun frá ríkissaksóknara. Engin lögreglurannsókn. Ekkert gert. Svo út af þessari umfjöllun DV, sem mér finnst einhver sú einkennilegasta sem ég hef nokkurn tímann séð í fjölmiðli og búin er að standa hérna yfir í marga, marga mánuði, þá fara allir bara einhvern veginn yfirum.“Óþarfi að stíga til hliðar Honum þótti ekkert óeðlilegt við það að innanríkisráðherra hafi spurt Stefán Eiríksson þáverandi lögreglustjóra út í gang rannsóknarinnar á ráðuneyti hennar. „Auðvitað ræða menn, sem rannsókn beinist að, um framkvæmd rannsóknar. Hvenær er hún búin? Hvernig verður farið með gögnin,“ sagði Brynjar og bætti við að engin þörf væri fyrir innanríkisráðherra að víkja meðan rannsóknin stæði yfir. „En að fara að stíga til hliðar út af einhverju svona, sem er auðvitað bara í eðli sínu minniháttar mál, þannig séð, þó svo að það sé ekki gott að svona upplýsingar fari. En að fara í svona drastískar aðgerðir til að upplýsa það, það þykir mér athyglisvert og ámælisvert.“ Hann sagði umfjöllun DV um málið einkennast af pólitískum áróðri. „Maður sér það bara þegar maður les þennan texta. Svo dettur mönnum í hug að verðlauna þetta. Ég velti fyrir mér stöðu fjölmiðlana, mér finnst hún miklu áhugaverðari en staða ráðuneytisins í þessu máli.“ Brynjar telur ákveðinn tvískinnung ríkja í umfjöllun um Lekamálið, sem í grunninn fjallar um aðgengi að persónuupplýsingum. „Ég er bara að segja það að mönnum finnst allt í lagi að ráðast inn, taka persónuupplýsingar hjá meira og minna öllum starfsmönnum ráðuneytisins, skoða allt í því, til þess að upplýsa þetta eina atriði,“ sagði Brynjar Níelsson í Bítinu. Spjall þeirra Brynjars, Guðbjarts og Heimis Karlssonar á Bylgjunni í morgun má heyra í spilaranum hér að ofan.
Lekamálið Tengdar fréttir Píratar vilja fund um lekamálið Þingmaður Pírata hefur óskað eftir því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd leiti svara við því hvort ráðherra hafi haft óeðlileg afskipti af störfum lögreglunnar. 29. júlí 2014 19:44 Hanna Birna um DV: Ég held að þeir trúi þessu Innanríkisráðherra segir fréttaflutning miðilsins af lekamálinu ósanngjarnan og meiðandi. 3. ágúst 2014 12:22 Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir „Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann,“ segir ritstjóri DV. 3. ágúst 2014 14:24 Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30 Yfirlýsing frá Hönnu Birnu: Svara umboðsmanni fyrir helgi Hanna Birna neitar að hafa beitt Stefán þrýstingi, eins og kemur fram í skriflegri yfirlýsingu sem hún sendi Vísi. 30. júlí 2014 16:52 Umboðsmaður Alþingis óskar eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Umboðsmaður hefur kallað eftir upplýsingum um meint afskipti innanríkisráðherra af rannsókn lögreglunnar á Lekamálinu svokallaða í kjölfar fréttaflutnings og samtala hans við lögreglustjóra og ríkissaksóknara. 30. júlí 2014 13:07 Hanna Birna í Sprengisandi: Hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Innanríkisráðherra segist ekki hafa nokkura hugmynd um hver lak skjali úr ráðuneytinu. Það sé ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður hennar hafi verið í samskiptum við fjölmiðla áður en fréttir birtust um Tony Omos. 3. ágúst 2014 11:48 „Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15 Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00 Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00 Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48 Blaðamaður DV tjáir sig: Hvetur ráðherra til að líta sér nær við ásakanir um pólitíska leiki „Það sem okkur fannst einna ósmekklegast var að Hanna Birna reyndi að höfða til Reynis á þeim forsendum að ríkt hefði gagnkvæmur vinskapur á milli þeirra tveggja.“ 3. ágúst 2014 17:13 Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Píratar vilja fund um lekamálið Þingmaður Pírata hefur óskað eftir því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd leiti svara við því hvort ráðherra hafi haft óeðlileg afskipti af störfum lögreglunnar. 29. júlí 2014 19:44
Hanna Birna um DV: Ég held að þeir trúi þessu Innanríkisráðherra segir fréttaflutning miðilsins af lekamálinu ósanngjarnan og meiðandi. 3. ágúst 2014 12:22
Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir „Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann,“ segir ritstjóri DV. 3. ágúst 2014 14:24
Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54
Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30
Yfirlýsing frá Hönnu Birnu: Svara umboðsmanni fyrir helgi Hanna Birna neitar að hafa beitt Stefán þrýstingi, eins og kemur fram í skriflegri yfirlýsingu sem hún sendi Vísi. 30. júlí 2014 16:52
Umboðsmaður Alþingis óskar eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Umboðsmaður hefur kallað eftir upplýsingum um meint afskipti innanríkisráðherra af rannsókn lögreglunnar á Lekamálinu svokallaða í kjölfar fréttaflutnings og samtala hans við lögreglustjóra og ríkissaksóknara. 30. júlí 2014 13:07
Hanna Birna í Sprengisandi: Hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Innanríkisráðherra segist ekki hafa nokkura hugmynd um hver lak skjali úr ráðuneytinu. Það sé ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður hennar hafi verið í samskiptum við fjölmiðla áður en fréttir birtust um Tony Omos. 3. ágúst 2014 11:48
„Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15
Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00
Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00
Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48
Blaðamaður DV tjáir sig: Hvetur ráðherra til að líta sér nær við ásakanir um pólitíska leiki „Það sem okkur fannst einna ósmekklegast var að Hanna Birna reyndi að höfða til Reynis á þeim forsendum að ríkt hefði gagnkvæmur vinskapur á milli þeirra tveggja.“ 3. ágúst 2014 17:13
Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16