Innlent

Ragnheiður Elín lýsir yfir stuðningi við Hönnu Birnu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Ragnheiður Elín Árnadóttir. Vísir/GVA
Iðnaðarráðherra segir innanríkisráðherra umfram allt vera heiðarlega og vandvirk í öllu sem henni sé treyst fyrir.

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra lýsir yfir stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra vegna lekamálsins svonefnda í opinni færslu á Facebook í dag. Tilefni traustsyfirlýsingar Ragnheiðar Elínar eru ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins við Mbl.is fyrr í dag.

„Ráðherra sem situr er með fullt traust til þess að gegna sínu starfi. Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtalinu.

Bjarni segir umræðuna um lekamálið áhyggjuefni. Hann hafi enn ekki séð ástæðu fyrir ráðherra til þess að stíga til hliðar.

„Að sjálfsögðu styðjum við Hönnu Birnu algjörlega og alla leið. Hún er öflugur stjórnmálamaður, dugleg og vinnusöm…en umfram allt heiðarleg og vandvirk í öllu sem henni er treyst fyrir,“ segir Ragnheiður Elín.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×