Heilsa

Vodka og Red Bull eykur áfengislöngun

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Þeir sem drekka blönduna vodka og Red Bull eru þyrstari í áfengi eftir einn drykk en þeir sem drekka vodka blandaðan í gosdrykki. Þetta kemur fram í lítilli, ástralskri rannsókn sem Rebecca McKetin og Alice Coen stóðu fyrir.

75 manneskjur á aldrinum átján til þrjátíu ára tóku þátt í rannsókninni og drukku einn drykk sem var annað hvort vodka blandaður með orkudrykknum Red Bull eða vodka blandaður með gosdrykk.

Hóparnir tveir drukku jafn mikið magn en þegar fyrsti drykkur var búinn kom í ljós að þeir sem drukku orkudrykksblönduna voru þyrstari í annan sjúss en hinir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.