Innlent

Fylkisflokkurinn vekur athygli ytra

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Fylkisflokkurinn, hópur fólks sem vill að Ísland sameinist Noregi á ný og verði tuttugasta fylki Noregs hefur vakið töluverða athygli ytra en fjallað er um málið í ýmsum fjölmiðlum í Noregi.

Rúmlega fimmtán hundruð manns hafa gengið í hópinn á Facebook þar sem fólk viðrar hugmyndir sín á milli, varðandi mögulega endursameiningu Íslands og Noregs. Ísland komst undir vald Noregs árið 1262 og var undir stjórn Norðmanna og Dana til ársins 1918.

Hópurinn vill að íslenska verði eitt af ríkismálum Noregs, að norska ríkinu beri samkvæmt stjórnarskrá að vernda og efla íslenska menningu og að Íslendingar njóti allra réttinda norskra borgara.

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi hópsins, sagði í samtali við Vísi í gær að tækifæri Íslendinga myndu aukast svo um munar, lúti Ísland aftur stjórn Noregs.  Þá sagði hann hamingju Íslendinga fólgna í þeim tækifærum sem norska ríkið hafi upp á að bjóða, en til þess að hugmyndin nái fram að ganga þurfi bylting að eiga sér stað.


Tengdar fréttir

Hamingjan fólgin í Noregi

Tæplega þúsund manns hafa gengið í Fylkisflokkinn, hóp á Facebook, sem vill að Ísland sameinist Noregi á ný og verði tuttugasta fylki Noregs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×