Viðskipti innlent

Katrín tekjuhæst

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir fær rúmlega 1,5 milljónir króna í laun á mánuði.
Katrín Jakobsdóttir fær rúmlega 1,5 milljónir króna í laun á mánuði. vísir/gva
Stjórnmálamenn hafa ekki hækkað að neinu ráði í launum samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag, ef miðað er við tekjublöð síðustu ára.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands eru með rúmar tvær milljónir króna á mánuði og kemur Katrín Jakobsdóttir næst á eftir honum með rúmlega eina og hálfa milljón. Þriðja sætið skipar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra með 1.399 þúsund á mánuði og Össur Skarphéðinsson alþingismaður með 1.384 þúsund krónur á mánuði. Loks kemur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra með 1,3 milljónir á mánuði.

„Það kom í ljós að það eru 198 opinberir starfsmenn fyrir ofan forsætisráðherra, en þegar við tók þetta fyrir síðast þá voru 125 fyrir ofan Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi forsætisráðherra,“ segir Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar.

Í blaðinu eru birtar eru tekjur rúmlega 3.500 Íslendinga og um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2013, og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×