Innlent

Tæknideild hefur lokið rannsókn í Skeifunni

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Arnþór
Tæknideild lögreglunnar hefur lokið rannsókn á upptökum eldsins í Skeifunni. Deildin mun skila skýrslu til lögreglustöðvar eitt við Grensásveg.

„Ég er búinn að skila af mér vettvangi í bili. Við ætlum að hafa auga með hreinsuninni, því við eigum eftir að skoða fleiri atriði. Þannig verðum við viðloðandi vettvangshreinsunina, en erum búnir með hina eiginlegu rannsókn,“ segir Lúðvík Eiðsson, rannsóknarlögreglumaður í samtali við Vísi. Hann hafði umsjón með rannsókninni.

Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sem nú hefur umsjón með svæðinu, segir að nú verði tryggingafélögum leyft að hreinsa svæðið.

„Tæknideildin mun fylgjast með hreinsuninni og því hvort grafið verði inn á hluti sem þeir vilja skoða betur.“

Hann mun svo ákveða framhald rannsóknarinnar eftir að tæknideildin skilar inn skýrslu með niðurstöðum sínum.


Tengdar fréttir

Rannsókn eldsupptaka að hefjast

Lögregla byrjar í dag rannsókn á eldsupptökum í rústum húsanna, sem brunnu í Skeifunni í Reykjavík í fyrrakvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×