Fótbolti

Navas á leiðinni til Bayern München

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Varaforseti Levante, Tomas Perez, staðfesti í gær að markvörðurinn Keylor Navas sem sló í gegn í liði Kosta Ríka á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu er á leiðinni til Bayern München.

Lið Kosta Ríka kom gríðarlega á óvart í mótinu og vann hinn svokallaða dauðariðil sem innihélt Úrúgvæ, Ítalíu og England. Í 16-liða úrslitum mættu þeir Grikkjum þar sem Navas varð hetja liðsins í vítaspyrnukeppninni.

Navas vakti verðskuldaða athygli á mótinu og hefur varaforseti Levante staðfest að hann sé á förum til Bayern Munchen en hann hafði einnig verið orðaður við Monaco.

„Við samgleðjumst honum, hann er að fara til eins stærsta félags Evrópu þar sem hann mun keppast um sæti við Manuel Neuer. Hann á þetta skilið eftir frábært tímabil og við erum stoltir af því að hafa hjálpað honum að verða betri leikmaður,“ sagði Perez í samtali við Teletica Deportes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×