Vill beita Ísrael viðskiptaþvingunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2014 11:34 Þessa mynd birti Björk og hvatti vini sína til að kaupa ekki þessar tilteknu kryddjurtir Átökin á Vesturbakkanum hafa verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum undanfarna daga og víða um heim hefur verið farið fram á að stjórnvöld beiti sér fyrir því að enda blóðbaðið við botn Miðjarðarhafs. Ísland er þar engin undantekning en fundur sem haldinn var í gær var með þeim allra fjölmennustu sem Ísland-Palestína hefur boðað til, en Lækjartorg var smekkfullt af fólki. Björk Vilhelmsdóttir, borgafulltrúi Samfylkingarinnar, er eiginkona Sveins Rúnars Haukssonar formanns Íslands-Palestínu og hún hvetur til þess að íslensk stjórnvöld taki upp viðskiptaþvinganir við Ísrael. Hún hvetur íslenska neytendur einnig til að kaupa ekki ísraelskar vörur. Björk lætur verkin tala en hún tók mynd af ísraelskum kryddjurtum sem hún setti á Facebook-vegg sinn og varaði við. „Það er mikið ákall Palestínumanna um að beita viðskiptaþvingunum og það getum við öll gert bara með því til dæmis að taka myndir af ísraelskum vörum og birta á Facebook. Þar með deilist það til mjög margra og þetta er bara mjög góð leið til að koma á viðskiptaþvingunum.“ Björk er á því að ríkisstjórn Íslands grípi til viðskiptaþvingana gagnvart Ísrael og bendir á að hún hafi verið í fararbroddi í því að berjast fyrir réttindum Ísraelsmanna og Björk vill að svo veðri áfram. Samkvæmt tölum Hagstofunnar nam innflutningur frá Ísrael virði rétttæpra 720 milljóna króna í fyrra og Björk telur að hver og einn geti lagt sitt af mörkum. Hún tók myndir af rósmarín og graslauk meðal annars og beindi þeim tilmælum til sinna vina að þeir gætu heldur komið í garðinn hennar og lesið þar kryddjurtir. „Kryddjurtir vaxa svo víða og það er svo auðvelt að rækta þær, ekki síst graslaukinn sem er nánast illgresi í mörgum görðum. Þannig að manni finnst eiginlega smá fyndið að fá síðan graslauk frá Ísrael í verslunum landsins. Þannig að mér finnst að fólk megi endilega koma í minn garð eða bara fara í næsta garð og fá sér slíkar kryddjurtir í staðinn fyrir að kaupa ísraelskar vörur. Það er bara hið besta mál. Allir velkomnir.“ Post by Björk Vilhelmsdóttir. Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Átökin á Vesturbakkanum hafa verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum undanfarna daga og víða um heim hefur verið farið fram á að stjórnvöld beiti sér fyrir því að enda blóðbaðið við botn Miðjarðarhafs. Ísland er þar engin undantekning en fundur sem haldinn var í gær var með þeim allra fjölmennustu sem Ísland-Palestína hefur boðað til, en Lækjartorg var smekkfullt af fólki. Björk Vilhelmsdóttir, borgafulltrúi Samfylkingarinnar, er eiginkona Sveins Rúnars Haukssonar formanns Íslands-Palestínu og hún hvetur til þess að íslensk stjórnvöld taki upp viðskiptaþvinganir við Ísrael. Hún hvetur íslenska neytendur einnig til að kaupa ekki ísraelskar vörur. Björk lætur verkin tala en hún tók mynd af ísraelskum kryddjurtum sem hún setti á Facebook-vegg sinn og varaði við. „Það er mikið ákall Palestínumanna um að beita viðskiptaþvingunum og það getum við öll gert bara með því til dæmis að taka myndir af ísraelskum vörum og birta á Facebook. Þar með deilist það til mjög margra og þetta er bara mjög góð leið til að koma á viðskiptaþvingunum.“ Björk er á því að ríkisstjórn Íslands grípi til viðskiptaþvingana gagnvart Ísrael og bendir á að hún hafi verið í fararbroddi í því að berjast fyrir réttindum Ísraelsmanna og Björk vill að svo veðri áfram. Samkvæmt tölum Hagstofunnar nam innflutningur frá Ísrael virði rétttæpra 720 milljóna króna í fyrra og Björk telur að hver og einn geti lagt sitt af mörkum. Hún tók myndir af rósmarín og graslauk meðal annars og beindi þeim tilmælum til sinna vina að þeir gætu heldur komið í garðinn hennar og lesið þar kryddjurtir. „Kryddjurtir vaxa svo víða og það er svo auðvelt að rækta þær, ekki síst graslaukinn sem er nánast illgresi í mörgum görðum. Þannig að manni finnst eiginlega smá fyndið að fá síðan graslauk frá Ísrael í verslunum landsins. Þannig að mér finnst að fólk megi endilega koma í minn garð eða bara fara í næsta garð og fá sér slíkar kryddjurtir í staðinn fyrir að kaupa ísraelskar vörur. Það er bara hið besta mál. Allir velkomnir.“ Post by Björk Vilhelmsdóttir.
Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent