Enski boltinn

Grindavík fær Kana sem spilaði í Kósóvó

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brandon Robertson spilaði með Missouri Baptist University.
Brandon Robertson spilaði með Missouri Baptist University. mynd/mbu
Grindavík, sem hafnaði í öðru sæti Dominos-deildar karla í körfubolta á síðustu leiktíð, er búið að semja við 27 ára gamlan Bandaríkjamann sem mun spila með liðinu næsta vetur.

Leikmaðurinn heitir Brandon Roberson og er 27 ára gamall leikstjórnandi sem spilaði síðast með RTV 21 í Kósóvó. Þetta kemur fram á vef Eurobasket.

Roberson spilaði tíu leiki í úrvalsdeildinni í Kósóvó með RTV 21 þar sem hann skoraði 21,7 stig að meðaltali í leik og gaf 2,3 stoðsendingar. Hann var kjörinn í úrvalslið deildarinnar fyrir frammistöðu sína.

Áður spilaði Roberson með Ibar Rozaje í Svartfjallalandi en í tíu leikjum þar skoraði hann einnig 21,7 stig að meðaltali í leik og gaf 2,3 stoðseningar.

Hann spilaði einnig með St. Louis Phoenix í hálfatvinnumannadeild í Bandaríkjunum og þá var hann áður á mála hjá Mainz í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×