Prius með óvenjulegt met á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 16. júlí 2014 09:57 Toyota Prius bíllinn á Nürburgring brautinni. Það kann að hljóma einkennilegt að Toyota Prius bíll setji met á kappaksturshringnum Nürburgring, en það var reyndar ekki hraðamet, heldur met í sparakstri. Prius bíllinn, sem er Plug-In bíll, fór brautina 20 km löngu og eyddi aðeins 5 teskeiðum af eldsneyti á leiðinni. Eyðsla hans mældist 0,3 lítrar á hverja 100 kílómetra. Engin hraðamet voru sett á leiðinni en Prius bíllinn fór hringinn á 20 mínútum og 59 sekúndum og því hefur meðalhraðinn verið 64 km/klst. Reglur á Nürburgring brautinni kveða reyndar á um að ekki megi aka hægar en á 60 km/klst svo ekki sé þvælst um of fyrir öðrum bílum þar og voru þær reglur ekki brotnar. Til samanburðar fór Porsche 918 brautina á innan við 7 mínútum og á sá bíll hraðametið þar. Prius bíllinn eyddi í raun engu jarðefnaeldsneyti alla leiðina, nema ef undan er skilin ein löng brekka í brautinni, en þá ræsti brunavél bílsins sig í stutta stund. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent
Það kann að hljóma einkennilegt að Toyota Prius bíll setji met á kappaksturshringnum Nürburgring, en það var reyndar ekki hraðamet, heldur met í sparakstri. Prius bíllinn, sem er Plug-In bíll, fór brautina 20 km löngu og eyddi aðeins 5 teskeiðum af eldsneyti á leiðinni. Eyðsla hans mældist 0,3 lítrar á hverja 100 kílómetra. Engin hraðamet voru sett á leiðinni en Prius bíllinn fór hringinn á 20 mínútum og 59 sekúndum og því hefur meðalhraðinn verið 64 km/klst. Reglur á Nürburgring brautinni kveða reyndar á um að ekki megi aka hægar en á 60 km/klst svo ekki sé þvælst um of fyrir öðrum bílum þar og voru þær reglur ekki brotnar. Til samanburðar fór Porsche 918 brautina á innan við 7 mínútum og á sá bíll hraðametið þar. Prius bíllinn eyddi í raun engu jarðefnaeldsneyti alla leiðina, nema ef undan er skilin ein löng brekka í brautinni, en þá ræsti brunavél bílsins sig í stutta stund.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent