Innlent

Eldurinn átti upptök sín við þvottagrindur í Fönn

Bjarki Ármannsson skrifar
Eldurinn átti upptök sín í húsnæði efnalaugarinnar Fönn.
Eldurinn átti upptök sín í húsnæði efnalaugarinnar Fönn. Vísir/Andri Marínó
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú lokið rannsókn sinni á brunanum í Skeifunni 11 að kvöldi sunnudagsins 6. júlí. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að eldurinn hafi átt upptök sín við þvottagrindur sem stóðu við strauvélar í húsnæði efnalaugarinnar Fönn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingadeild Lögreglunnar. Þar segir að sjálfsíkveikja hafi orðið í stafla af bómullarefni vegna hita og oxunar eftir þvott og við þurrkun. Jafnframt segir að hiti hafi orðið mikill í rýminu við íkveikjuna og að það hafi leitt til hraðrar útbreiðslu eldsins.

Að rannsókninni unnu sérfræðingar tæknideildar lögreglu auk annarra sérfræðinga, til dæmis frá Mannvirkjastofnun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×