Fótbolti

Mónakó og Atlético vilja fá samherja Alfreðs

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Á leið burt úr Baskalandi?
Á leið burt úr Baskalandi? vísir/getty
Það virðist standa tæpt að franski vængmaðurinn AntoineGriezmann spili með AlfreðFinnbogasyni og félögum í Real Sociedad á næstu leiktíð, en hann er eftirsóttur af stærri liðum.

Spánarmeistarar Atlético Madrid og hið moldríska franska félag Mónakó hafa mikinn áhuga á að fá landsliðsmanninn í sínar raðir, samkvæmt frétt knattspyrnuvefsins Goal.com.

Griezmann var í byrjunarliði Frakka í þremur leikjum af fimm á HM í fótbolta sem lauk í Brasilíu á sunnudaginn, en Arsenal og fleiri ensk úrvalsdeildarlið hafa einnig sýnt honum áhuga.

Riftunarverð er í samningi Frakkans hjá Sociedad sem hljóðar upp á 30 milljónir evra og er hann því falur fyrir það verð. Atlético er sagt vilja komast hjá því að borga svo mikið fyrir leikmanninn en slík upphæð truflar Mónakó lítið enda í eigu milljarðamærings frá Rússlandi.

Þá verður Mónakó eflaust með eitthvað lausafé á milli handanna síðar í sumar því fastlega er búist við að Real Madrid kaupi af liðinu annanhvorn Kólumbíumanninn JamesRodríguez eða RadamelFalcao. Kannski báða.

Atlético Madríd, sem vann spænsku 1. deildina í fyrsta skipti í 18 ár á síðustu leiktíð, þarf á leikmönnum að halda því það er búið að missa DiegoCosta, ThibautCortois og FelipeLuís til Chelsea í sumar. Þá er búist við því að fleiri leikmenn yfirgefi liðið sem var aðeins hársbreidd frá því að vinna Meistaradeildina í vor.

Griezmann gekk í raðir Sociedad aðeins 14 ára gamall og kom upp í gegnum unglingastarf félagsins. Hann hefur verið fastamaður í liðinu í fimm ár og skorað 46 mörk í 179 deildarleikjum. Hann er 23 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×