Er Aloe Vera lausnin við þínum vandamálum? Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 19. júlí 2014 09:00 Vísir/Getty Flestir hafa heyrt um Aloe Vera plöntuna og er hún sennilega þekktust fyrir græðandi eiginleika sína. Meira en 200 tegundir eru til af plöntunni sem upprunalega kemur frá Afríku en vex nú um allan heim á þurrum svæðum. Hægt er að rækta plöntuna heima hjá sér og rífa af blöðin eftir þörfum. En hvað er hægt að nota hana í? Hér koma 6 leiðir til þess að nota Aloe Vera.Raksápa Aloe vera er frábær kostur til þess að nota sem raksápu í stað þessara hefðbundnu tegunda sem eru oftar en ekki fullar af óæskilegum eiturefnum. Plantan er mjög rakagefandi og bólgueyðandi og hentar því vel við rakstur. Hún er líka mjög græðandi og gott að nota hana eftir á ef einhver erting verður á húðinni við raksturinn. Einnig er hægt að blanda saman möndluolíu við Aloe Vera gelið til þess að fá algjöra eðal raksápu.Við andremmu Andremma er nokkuð algengt og hvimleitt vandamál. Jafnvel þó að hefðbundið tannkrem og munnskol geti hjálpað til við að koma í veg fyrir andremmu eru þó efni í þeim sem talin eru skaðleg og því upplagt að prófa náttúrulega aðferð í staðinn. Aloe Vera plantan er talin hafa bakteríudrepandi og bólgueyðandi eiginleika og getur hjálpað til að losna við andremmu. Fyrir enn betri virkni er hægt að blanda matarsóda við Aloe Vera og skola munninn með þeirri blöndu.Til þess að taka af farða.Ólíkt flestum þeim vörum sem ætlaðar eru til þess að fjarlægja farða er gelið úr Aloe Vera plöntunni, hrein og náttúruleg vara og því nokkuð örugg til þess að þvo sér með. Sérstaklega er gott að nota hana í kringum augun þar sem húðin er hvað viðkvæmust. Setjið nokkra dropa á bómull og nuddið varlega á andlit og í kringum augu til þess að fjarlægja farða af húðinni. Fyrir þreytt og bólgið augnsvæði er sniðugt að dýfa bómull í Aloe Vera, setja hana inn í ískáp í 20 mínútur og leggja svo á lokuð augun í nokkrar mínútur.Við sólbruna og öðrum húðvandamálum. Græðandi áhrif Aloe Vera plöntunar eru vel þekkt og hún hefur lengið verið notuð til þess að meðhöndla sólbruna. Hún kælir og græðir í senn og virkar vel í þessum tilgangi. Hún getur líka hjálpað til við að græða bólótta húð, exem og aðra ertingu í húð. Berið gelið á 2-3 á dag og leyfið því að liggja á þannig að húðin geti dregið inn í sig rakann, sólbrennd húð jafnar sig fyrr ef að hún fær nægan raka. Notið gelið þangað til að húðin hefur jafnað sig.Til þess að koma í veg fyrir hrukkur. Húðin elskar að fá E og C vítamín og Aloe Vera plantan inniheldur þau vítamín ásamt öðrum vítamínum og steinefnum. Gelið úr plöntunni hjálpar til við að halda raka í húðinni og halda henni stinnri og er því talið góður kostur til þess að sporna við hrukkumyndun. Fyrir nærandi og rakagefandi næturkrem, blandaðu saman Aloe Vera og kókosolíu og berðu á þig fyrir svefninn.Fyrir heilsuna og innyflin Aloe Vera er ekki eingöngu notuð fyrir húðina heldur er hún líka æt. Plantan er rík af A, B1, B2, B5, B12, C, E vítamínum, fólínsýru og niacin. Hún er því góð leið til þess að fá fleiri vítamín og amínísýrur í kroppinn. Hún hefur einning reynst vel við hinum ýmsu magavandamálum og heilsukvillum. Hennar er helst neytt í formi safa og best er að byrja á að taka hana inn í litlum skömmtum. Þess ber þó að geta að æskilegt er að ráðfæra sig við lækni áður Aloe Vera safi er tekinn inn í mataræðið og þá sérstaklega þungaðar konur. Fyrir áhugasama er hægt að fá leiðbeiningar um hvernig maður býr til safa úr plöntunni hér. Heilsa Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Flestir hafa heyrt um Aloe Vera plöntuna og er hún sennilega þekktust fyrir græðandi eiginleika sína. Meira en 200 tegundir eru til af plöntunni sem upprunalega kemur frá Afríku en vex nú um allan heim á þurrum svæðum. Hægt er að rækta plöntuna heima hjá sér og rífa af blöðin eftir þörfum. En hvað er hægt að nota hana í? Hér koma 6 leiðir til þess að nota Aloe Vera.Raksápa Aloe vera er frábær kostur til þess að nota sem raksápu í stað þessara hefðbundnu tegunda sem eru oftar en ekki fullar af óæskilegum eiturefnum. Plantan er mjög rakagefandi og bólgueyðandi og hentar því vel við rakstur. Hún er líka mjög græðandi og gott að nota hana eftir á ef einhver erting verður á húðinni við raksturinn. Einnig er hægt að blanda saman möndluolíu við Aloe Vera gelið til þess að fá algjöra eðal raksápu.Við andremmu Andremma er nokkuð algengt og hvimleitt vandamál. Jafnvel þó að hefðbundið tannkrem og munnskol geti hjálpað til við að koma í veg fyrir andremmu eru þó efni í þeim sem talin eru skaðleg og því upplagt að prófa náttúrulega aðferð í staðinn. Aloe Vera plantan er talin hafa bakteríudrepandi og bólgueyðandi eiginleika og getur hjálpað til að losna við andremmu. Fyrir enn betri virkni er hægt að blanda matarsóda við Aloe Vera og skola munninn með þeirri blöndu.Til þess að taka af farða.Ólíkt flestum þeim vörum sem ætlaðar eru til þess að fjarlægja farða er gelið úr Aloe Vera plöntunni, hrein og náttúruleg vara og því nokkuð örugg til þess að þvo sér með. Sérstaklega er gott að nota hana í kringum augun þar sem húðin er hvað viðkvæmust. Setjið nokkra dropa á bómull og nuddið varlega á andlit og í kringum augu til þess að fjarlægja farða af húðinni. Fyrir þreytt og bólgið augnsvæði er sniðugt að dýfa bómull í Aloe Vera, setja hana inn í ískáp í 20 mínútur og leggja svo á lokuð augun í nokkrar mínútur.Við sólbruna og öðrum húðvandamálum. Græðandi áhrif Aloe Vera plöntunar eru vel þekkt og hún hefur lengið verið notuð til þess að meðhöndla sólbruna. Hún kælir og græðir í senn og virkar vel í þessum tilgangi. Hún getur líka hjálpað til við að græða bólótta húð, exem og aðra ertingu í húð. Berið gelið á 2-3 á dag og leyfið því að liggja á þannig að húðin geti dregið inn í sig rakann, sólbrennd húð jafnar sig fyrr ef að hún fær nægan raka. Notið gelið þangað til að húðin hefur jafnað sig.Til þess að koma í veg fyrir hrukkur. Húðin elskar að fá E og C vítamín og Aloe Vera plantan inniheldur þau vítamín ásamt öðrum vítamínum og steinefnum. Gelið úr plöntunni hjálpar til við að halda raka í húðinni og halda henni stinnri og er því talið góður kostur til þess að sporna við hrukkumyndun. Fyrir nærandi og rakagefandi næturkrem, blandaðu saman Aloe Vera og kókosolíu og berðu á þig fyrir svefninn.Fyrir heilsuna og innyflin Aloe Vera er ekki eingöngu notuð fyrir húðina heldur er hún líka æt. Plantan er rík af A, B1, B2, B5, B12, C, E vítamínum, fólínsýru og niacin. Hún er því góð leið til þess að fá fleiri vítamín og amínísýrur í kroppinn. Hún hefur einning reynst vel við hinum ýmsu magavandamálum og heilsukvillum. Hennar er helst neytt í formi safa og best er að byrja á að taka hana inn í litlum skömmtum. Þess ber þó að geta að æskilegt er að ráðfæra sig við lækni áður Aloe Vera safi er tekinn inn í mataræðið og þá sérstaklega þungaðar konur. Fyrir áhugasama er hægt að fá leiðbeiningar um hvernig maður býr til safa úr plöntunni hér.
Heilsa Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira