Heilsa

Náttúrulegt meðal við sumarkvefinu

Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Það er fátt leiðinlegra en að liggja heima undir sæng með hálsbólgu og kvef í sumarfríinu. Það er því miður þó raunin að kvefpestir ganga líka á sumrin og þá er gott að geta gripið til góðra ráða til þess að hressa sig við.

Hér koma tvær uppskriftir úr hollum og náttúrulegum hráefnum sem hjálpa til við að losna við sumarkvefið.

Hálsbólgusýróp

1/4 tsk af cayenne pipar

1 tsk lífrænt eplaedik

2 msk vatn

1 msk lífrænt hunang

Heitur engiferdrykkur

1 bolli heitt vatn

1/2 sítróna kreist út í

1 lítill biti af engifer rifinn út í með rifjárni

1 msk lífrænt hunang






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.