Íslenski boltinn

Víkingar verða bláir í Vesturbænum í kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Björn Einarsson, formaður Víkings, og Friðrik Magnússon, formaður knattspyrnudeildar, með nýja búninginn.
Björn Einarsson, formaður Víkings, og Friðrik Magnússon, formaður knattspyrnudeildar, með nýja búninginn. Mynd/Víkingur
KR tekur á móti Víkingi í 10. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld, en bæði lið eru með 16 stig eftir níu leiki.

Víkingar munu skarta nýjum varabúningi í kvöld, sá annar sem liðið spilar í í deildinni í sumar. Þeir voru í sínum hefðbundna hvíta varabúningi á móti Val á dögunum en hvorki aðalbúningurinn né varabúningurinn er löglegur á móti KR.

Rauður og svartur búningur Víkinga þykir of líkur KR-búningnum, sérstaklega þar sem bæði liðin spila nú í Nike-treyjum með svörtu baki. Þar sem KR-búningurinn er hvítur og svartur gengur heldur ekki upp fyrir Fossvogsliðið að mæta í hvítu.

Þess vegna þurftu Víkingar að fjárfesta í nýjum þriðja búningi sem er blár, en í honum verða þeir í Vesturbænum í kvöld.

Þetta er eini leikur sumarsins sem Víkingar þurfa að nota þessa treyju, en í hinum tíu útileikjunum geta þeir notað aðalbúninginn eða hvíta varabúninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×