Íslenski boltinn

Loksins sigrar hjá Eyjamönnum og Blikum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Valli
ÍBV og Breiðablik unnu bæði sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni í fótbolta í kvöld og þar með hafa öll tólf lið deildarinnar fagnað sigri í fyrstu tíu umferðunum.

ÍBV vann 2-1 endurkomusigur á útivelli á móti Keflavík en Blikar unnu 3-2 heimasigur á Þór á Kópavogasvelli. KR vann 2-0 sigur á Víkingi og Fjölnir og Fylkir gerðu 3-3 jafntefli.

Það var mikil dramatík í tveimur leikjum kvöldsins þar sem lið komu til baka en mest var hún þó í Grafarvoginum þar sem Fylkir snéri við 0-2 stöðu í 3-2 forystu en nýliðar Fjölnis skoruðu í uppbótartíma leiksins og tryggðu sér eitt stig.

KR-ingar virðast vera komnir á skrið en þeir unnu þriðja deildarsigurinn í röð og stöðvuðu um leið þriggja leikja sigurgöngu Víkinga. Víkingar fundu sig ekki í bláu búningunum og KR-liðið tryggði sér 2-0 sigur með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum.

Eyjamenn fengu á sig mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks og virtist vera að horfa á eftir stigunum þrátt fyrir fína frammistöðu. varamaðurinn Atli Fannar Jónsson kom þá inn í leikinn, fiskaði víti sem gaf jöfnunarmarkið og skoraði síðan sigurmarkið sjálfur í uppbótartíma.

Vísir var með sinn mann á öllum fjórum leikjunum í kvöld og hér fyrir neðan má sjá umfjöllun og viðtöl frá þeim öllum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×