Íslenski boltinn

Maggi Gylfa við Kidda Jak: Rosalega hittinn á svona ákvarðanir gegn Val

FH vann Val, 2-1, á föstudaginn í síðustu viku þegar 10. umferð Pepsi-deildar karla hófst, en henni lauk svo í gærkvöldi með fjórum leikjum.

Atli Guðnason skoraði sigurmarkið fyrir FH úr vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að danski miðvörðurinn Mads Nielsen braut á honum.

Valsmenn voru vægast sagt ósáttir við vítaspyrnuna sem þeim fannst ansi aum og las Magnús Gylfason, þjálfari Vals, dómaranum Kristni Jakobssyni pistilinn eftir leik.

Pepsi Max-vélin var á leiknum og myndaði hann frá skemmtilegum sjónarhornum. Afraksturinn mátti svo sjá í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi.

Iain Williamson, skoski miðjumaðurinn í liði Vals, gekk afar reiður af velli og kallaði Kristinn Jakobsson svindlara. „Helvítis svindlari. Algjört grín,“ tautaði hann út í loftið.

Magnús Gylfason fór yfir vítaspyrnudóminn með Kristni og sagðist svo vona að þetta væri rétt því hann væri „rosalega hittinn á svona ákvarðanir gegn Val“.

Magnús minntist svo á þegar Kristinn gaf Hauki Páli Sigurðssyni, fyrirliða Vals, rautt spjald fyrir dýfu og sagði: „Það var djók, það var djók. Það voru allir sammála því að það var djók.“

Fjörið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×