Íslenski boltinn

KR í fallsæti án sigurs ef flautað væri af í hálfleik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
KR-ingar eru mun betri í seinni hálfleik.
KR-ingar eru mun betri í seinni hálfleik. vísir/daníel
Stjarnan væri í toppsæti Pepsi-deildarinnar með 21 stig, stigi minna en það er með í dag, ef leikið væri aðeins í 45 mínútur. Þetta kemur fram á úrslitavefnum Soccerway.

FH-ingar væru með jafnmörg stig, þremur stigum minna en þeir eru með í dag, en væru í öðru sæti deildarinnar á færri mörkum skorðum. Bæði lið væru þó búin að tapa einum leik en þau eru taplaus í Pepsi-deildinni í fyrstu tíu umferðunum.

Það sem er áhugavert þegar taflan er skoðuð miðað við hálfleiksstöðu leikjanna er að KR væri í ellefta og næstneðsta sæti með sex stig, tveimur stigum meira en Þórsarar.

Sérfræðingar Pepsi-markanna fóru einmitt yfir í þættinum í gærkvöldi hversu lengi KR-ingar eru í gang, en þeir voru heppnir að vera ekki undir gegn nýliðum Víkings í hálfleik í gær. Í seinni hálfleik tóku Íslandsmeistararnir svo öll völd á vellinum og unnu sannfærandi sigur, 2-0.

Breiðablik væri í mun betri málum ef flautað væri af í hálfleik. Lærisveinar GummaBen væru í fjórða sæti með 14 stig líkt og Víkingar. Blikarnir unnu sinn fyrsta sigur í deildinni í gær og eru í áttunda sæti með níu stig.

Staðan í deildinni.Mynd/soccerway
Staðan ef flautað væri af í hálfleik.mynd/soccerway

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×