Innlent

Fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugarinnar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
MYND/Heimasíða AKureyrar
Maður á níræðisaldri missti meðvitund í sundaug Akureyrar um klukkan átta í morgun. Unglingar á vegum Sundfélagsins Óðins drógu manninn af botni laugarinnar og færðu hann upp á bakkann þar sem endurlífgunartilraunir hófust frá fyrstu mínútu. Maðurinn var hnoðaður og var hjartastuðtæki einning notað til að fá hann aftur til meðvitundar

Talið líklegt að maðurinn hafi fengið hjartaáfall en hann er hjartasjúklingur með gangráð. Ekki er talið að hann hafi lengi verið á botni laugarinnar því fólk sem deildi með honum sundbraut segir að þau hafi séð hann að sundi allt fram að því að hann hvarf undir yfirborðið



Sjúkraflutningamenn voru fljótir á vettvang og færðu manninn á Fjórðungssjúkrahúsið þar sem endurlífgunartilraunir héldu áfram. Hann liggur nú á gjörgæslu þar sem honum er haldið sofandi. Samkvæmt upplýsingum frá lækni er líðan mannsins eftir atvikum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×