Fótbolti

Toni Kroos ákveður sig eftir HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
Toni Kroos, miðjumaður Bayern München, segir að það sé ekki rétt að hann sé búinn að semja við spænska risann, Real Madrid.

Fréttir bárust í vikunni að hann væri á leið til Real Madrid og að það væri allt klappað og klárt. Kroos á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Bayern, en hann er þessa stundina í Brasilíu að spila með þýska landsliðinu sem er komið í undanúrslit.

„Ég hef sagt það lengi að ég mun ekki gera upp hug minn á meðan heimsmeistaramótinu stendur," sagði Kroos.

„Ég get ekki tjáð mig um hverja einustu frétt sem birtist í blöðunum. Þegar HM er búið, mun ég ákveða mig og eitthvað verður gefið út."

„Það mun ekki gerast á meðan keppninni stendur. Ég mun ekki skrifa undir neitt meðan ég er með þýska landsliðinu," sagði þessi magnaði leikmaður.

Kroos lagði upp sigurmark Þjóðverja í gær þegar liðið sigraði Frakkland í 8-liða úrslitum HM. Þýskaland mætir Brasilíu í undanúrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×