Innlent

Brunabótamat Skeifunnar 11 rúmlega 1,8 milljarðar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mikinn reyk steig upp frá húsnæðinu
Mikinn reyk steig upp frá húsnæðinu MYND/ANDRI ÓMARSSON/Helicam.is
Samanlagt brunabótamat fasteignanna við Skeifuna 11 er rúmlega 1800 milljónir króna samkvæmt fasteignaskrá.

Skemmdirnar á húsnæðinu eru mismiklar en ólíklegt verður að teljast að einhver hluti þess hafi sloppið alfarið við tjón af völdum eldsins eða reyksins sem honum fylgdi.

Fasteignin var reist í tveimur áföngum; 1966 og 1983, og hefur margvísileg starfsemi verið í húsinu alla tíð. Í fyrirtækjaskrá eru tilteknar 20 fasteignir í Skeifunni 11 sem hýsa skrifstofur, iðnaðarhúsnæði, verslanir og vöru- og skjalageymslur.

Eldri hluti hússins er talinn gjörónýtur en í honum var að mestu iðnaðarhúsnæði. Þar er að finna þær eignir með hæsta brunabótamatið.


Tengdar fréttir

Hætt við að hús í Skeifunni hrynji

Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri.

Mikill eldur í Skeifunni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×