Innlent

Lekamálið: Lögregla hefur sent málið til ríkissaksóknara

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hyggst ekki tjá sig um málið á meðan það er enn til rannsóknar.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hyggst ekki tjá sig um málið á meðan það er enn til rannsóknar.
Ríkissaksóknari fékk í dag rannsóknargögn frá lögreglustjórnum á höfuðborgarsvæðinu vegna lekamálsins svokallaða. Fjallað hefur verið ítarlega um málið í fjölmiðlum en málið varðar minnisblað sem lekið var úr innanríkisráðuneytinu um málefni hælisleitandans Tony Omos í nóvember í fyrra.

Lögregla hefur rannsakað málið að undanförnu og hefur rökstuddan grun um að starfsmaður innanríkisráðuneytisins hafi lekið opinberum gögnum. Fangelsisrefsing er lögð við brotinu. Rannsakar nú ríkissaksóknari hvort að þörf sé á frekari rannsókn eða hvort henni sé lokið. Sé henni lokið verður tekin ákvörðun um ákæru og skiptir þá máli hvort að málið teljist líklegt til sakfellingar. Ef ekki verður málið sent aftur til lögreglu.

Óvist er hvenær vænta má fregna af málinu en embættið kveðst hlaðið verkefnum og því sé erfitt að spá fyrir um tímasetningu.

Ríkissaksóknari tjáir sig ekki við fjölmiðla á þessu stigi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×