Stöðvum landflótta vits og strits Haraldur Guðmundsson skrifar 25. júní 2014 08:37 Fjölmiðlar hafa sagt fjölmargar fréttir af íslenskum fyrirtækjum sem hafa hrakist úr landi vegna gjaldeyrishaftanna. Stjórnendur fyrirtækjanna hafa þá lýst því hversu erfitt það er að lokka erlenda fjárfesta hingað til lands. Þeir vilji ekki festast með peningana sína á eyju sem er umlukin girðingu gjaldeyrishafta. Í sumum tilvikum eru höfuðstöðvarnar fluttar úr landi. Í öðrum er öll starfsemin flutt eða seld erlendum aðilum. Fréttir sem þessar voru sagðar á síðum Fréttablaðsins og Markaðarins í vetur. Í janúar var sagt frá því hvernig mörg fyrirtæki sem koma að þróun jarðvarmaverkefna um allan heim hefðu hrakist úr landi. Innlend þekking fékk þá erlent heimilisfang og buddur annarra ríkja græddu á íslensku striti. Þegar sögur sem þessar rata á síður blaðanna gera margir ráð fyrir að málum verði kippt í liðinn. Það hefur enn ekki gerst. Viðskiptablaðið greindi frá því í byrjun síðustu viku að íslenska nýsköpunarfyrirtækið Mint Solutions þyrfti að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. María Rúnarsdóttir, einn stofnenda fyrirtækisins, sagði gjaldeyrishöftin ástæðu flutninganna. Kauphöllin, Nasdaq OMX Iceland, hélt um daginn lokaðan fund fyrir fagfjárfesta og stjórnendur ellefu nýsköpunarfyrirtækja. Þangað mættu meðal annars forsvarsmenn GreenQloud, Kerecis, Nox Medical og Orf líftækni til að kynna sögu, framleiðslu og framtíðarmarkmið fyrirtækjanna. Markmið fundarins var að vekja fjárfestana og aðra til vitundar um hversu nauðsynlegt það er fyrir nýsköpunarfyrirtæki að hafa aðgang að innlendu fjármagni. Skráning á First North-markað Kauphallarinnar var þar nefnd sem einn valmöguleiki. En auðvitað þurfa valmöguleikarnir að vera fleiri ef koma á í veg fyrir að þessar þolinmóðu vonarstjörnur flýi til útlanda. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræddi afnám haftanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Tilefnið var ný Skoðun Viðskiptaráðs Íslands. Í henni er bent á að uppgjör þrotabúa föllnu bankanna vegur þyngst í þeirri staðreynd að afnám gjaldeyrishafta hefur dregist verulega umfram það sem upphaflegar væntingar stóðu til. Í viðtalinu sagði ráðherra stjórnvöld hafa nýtt tímann vel til að kortleggja vandann við afnám haftanna. „Ég er með væntingar um að það verði stórir áfangar stignir á þessu ári,“ sagði Bjarni. Vonandi verða þessir stóru áfangar sem ráðherra talaði um nógu stórir til að koma í veg fyrir fleiri forsíðufréttir um landflótta íslensks vits og strits. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Guðmundsson Mest lesið Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa sagt fjölmargar fréttir af íslenskum fyrirtækjum sem hafa hrakist úr landi vegna gjaldeyrishaftanna. Stjórnendur fyrirtækjanna hafa þá lýst því hversu erfitt það er að lokka erlenda fjárfesta hingað til lands. Þeir vilji ekki festast með peningana sína á eyju sem er umlukin girðingu gjaldeyrishafta. Í sumum tilvikum eru höfuðstöðvarnar fluttar úr landi. Í öðrum er öll starfsemin flutt eða seld erlendum aðilum. Fréttir sem þessar voru sagðar á síðum Fréttablaðsins og Markaðarins í vetur. Í janúar var sagt frá því hvernig mörg fyrirtæki sem koma að þróun jarðvarmaverkefna um allan heim hefðu hrakist úr landi. Innlend þekking fékk þá erlent heimilisfang og buddur annarra ríkja græddu á íslensku striti. Þegar sögur sem þessar rata á síður blaðanna gera margir ráð fyrir að málum verði kippt í liðinn. Það hefur enn ekki gerst. Viðskiptablaðið greindi frá því í byrjun síðustu viku að íslenska nýsköpunarfyrirtækið Mint Solutions þyrfti að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. María Rúnarsdóttir, einn stofnenda fyrirtækisins, sagði gjaldeyrishöftin ástæðu flutninganna. Kauphöllin, Nasdaq OMX Iceland, hélt um daginn lokaðan fund fyrir fagfjárfesta og stjórnendur ellefu nýsköpunarfyrirtækja. Þangað mættu meðal annars forsvarsmenn GreenQloud, Kerecis, Nox Medical og Orf líftækni til að kynna sögu, framleiðslu og framtíðarmarkmið fyrirtækjanna. Markmið fundarins var að vekja fjárfestana og aðra til vitundar um hversu nauðsynlegt það er fyrir nýsköpunarfyrirtæki að hafa aðgang að innlendu fjármagni. Skráning á First North-markað Kauphallarinnar var þar nefnd sem einn valmöguleiki. En auðvitað þurfa valmöguleikarnir að vera fleiri ef koma á í veg fyrir að þessar þolinmóðu vonarstjörnur flýi til útlanda. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræddi afnám haftanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Tilefnið var ný Skoðun Viðskiptaráðs Íslands. Í henni er bent á að uppgjör þrotabúa föllnu bankanna vegur þyngst í þeirri staðreynd að afnám gjaldeyrishafta hefur dregist verulega umfram það sem upphaflegar væntingar stóðu til. Í viðtalinu sagði ráðherra stjórnvöld hafa nýtt tímann vel til að kortleggja vandann við afnám haftanna. „Ég er með væntingar um að það verði stórir áfangar stignir á þessu ári,“ sagði Bjarni. Vonandi verða þessir stóru áfangar sem ráðherra talaði um nógu stórir til að koma í veg fyrir fleiri forsíðufréttir um landflótta íslensks vits og strits.
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar