Íslenski boltinn

FH og Stjarnan neita að tapa

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Atli Guðnason skoraði sigurmark FH.
Atli Guðnason skoraði sigurmark FH. Vísir/vilhelm
FH og Stjarnan unnu bæði sína leiki í Pepsi-deild karla í fótbolta þegar níunda umferð deildarinnar hófst með tveimur leikjum. Þau eru enn ósigruð; FH í efsta sæti með 24 stig og Stjarnan í öðru sæti með 22 stig.

FH komst yfir gegn Val í kvöld með marki Atla Guðnasonar en varnarmaðurinn KassimDoumbia jafnaði metin með sjálfsmarki. Atli reyndist hetja sinna manna á endanum, en hann skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma, 2-1.

Stjarnan lenti undir strax á þriðju mínútu þegar ÁsgeirMarteinsson skoraði fallegt mark fyrir Fram í leik liðanna í Garðabænum og ekki varð ástandið betra fyrir Garðbæinga þegar Atli Jóhannsson lét reka sig af velli með rautt spjald á 35. mínútu.

En Stjörnumenn neita að tapa í deildinni. Danski framherjinn JeppeHansen kvaddi með stæl, en hann skoraði tvö mörk í seinni hálfleik, það síðara á 82. mínútu, og tryggði Stjörnunni sigur.

Nánar má lesa um leikina hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×