Íslenski boltinn

Minning Hermanns heiðruð í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Daníel
Svokallaður LUV-leikur er í Kaplakrika í kvöld en þá tekur FH á móti Val í Pepsi-deild karla. Leikurinn er nefndur eftir minningarsjóði um Hermann Valgarðsson, dyggan stuðningsmann FH sem lést langt fyrir aldur fram.

Það verður nóg um að vera fyrir leikinn af þessu tilefni og hver einasti fjölskyldumeðlimur getur fundið eitthvað fyrir sitt hæfi.

Friðrik Dór, Halli og Heiðar úr Pollapönki munu troða upp fyrir leik og í hálfleik mun Logi Þór, sonur Hermanns Fannars, draga út heppinn áhorfanda sem vinnur iPhone frá Maclandi.

Opnað verður fyrir grillið um kl. 17.30 og hægt verður að fá sér hamborgara og eitthvað kalt að drekka með.

Hluti aðgangseyris af leiknum rennur í LUV-sjóðinn og samstarfið verður kynnt ítarlegra á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×