Íslenski boltinn

Stjórnin stendur með Ásmundi | Maduro fer

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Maduro í leik með Fylki.
Ryan Maduro í leik með Fylki. Vísir/Valli
Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis hefur komist að samkomulagi við miðjumanninn Ryan Maduro um starfslok.

Maduro er Bandaríkjamaður sem kom til Fylkis fyrir tímabilið en hann kom við sögu í sex leikjum liðsins í Pepsi-deildinni og skoraði í þeim eitt mark.

Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar, staðfesti þetta við fréttastofu í dag.

Fylkismönnum hefur gengið illa að undanförnu en liðið hefur fengið á sig níu mörk í síðustu tveimur leikjum. Fylkir vann síðast leik í deildinni þann 19. maí og er sem stendur í níunda sæti Pepsi-deildairnnar með sjö stig.

Ásgeir sagði þó að stjórn knattspyrnudeildar stæði þétt við bak Ásmundar Arnarssonar, þjálfara liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×