Íslenski boltinn

Daði Bergsson í raðir Vals

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Magnús Gylfason ásamt nýjasti liðsmanni Vals, Daða Bergssyni.
Magnús Gylfason ásamt nýjasti liðsmanni Vals, Daða Bergssyni. Valur
Daði Bergsson er genginn í raðir Vals frá hollenska liðinu NEC. Hann gerði þriggja ára samning við Hlíðarendafélagið.

Daði er alinn upp hjá Þrótti og lék 31 leik með liðinu í deild og bikar áður en hann gekk til liðs við NEC í janúar 2013. Daði lék með varaliði hollenska félagsins, auk þess sem hann var nokkrum sinnum í hóp hjá aðalliðinu.

Daði, sem er fæddur árið 1995, hefur leikið 16 leiki fyrir U-19 ára landslið Íslands og 13 leiki fyrir U-17 ára landsliðið og skorað tvö mörk.

"Ég er gríðarlega ánægður að vera kominn í Val," sagði Daði í tilkynningu frá Val.

"Valur er stór og metnaðarfullur klúbbur sem stefnir alltaf á toppinn, þar sem ég tel að ég geti bætt mig verulega sem leikmaður. Ég er búinn að æfa með liðinu undanfarna viku og líst mjög vel á þjálfarateymið sem og strákana í hópnum en það er mjög létt og skemmtileg stemning í kringum liðið."

Valur, sem tapaði 2-1 fyrir FH á útivelli í gær, situr í 6. sæti Pepsi-deildarinnar með 15 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×