Íslenski boltinn

Fimmti sigur ÍA í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Garðar Gunnlaugsson skoraði tvö mörk í stórsigri ÍA á BÍ/Bolungarvík í dag.
Garðar Gunnlaugsson skoraði tvö mörk í stórsigri ÍA á BÍ/Bolungarvík í dag. Vísir/Daníel
ÍA vann risasigur á BÍ/Bolungarvík á Torfnesvelli í lokaleik dagsins í 1. deild karla í fótbolta. Lokatölur urðu 6-0, Skagamönnum í vil.

Eggert Kári Karlsson kom gestunum yfir á 7. mínútu og á þeirri 16. bætti Garðar Gunnlaugsson við öðru marki.

Arnar Már Guðjónsson skoraði þriðja markið fimm mínútum síðar og á 36. mínútu skoraði Eggert Kári sitt annað mark og kom ÍA í 4-0 og þannig stóðu leikar þegar flautað var til hálfleiks.

Skagamenn bættu tveimur mörkum við í seinni hálfleik; Garðar á 69. mínútu og Eggert Kári á þeirri 82.

Vestfirðingar léku stærstan hluta seinni hálfleiksins einum færri eftir að Björgvin Stefánsson fékk að líta rauða spjaldið.

ÍA situr nú í toppsæti deildarinnar með 18 stig, en liðið hefur unnið fimm leiki í röð.

BÍ/Bolungarvík er hins vegar í 10. sæti með sjö stig, tveimur stigum frá fallsæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×