Bíó og sjónvarp

Fyrsti vampíruvestrinn frá Íran

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kino Lorber hefur tryggt sér dreifingarrétt í Norður-Ameríku á kvikmyndinni A Girl Walks Home Alone at Night.

Myndin er sögð vera fyrsti vampíruvestrinn frá Íran en leikstjóri hennar er Ana Lily Amirpour.

Myndin var sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar á þessu ári og hlýtur 7,3 í einkunn á vefsíðunni IMDb.

Myndin verður sýnd í kvikmyndahúsum vestan hafs í október á þessu ári en hún var framleidd af Ana Lily, Sina Sayyah og Justin Begnaud. Meðframleiðendur eru Black Light District, Logan Pictures og SpectreVision, en síðastnefnda fyrirtækið var stofnað af Elijah Wood, Daniel Noah og Josh C. Waller.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×