Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 30-28 | Stelpurnar luku keppni með sæmd Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöll skrifar 15. júní 2014 00:01 Þórey Rósa Stefánsdóttir, hornamaður Íslands. Vísir/valli Ísland skellti Slóvakíu í fjörugum, kaflaskiptum og skemmtilegum leik í Höllinni í dag. Því miður skipti leikurinn engu máli. Íslensku stelpurnar voru heldur betur vel stemmdar og þær hreinlega keyrðu yfir gestina á upphafsmínútum leiksins. Íris Björk varði allt sem á markið kom og stelpurnar geisluðu af sjálfstrausti. Ísland komst í 5-0 og fyrsta mark Slóvakíu kom ekki fyrr en eftir tæpar sjö mínútur. Mest náði íslenska liðið átta marka forskoti í hálfleiknum, 11-3, en þá fór allt í baklás hjá stelpunum. Slóvakar gengu á lagið, skoruðu fimm mörk í röð og komu sér aftur inn í leikinn. Þá tók íslenska liðið aðeins við sér á nýjan leik og leiddi með fjórum mörkum í leikhléi, 16-12. Íris Björk varð 13 skot í hálfleiknum og var með 52 prósenta markvörslu. Karen skoraði 6 mörk í hálfleiknum en þurfti reyndar 13 skot til þess. Það var bras á íslenska liðinu í upphafi síðari háfleiks og slóvakíska liðið hélt áfram að saxa á forskot íslenska liðsins. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum náði Slóvakía að jafna, 21-21. Þarna héldu margir að íslenska liðið myndi brotna en því fór víðsfjarri. Stelpurnar sýndu mikinn karakter með því að gefa aftur í og halda frumkvæðinu út leikinn. Slóvakía komst aldrei yfir og Ísland vann að lokum sanngjarnan sigur, 30-28. Karen skaut kannski mikið en skoraði tíu góð mörk og tók af skarið þegar á reyndi. Íris varði frábærlega oft á tíðum. Vörnin með Hildigunni og Sunnu fremsta í flokki steig síðan upp á ögurstundu. Flottur leikur en því miður skilar það liðinu engu þar sem Slóvakía var búin að tryggja sér sæti á EM.Karen: Okkur sjálfum að kenna "Það var auðvitað mjög fínt að vinna þennan leik en engu að síður er ég mjög vonsvikin að það skili okkur ekki neinu," sagði Karen Knútsdóttir eftir leik og hún virtist enn vera að jafna sig á því að hafa misst af EM-sætinu. Þegar Slóvakía tók stig af Frökkum í síðustu viku þá var ljóst að þessi leikur myndi ekki skipta neinu máli. Slóvakía var komin á EM. "Við töpuðum þessu sjálfar í október. Þetta er okkur sjálfum að kenna." Þó svo stelpurnar væru úr leik sýndu þær flottan karakter í dag. Mættu af krafti í leikinn og brotnuðu ekki þegar sótt var að þeim. "Við vorum ákveðnar að fara í sumarfrí á jákvæða nótunum. Engu að síður er ég ógeðslega fúl. Ég var að reyna að brosa eftir leik. Það munar ekki nema einu marki að við náum inn á EM. Það er hrikalega svekkjandi."Ágúst: Breiddin er að aukast "Þetta gefur okkur að við erum í aðeins betri stöðu næst þegar er dregið í riðla þannig að þetta skipti einhverju máli," segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins. "Stelpurnar sýndu mikinn karakter og spiluðu á köfum virkilega vel. Auðvitað er þetta samt súrsætt en við þurfum að draga lærdóm af þessari keppni og taka það með okkur í næstu keppni." Íslenska liðið hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í undankeppninni og það hafði sitt að segja. "Við misstum út 10-12 leikmenn og á lengri tíma þá held ég að þetta skili okkur miklu. Við erum að auka breiddina og fleiri leikmenn að koma inn í hópinn hjá okkur. Það er jákvætt. "Við erum samt með mikið af atvinnumönnum og við sýndum mikinn styrk með því að klára þennan leik eins og alvörulið." Íslenski handboltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Ísland skellti Slóvakíu í fjörugum, kaflaskiptum og skemmtilegum leik í Höllinni í dag. Því miður skipti leikurinn engu máli. Íslensku stelpurnar voru heldur betur vel stemmdar og þær hreinlega keyrðu yfir gestina á upphafsmínútum leiksins. Íris Björk varði allt sem á markið kom og stelpurnar geisluðu af sjálfstrausti. Ísland komst í 5-0 og fyrsta mark Slóvakíu kom ekki fyrr en eftir tæpar sjö mínútur. Mest náði íslenska liðið átta marka forskoti í hálfleiknum, 11-3, en þá fór allt í baklás hjá stelpunum. Slóvakar gengu á lagið, skoruðu fimm mörk í röð og komu sér aftur inn í leikinn. Þá tók íslenska liðið aðeins við sér á nýjan leik og leiddi með fjórum mörkum í leikhléi, 16-12. Íris Björk varð 13 skot í hálfleiknum og var með 52 prósenta markvörslu. Karen skoraði 6 mörk í hálfleiknum en þurfti reyndar 13 skot til þess. Það var bras á íslenska liðinu í upphafi síðari háfleiks og slóvakíska liðið hélt áfram að saxa á forskot íslenska liðsins. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum náði Slóvakía að jafna, 21-21. Þarna héldu margir að íslenska liðið myndi brotna en því fór víðsfjarri. Stelpurnar sýndu mikinn karakter með því að gefa aftur í og halda frumkvæðinu út leikinn. Slóvakía komst aldrei yfir og Ísland vann að lokum sanngjarnan sigur, 30-28. Karen skaut kannski mikið en skoraði tíu góð mörk og tók af skarið þegar á reyndi. Íris varði frábærlega oft á tíðum. Vörnin með Hildigunni og Sunnu fremsta í flokki steig síðan upp á ögurstundu. Flottur leikur en því miður skilar það liðinu engu þar sem Slóvakía var búin að tryggja sér sæti á EM.Karen: Okkur sjálfum að kenna "Það var auðvitað mjög fínt að vinna þennan leik en engu að síður er ég mjög vonsvikin að það skili okkur ekki neinu," sagði Karen Knútsdóttir eftir leik og hún virtist enn vera að jafna sig á því að hafa misst af EM-sætinu. Þegar Slóvakía tók stig af Frökkum í síðustu viku þá var ljóst að þessi leikur myndi ekki skipta neinu máli. Slóvakía var komin á EM. "Við töpuðum þessu sjálfar í október. Þetta er okkur sjálfum að kenna." Þó svo stelpurnar væru úr leik sýndu þær flottan karakter í dag. Mættu af krafti í leikinn og brotnuðu ekki þegar sótt var að þeim. "Við vorum ákveðnar að fara í sumarfrí á jákvæða nótunum. Engu að síður er ég ógeðslega fúl. Ég var að reyna að brosa eftir leik. Það munar ekki nema einu marki að við náum inn á EM. Það er hrikalega svekkjandi."Ágúst: Breiddin er að aukast "Þetta gefur okkur að við erum í aðeins betri stöðu næst þegar er dregið í riðla þannig að þetta skipti einhverju máli," segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins. "Stelpurnar sýndu mikinn karakter og spiluðu á köfum virkilega vel. Auðvitað er þetta samt súrsætt en við þurfum að draga lærdóm af þessari keppni og taka það með okkur í næstu keppni." Íslenska liðið hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í undankeppninni og það hafði sitt að segja. "Við misstum út 10-12 leikmenn og á lengri tíma þá held ég að þetta skili okkur miklu. Við erum að auka breiddina og fleiri leikmenn að koma inn í hópinn hjá okkur. Það er jákvætt. "Við erum samt með mikið af atvinnumönnum og við sýndum mikinn styrk með því að klára þennan leik eins og alvörulið."
Íslenski handboltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira