Umfjöllun og viðtöl: KV - Fram 3-5 | Alexander skaut KV í kaf Kristinn Páll Teitsson í Egilshöll skrifar 18. júní 2014 12:37 Vísir/Daníel Alexander Már Þorláksson skaut KV í kaf í seinni hálfleik í 5-3 sigri Fram í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Þrenna Alexanders í seinni hálfleik gerði út um leikinn. KV tók í fyrsta sinn þátt í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins eftir að hafa lagt Sindra að velli 2-0 í 32-liða úrslitunum á Hornafirði. Fram lagði KA að velli á leið sinni í 16-liða úrslitin. Gestirnir úr Safamýrinni komust yfir í upphafi leiks þegar Haukur Baldvinsson skoraði með skoti af vítateigslínunni. Stuttu síðar fengu Framarar annað tækifæri þegar brotið var á Aroni Þórði Albertssyni innan vítateigsins og benti dómari leiksins, Valdimar Pálsson á vítapunktinn.Hafsteinn Briem steig á punktinn en tilraun hans var arfaslök og hátt yfir markið. KV nýtti sér mistök Hafsteins og jafnaði metin skömmu síðar. Var þar að verki Garðar Ingi Leifsson með föstu skoti úr aukaspyrnu. Dómari leiksins var ekki hættur því hann dæmdi aftur vítaspyrnu á KV stuttu síðar. Aftur var það Aron Þórður sem féll í teignum og aftur dæmdi Valdimar vítaspyrnu. Í þetta skiptið var það Aron sem fór á vítapunktinn sjálfur og skoraði af miklu öryggi stuttu áður en Valdimar flautaði til hálfleiks. Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum en Framarar reyndu að beita skyndisóknum og sækja hratt. Upp úr einni slíkri kom þriðja mark gestanna. Ósvald Jarl Traustason vann boltann á miðjunni og gaf góða sendingu inn fyrir vörnina þar sem Alexander Már keyrði inn að marki og renndi boltanum framhjá Atla Jónassyni í marki KV. Alexander gerði endanlega út um leikinn tíu mínútum síðar með öðru marki sínu og fjórða marki Fram. Aftur var það Ósvald sem lagði boltann fyrir Alexander sem stýrði boltanum í netið af stuttu færi. Alexander Már fullkomnaði þrennuna síðan örfáum mínútum síðar eftir aðra góða skyndisókn þar sem hann skoraði af stuttu færi.Magnús Bernhard Gíslason klóraði í bakkann fyrir KV undir lok leiksins. Magnús tók fyrirgjöf Gunnars Kristjánssonar á kassann, sneri á tvo varnarmenn og lagði boltann framhjá Ögmundi þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Magnús var aftur á ferðinni fimm mínútum síðar þegar brotið var á honum innan vítateigsins. Atli , markvörður KV, steig á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi og minnkaði muninn í 5-3 en lengra komust heimamenn ekki. Öruggur sigur Fram staðreynd sem gefur ekki rétta mynd af gangi leiksins. KV voru inn í leiknum allt þar til þriðja mark gestanna kom og þeir þurftu að færa sig ofar sem opnaði glufur á varnarleik KV. Vesturbæingar náðu að klóra í bakkann undir lok leiks og laga stöðuna en tíminn var ekki nægur. Fram verður því í pottinum þegar dregið er í 8-liða úrslit bikarsins á föstudaginn og eiga því möguleika á að halda bikarmeistaratitlinum í Safamýrinni. Páll: Dómarinn í aðalhlutverki í dag„Ég kenni ekki dómaranum um tapið sem slíkt en hann var að mínu mati í allt of miklu aðalhlutverki í leiknum í dag,“ sagði Páll Kristjánsson, þjálfari KV, svekktur eftir leikinn. „Við fáum á okkur tvö víti og sjö gul spjöld en þeir fá ekki neitt spjald. Þetta var ekki grófur fótboltaleikur, þetta var fótboltaleikur þar sem menn sóttu á mörgum mönnum. Ég skil ekki hvernig hann komst svona mikið í sviðsljósið en ég kenni honum ekki um tapið sem slíkt.“ Páll var óánægður með varnarleikinn í leiknum. „Við lögðum upp með að vera þéttir til baka, við ætluðum ekki að gefa færi á okkur. Við byrjum leikinn með átta varnarsinnaða leikmenn og það er einfaldlega óásættanlegt að fá á sig þrjú mörk með varnarsinnað lið inná vellinum. Við ætluðum að liggja til baka og láta þá sækja og skipta sprækum mönnum inná síðar í leiknum,“ „Við vorum með stóra og þunga menn í liðinu og planið var að vera sterkir í föstum leikatriðum. Ég held að það hafi verið 7-8 leikmenn yfir 1.90 á hæð en þeir þurftu að vera klókari og sitja aftar á vellinum. Sóknarmenn Fram fóru full auðveldlega á tíðum framhjá varnarlínunni okkar, engin spurning.“ Í stöðunni 2-1 var Páll að undirbúa sóknarsinnaða skiptingu þegar Fram bætti við þriðja markinu. Eftir það þurftu leikmenn KV að sækja og skildu eftir mikið pláss fyrir leikmenn Fram sem þeir nýttu til hins fyllsta. „Við ætlum að reyna að brjóta upp leikinn en í staðin fáum við á okkur mark. Í staðin fyrir að það kæmi aukinn kraftur í liðið kom aukið andleysi í hópinn. Það sem þeir áttu að koma með inn í leikinn skilaði sér ekki og við ógnuðum ekki forskotinu eftir að Fram komst í 3-1.“ Bjarni: Höfum fengið nóg af gervigrasiBjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, var heilt yfir sáttur með spilamennsku liðsins í 5-3 sigri Fram á KV í Borgunarbikarnum í kvöld. „Spilamennskan var fín, KV nær yfirhöndinni um tíma í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik stjórnum við tempóinu í leiknum. Að gefa þeim tvö mörk í lok leiksins er það eina sem ég er ósáttur með. Þetta er hinsvegar bikarinn og mörkin skipta ekki máli heldur sigrarnir,“ sagði Bjarni í viðtölum eftir leik. Bjarni valdi að byrja með snögga og lipra leikmenn upp á topp sem stríddu varnarmönnum KV gríðarlega í leiknum. Voru Aron Þórður og Haukur þar fremstir í flokki. „Við vildum spila á okkar tempói sem er hratt en mótherjinn spilaði vel. Þeir eru með skipulagt lið sem er með fullt af sprækum strákum. Við vissum að þetta yrði erfitt og við þyrftum að hafa fyrir þessu þótt við höfum skorað fimm mörk.“ „Haukur er búinn að vera mjög góður eftir að hann datt inn á miðjuna í fjarveru Viktors Bjarka. Aron Þórður hefur einnig verið að spila vel, hann kom inná og skoraði í leiknum á móti Fjölni. Það má heldur ekki gleyma Alexanderi sem skoraði þrennu. Það er eiginlega ekki hægt að hafa það betra.“ Bjarni var óviss með óskamótherja í næstu umferð en hann óskaði þess að þurfa ekki að spila á gervigrasi. „Ég vona að ég sé ekki að jinxa þetta og við mætum Stjörnunni en við höfum fengið nóg af þessu gervigrasi. Við erum búnir að lenda töluvert á gervigrasi og með fullri virðingu fyrir Egilshöllinni er skelfilegt að koma hingað inn til þess að spila yfir sumartímann. Eins gott og þetta er á veturna er þetta alveg hræðilegt á veturna,“ sagði Bjarni. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Alexander Már Þorláksson skaut KV í kaf í seinni hálfleik í 5-3 sigri Fram í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Þrenna Alexanders í seinni hálfleik gerði út um leikinn. KV tók í fyrsta sinn þátt í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins eftir að hafa lagt Sindra að velli 2-0 í 32-liða úrslitunum á Hornafirði. Fram lagði KA að velli á leið sinni í 16-liða úrslitin. Gestirnir úr Safamýrinni komust yfir í upphafi leiks þegar Haukur Baldvinsson skoraði með skoti af vítateigslínunni. Stuttu síðar fengu Framarar annað tækifæri þegar brotið var á Aroni Þórði Albertssyni innan vítateigsins og benti dómari leiksins, Valdimar Pálsson á vítapunktinn.Hafsteinn Briem steig á punktinn en tilraun hans var arfaslök og hátt yfir markið. KV nýtti sér mistök Hafsteins og jafnaði metin skömmu síðar. Var þar að verki Garðar Ingi Leifsson með föstu skoti úr aukaspyrnu. Dómari leiksins var ekki hættur því hann dæmdi aftur vítaspyrnu á KV stuttu síðar. Aftur var það Aron Þórður sem féll í teignum og aftur dæmdi Valdimar vítaspyrnu. Í þetta skiptið var það Aron sem fór á vítapunktinn sjálfur og skoraði af miklu öryggi stuttu áður en Valdimar flautaði til hálfleiks. Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum en Framarar reyndu að beita skyndisóknum og sækja hratt. Upp úr einni slíkri kom þriðja mark gestanna. Ósvald Jarl Traustason vann boltann á miðjunni og gaf góða sendingu inn fyrir vörnina þar sem Alexander Már keyrði inn að marki og renndi boltanum framhjá Atla Jónassyni í marki KV. Alexander gerði endanlega út um leikinn tíu mínútum síðar með öðru marki sínu og fjórða marki Fram. Aftur var það Ósvald sem lagði boltann fyrir Alexander sem stýrði boltanum í netið af stuttu færi. Alexander Már fullkomnaði þrennuna síðan örfáum mínútum síðar eftir aðra góða skyndisókn þar sem hann skoraði af stuttu færi.Magnús Bernhard Gíslason klóraði í bakkann fyrir KV undir lok leiksins. Magnús tók fyrirgjöf Gunnars Kristjánssonar á kassann, sneri á tvo varnarmenn og lagði boltann framhjá Ögmundi þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Magnús var aftur á ferðinni fimm mínútum síðar þegar brotið var á honum innan vítateigsins. Atli , markvörður KV, steig á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi og minnkaði muninn í 5-3 en lengra komust heimamenn ekki. Öruggur sigur Fram staðreynd sem gefur ekki rétta mynd af gangi leiksins. KV voru inn í leiknum allt þar til þriðja mark gestanna kom og þeir þurftu að færa sig ofar sem opnaði glufur á varnarleik KV. Vesturbæingar náðu að klóra í bakkann undir lok leiks og laga stöðuna en tíminn var ekki nægur. Fram verður því í pottinum þegar dregið er í 8-liða úrslit bikarsins á föstudaginn og eiga því möguleika á að halda bikarmeistaratitlinum í Safamýrinni. Páll: Dómarinn í aðalhlutverki í dag„Ég kenni ekki dómaranum um tapið sem slíkt en hann var að mínu mati í allt of miklu aðalhlutverki í leiknum í dag,“ sagði Páll Kristjánsson, þjálfari KV, svekktur eftir leikinn. „Við fáum á okkur tvö víti og sjö gul spjöld en þeir fá ekki neitt spjald. Þetta var ekki grófur fótboltaleikur, þetta var fótboltaleikur þar sem menn sóttu á mörgum mönnum. Ég skil ekki hvernig hann komst svona mikið í sviðsljósið en ég kenni honum ekki um tapið sem slíkt.“ Páll var óánægður með varnarleikinn í leiknum. „Við lögðum upp með að vera þéttir til baka, við ætluðum ekki að gefa færi á okkur. Við byrjum leikinn með átta varnarsinnaða leikmenn og það er einfaldlega óásættanlegt að fá á sig þrjú mörk með varnarsinnað lið inná vellinum. Við ætluðum að liggja til baka og láta þá sækja og skipta sprækum mönnum inná síðar í leiknum,“ „Við vorum með stóra og þunga menn í liðinu og planið var að vera sterkir í föstum leikatriðum. Ég held að það hafi verið 7-8 leikmenn yfir 1.90 á hæð en þeir þurftu að vera klókari og sitja aftar á vellinum. Sóknarmenn Fram fóru full auðveldlega á tíðum framhjá varnarlínunni okkar, engin spurning.“ Í stöðunni 2-1 var Páll að undirbúa sóknarsinnaða skiptingu þegar Fram bætti við þriðja markinu. Eftir það þurftu leikmenn KV að sækja og skildu eftir mikið pláss fyrir leikmenn Fram sem þeir nýttu til hins fyllsta. „Við ætlum að reyna að brjóta upp leikinn en í staðin fáum við á okkur mark. Í staðin fyrir að það kæmi aukinn kraftur í liðið kom aukið andleysi í hópinn. Það sem þeir áttu að koma með inn í leikinn skilaði sér ekki og við ógnuðum ekki forskotinu eftir að Fram komst í 3-1.“ Bjarni: Höfum fengið nóg af gervigrasiBjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, var heilt yfir sáttur með spilamennsku liðsins í 5-3 sigri Fram á KV í Borgunarbikarnum í kvöld. „Spilamennskan var fín, KV nær yfirhöndinni um tíma í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik stjórnum við tempóinu í leiknum. Að gefa þeim tvö mörk í lok leiksins er það eina sem ég er ósáttur með. Þetta er hinsvegar bikarinn og mörkin skipta ekki máli heldur sigrarnir,“ sagði Bjarni í viðtölum eftir leik. Bjarni valdi að byrja með snögga og lipra leikmenn upp á topp sem stríddu varnarmönnum KV gríðarlega í leiknum. Voru Aron Þórður og Haukur þar fremstir í flokki. „Við vildum spila á okkar tempói sem er hratt en mótherjinn spilaði vel. Þeir eru með skipulagt lið sem er með fullt af sprækum strákum. Við vissum að þetta yrði erfitt og við þyrftum að hafa fyrir þessu þótt við höfum skorað fimm mörk.“ „Haukur er búinn að vera mjög góður eftir að hann datt inn á miðjuna í fjarveru Viktors Bjarka. Aron Þórður hefur einnig verið að spila vel, hann kom inná og skoraði í leiknum á móti Fjölni. Það má heldur ekki gleyma Alexanderi sem skoraði þrennu. Það er eiginlega ekki hægt að hafa það betra.“ Bjarni var óviss með óskamótherja í næstu umferð en hann óskaði þess að þurfa ekki að spila á gervigrasi. „Ég vona að ég sé ekki að jinxa þetta og við mætum Stjörnunni en við höfum fengið nóg af þessu gervigrasi. Við erum búnir að lenda töluvert á gervigrasi og með fullri virðingu fyrir Egilshöllinni er skelfilegt að koma hingað inn til þess að spila yfir sumartímann. Eins gott og þetta er á veturna er þetta alveg hræðilegt á veturna,“ sagði Bjarni.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira