Uppbótartíminn: Óli kvaddur og fermingartreyjan hans Gunnleifs 3. júní 2014 14:00 Elfar Freyr Helgason og Ólafur Karl Finsen stíga dans í leik Breiðabliks og Stjörnunnar. Vísir/Stefán Sjötta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH er eitt á toppnum eftir umferðina en það vann nýliða Víkings, 1-0. Stjarnan gerði jafntefli við Breiðablik en er enn taplaus líkt og Fjölnismenn. ÍBV er sem fyrr á botninum án sigur og þar fyrir ofan eru Blikar sem hafa heldur ekki unnið leik í fyrstu sex umferðunum. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Keflavík - FjölnirValur - FylkirFH - VíkingurBreiðablik - StjarnanKR - FramÞór - ÍBVVeigar Páll spilaði frábærlega á móti Blikum.Vísir/StefánGóð umferð fyrir ...... Magnús Gylfason, þjálfara Vals Það var gríðarlega mikilvægt fyrir Magnús og lærisveina hans að klára Fylki. Þetta eru leikirnir sem liðið missti niður í jafntefli í fyrra. Þá var líka mikilvægt að vinna tvo heimaleiki í röð en það hafði liðið ekki gert síðan í júlí árið 2012! Þetta eru leikirnir sem Valsmenn þurfa að vinna ætli þeir sér eitthvað meira en meðalmennsku.... Veigar Pál Gunnarsson, Stjörnunni Það er kannski of mikið að segja að Veigar hafi átt mark Stjörnunnar með húð og hári þar sem Vemmelund átti nú alveg eftir að gera slatta þegar hann fékk boltann. En það hlýtur að vera rosalega gott fyrir Veigar að spila loksins jafnvel og hann getur og fá jákvæða umfjöllun. Ekki alltaf þetta endalausa: „Hann getur meira.“ Meira að segja skærustu stjörnur deildarinnar þurfa stundum klapp á bakið.... Varnarmenn FH Ekki er boðið upp á leiftrandi sóknarbolta og mörk hjá FH-liðinu eins og undanfarinn áratug. Það treystir nú á sterkan varnarleik og mörk frá Atla Viðari Björnssyni. FH er aðeins búið að fá á sig tvö mörk í fyrstu sex umferðunum og hélt hreinu í fjórða sinn í sumar gegn nýliðum Víkings. Kassim Doumbia var virkilega flottur og var valinn maður leiksins.Ólafur kvaddi í gær.Vísir/StefánErfið umferð fyrir ...... Dean Martin, ÍBV Þegar liði gengur jafnilla og ÍBV í Pepsi-deildinni er óboðlegt að 42 ára gamall spilandi aðstoðarþjálfari liðsins láti reka sig af velli fyrir olnbogaskot. Vandræðin eru næg fyrir hjá Sigga Ragga og lærisveinum hans. Það þarf ekki að bæta við þau með svona atvikum.... Stuðningsmenn Breiðabliks Blikar þurftu að kveðja þjálfara sinn til átta ára, Ólaf Kristjánsson, eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í gær. Ólafur hefur lyft grettistaki hjá Breiðabliki og gert liðið að einum af þeim stóru í Pepsi-deildinni og auðvitað unnið tvo stóra titla. Þó allir Blikar óski honum að sjálfsögðu velfernaðar í nýju starfi er erfitt fyrir þá að sjá á eftir honum, sérstaklega miðað við stöðuna sem liðið er í núna.FH vann Víking, 1-0.Vísir/VilhelmTölfræðin: *FH-liðið er fyrsta liðið í níu ár sem fær aðeins á sig tvö mörk í fyrstu sex leikjunum eða síðan FH fékk aðeins tvö mörk á sig í fyrstu sex leikjunum sumarið 2005. FH-ingar hafa fimm sinnum áður fengið á sig fæst mörk í fyrstu sex umferðum tímabilsins og í öll skiptin hafa þeir orðið Íslandsmeistari um haustið. Þetta eru sumrin 2012, 2008, 2007, 2006 og 2005. *FH-ingar hafa klikkað á síðustu fjórum vítaspyrnum sínum í Pepsi-deild karla og hafa ekki skorað úr vítaspyrnu í deildinni í rúm tvö ár. Björn Daníel Sverrisson skoraði síðastur FH-inga úr víti í maí 2012 en hefur síðan sjálfur klikkað tvisvar eins og þeir Davíð Þór Viðarsson og Ingimundur Níels í fyrrakvöld. *Keflvíkingar eru búnir að tapa fimm stigum á síðustu sjö mínútunum í síðustu þremur leikjum sínum í Pepsi-deildinni sem fóru allir fram á Nettóvellinum í Keflavík. Keflavík hefur fengið á sig fjögur mörk í Pepsi-deildinni í sumar en þau hafa öll komið á 83. mínútu eða síðar. Keflvíkingar hafa sjálfir ekki skorað eftir 81. mínútu og væru með sextán stig (af 18 mögulegum) ef að leikirnir hefðu verið flautaðir af á 82. mínútu. *Þórsarar hafa skorað 5 af 11 mörkum sínum í Pepsi-deildinni í sumar þegar liðið er manni fleiri á vellinum. Þórsliðið hefur verið manni fleiri í 109 mínútur af þeim síðustu 154 í leikjum liðsins í Pepsi-deildinni. *KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason var búinn að skora úr ellefu fyrstu vítaspyrnum sínum í úrvalsdeild karla þegar hann lét Ögmund Kristinsson, markvörð Framara, verja frá sér víti. Kjartan Henry náði hinsvegar frákastinu og skoraði sigurmark KR-liðsins.Aron Elís Þrándarson frískaði upp á sóknarleik Víkinga án árangurs.Vísir/VilhelmSkemmtilegir punktar úr boltavaktinni:Daníel Rúnarsson á Kópavogsvellinum: „Guðmundur Benediktsson stýrir upphitun blika og raðar saman keilum úti á vellinum. Það er þó líklega í síðasta skiptið þetta tímabilið enda ekki aðalþjálfara siður að standa í slíku. Það verður hinsvegar áhugavert að sjá hvort alþingismaðurinn Willum Þór Þórsson, sem verður Guðmundi til aðstoðar, taki að sér yfirumsjón með keilunum.“ Andri Valur Ívarsson á KR-vellinum: „Í blaðamannastúkunni er því spáð að víti verði dæmt í leiknum. Sjáum hvað setur.“ (Víti var svo dæmt)Anton Ingi Leifsson á Vodafonevellinum: „Einn af okkar allra efnilegustu dómurum dæmir leikinn í kvöld. Hann starfar einnig sem leiðbeinandi í Ungmennabúðunum á Laugum og fara almennt mjög góðar sögur af Ívari þaðan. Vonandi vegnar honum vel í kvöld.“Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika: „Agnar Darri Sverrisson átti marktilraun framhjá - Fyrsta skot Víkinga í leiknum. Á 48. mínútu. Þetta er ekki grín.“ Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Viktor Bjarki Arnarsson, Fram - 8 Ósvald Jarl Traustason, Fram - 8 Haukur Heiðar Hauksson, KR - 8 Kassim Doumbia, FH - 8 Ingvar Þór Kale, Víkingi - 8 Halldór Kristinn Halldórsson, Keflavík - 8 Andrew Sousa, Fylki - 3 Dean Martin, ÍBV - 3 Olgeir Sigurgeirsson, Breiðabliki - 4 Jeppe Hansen, Stjörnunni - 4 Oddur Ingi Guðmundsson, Fylki - 4 Ryan Maduro, Fylki - 4 Hákon Ingi Jónsson, Fylki - 4 Ólafur Páll Snorrason, FH - 4 Arnþór Ingi Kristinsson, Víkingi - 4 Todor Hristov, Víkingi - 4 Magnús Sverrir Þorsteinsson, Keflavík - 4 Umræðan á Twitter #pepsi365Var @GulliGull1 að spila í treyju sem hann fékk í fermingargjöf ? Treyja frá 1980 ? Fallegur maður í ljótri treyju. #fotbolti#pepsi365 — Elías Ingi Árnason (@elliingi) June 2, 2014Búningur Gunnleifs er sá allra versti síðan Campos hannaði sína eigin #pepsi365 — Haraldur Hróðmarsson (@HalliHrodmars) June 2, 2014Var mark Blika ekki rangstaða? #pepsi365 — Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 2, 2014KR-ingar mega svo sannarlega þakka Þorvaldi dómara fyrir þessi 3 stig, hef sjaldan séð verri dómgæslu... #pepsi365 — Asgeir Hilmarsson (@asgeirhh) June 2, 2014Ætla Blikar virkilega að kveðja þjálfara sinn með svona frammistöðu þetta er ekki einu sinni fyndið!!! #pepsi365#fótbolti — Tómas Úlfar Meyer (@Meyerinn) June 2, 2014Eftir atvik Dhaira og Jóhanns Helga þá hljóta menn að skilja gagnrýni í garð dómara! Beint fyrir framan nefið á línuverðinum! #pepsi365 — Heiðar Ingi Helgason (@heidaringi) June 2, 2014Flottasta markið: Nicklas Vemmlund, Stjörnunni Öll mörkin úr 6. umferðinni: Pepsi-mörkin kvöddu Óla Kristjáns með broti af því besta: Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Olgeir: Meiri fagmennska hjá Blikum þökk sé Ólafi Olgeir Sigurgeirsson sér á eftir lærimeistara sínum til Danmerkur. 3. júní 2014 10:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 1-0 | Nielsen gulls ígildi Valsmenn unnu Fylki í sjöttu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en Mads Nielsen skoraði sigurmarkið eftir um 50. mínútna leik með skalla. 2. júní 2014 15:47 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Stjarnan 1-1 | Óli kvaddi Breiðablik og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli á Kópavogsvelli í kvöld en leikurinn var kveðjuleikur Ólafs Kristjánssonar, þjálfara Breiðabliks. 2. júní 2014 15:50 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Fjölnir 1-1 | Nýliðarnir enn taplausir Keflavík og Fjölnir skildu jöfn 1-1 í baráttu spútnik liðanna í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 1. júní 2014 13:57 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Víkingur 1-0 | Enn skorar Atli Viðar Eitt mark frá Atla Viðari Björnssyni dugði FH til sigurs á Víkingum í hörkuleik í Kaplakrika í kvöld. 1. júní 2014 14:01 Tók við liðinu í fallsæti og skila því af mér í fallsæti Kveðjuleikur Ólafs Kristjánssonar með Breiðabliksliðið fór ekki eins vel og hann hefði vafalaust óskað. En var tilfinningaþrungin stund inni í klefa að leik loknum? 2. júní 2014 23:14 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þór - ÍBV 1-1 | Jöfnunarmark í uppbótartíma Martraðabyrjun Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar með ÍBV heldur áfram. 1. júní 2014 13:49 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Fram 3-2 | Frábær endurkoma hjá KR KR-ingar komu til baka eftir að hafa lent 1-2 undir gegn fermingardrengjunum í Fram og hrifsuðu öll stigin. 2. júní 2014 15:45 Ögmundur: Fannst þetta ekki vera víti KR skellti Fram í kvöld en sigurmarkið kom eftir umdeilda vítaspyrnu. Markvörður Fram, Ögmundur Kristinsson, var þá dæmdur brotlegur er hann fór á eftir Þorsteini Má Ragnarssyni. 2. júní 2014 22:35 Ólafur: Eins og hver annar leikdagur Ólafur Kristjánsson fær eitt tækifæri til viðbótar til að vinna deildarleik með Breiðablik í sumar áður en hann yfirgefur félagið. 2. júní 2014 12:00 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Sjötta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH er eitt á toppnum eftir umferðina en það vann nýliða Víkings, 1-0. Stjarnan gerði jafntefli við Breiðablik en er enn taplaus líkt og Fjölnismenn. ÍBV er sem fyrr á botninum án sigur og þar fyrir ofan eru Blikar sem hafa heldur ekki unnið leik í fyrstu sex umferðunum. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Keflavík - FjölnirValur - FylkirFH - VíkingurBreiðablik - StjarnanKR - FramÞór - ÍBVVeigar Páll spilaði frábærlega á móti Blikum.Vísir/StefánGóð umferð fyrir ...... Magnús Gylfason, þjálfara Vals Það var gríðarlega mikilvægt fyrir Magnús og lærisveina hans að klára Fylki. Þetta eru leikirnir sem liðið missti niður í jafntefli í fyrra. Þá var líka mikilvægt að vinna tvo heimaleiki í röð en það hafði liðið ekki gert síðan í júlí árið 2012! Þetta eru leikirnir sem Valsmenn þurfa að vinna ætli þeir sér eitthvað meira en meðalmennsku.... Veigar Pál Gunnarsson, Stjörnunni Það er kannski of mikið að segja að Veigar hafi átt mark Stjörnunnar með húð og hári þar sem Vemmelund átti nú alveg eftir að gera slatta þegar hann fékk boltann. En það hlýtur að vera rosalega gott fyrir Veigar að spila loksins jafnvel og hann getur og fá jákvæða umfjöllun. Ekki alltaf þetta endalausa: „Hann getur meira.“ Meira að segja skærustu stjörnur deildarinnar þurfa stundum klapp á bakið.... Varnarmenn FH Ekki er boðið upp á leiftrandi sóknarbolta og mörk hjá FH-liðinu eins og undanfarinn áratug. Það treystir nú á sterkan varnarleik og mörk frá Atla Viðari Björnssyni. FH er aðeins búið að fá á sig tvö mörk í fyrstu sex umferðunum og hélt hreinu í fjórða sinn í sumar gegn nýliðum Víkings. Kassim Doumbia var virkilega flottur og var valinn maður leiksins.Ólafur kvaddi í gær.Vísir/StefánErfið umferð fyrir ...... Dean Martin, ÍBV Þegar liði gengur jafnilla og ÍBV í Pepsi-deildinni er óboðlegt að 42 ára gamall spilandi aðstoðarþjálfari liðsins láti reka sig af velli fyrir olnbogaskot. Vandræðin eru næg fyrir hjá Sigga Ragga og lærisveinum hans. Það þarf ekki að bæta við þau með svona atvikum.... Stuðningsmenn Breiðabliks Blikar þurftu að kveðja þjálfara sinn til átta ára, Ólaf Kristjánsson, eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í gær. Ólafur hefur lyft grettistaki hjá Breiðabliki og gert liðið að einum af þeim stóru í Pepsi-deildinni og auðvitað unnið tvo stóra titla. Þó allir Blikar óski honum að sjálfsögðu velfernaðar í nýju starfi er erfitt fyrir þá að sjá á eftir honum, sérstaklega miðað við stöðuna sem liðið er í núna.FH vann Víking, 1-0.Vísir/VilhelmTölfræðin: *FH-liðið er fyrsta liðið í níu ár sem fær aðeins á sig tvö mörk í fyrstu sex leikjunum eða síðan FH fékk aðeins tvö mörk á sig í fyrstu sex leikjunum sumarið 2005. FH-ingar hafa fimm sinnum áður fengið á sig fæst mörk í fyrstu sex umferðum tímabilsins og í öll skiptin hafa þeir orðið Íslandsmeistari um haustið. Þetta eru sumrin 2012, 2008, 2007, 2006 og 2005. *FH-ingar hafa klikkað á síðustu fjórum vítaspyrnum sínum í Pepsi-deild karla og hafa ekki skorað úr vítaspyrnu í deildinni í rúm tvö ár. Björn Daníel Sverrisson skoraði síðastur FH-inga úr víti í maí 2012 en hefur síðan sjálfur klikkað tvisvar eins og þeir Davíð Þór Viðarsson og Ingimundur Níels í fyrrakvöld. *Keflvíkingar eru búnir að tapa fimm stigum á síðustu sjö mínútunum í síðustu þremur leikjum sínum í Pepsi-deildinni sem fóru allir fram á Nettóvellinum í Keflavík. Keflavík hefur fengið á sig fjögur mörk í Pepsi-deildinni í sumar en þau hafa öll komið á 83. mínútu eða síðar. Keflvíkingar hafa sjálfir ekki skorað eftir 81. mínútu og væru með sextán stig (af 18 mögulegum) ef að leikirnir hefðu verið flautaðir af á 82. mínútu. *Þórsarar hafa skorað 5 af 11 mörkum sínum í Pepsi-deildinni í sumar þegar liðið er manni fleiri á vellinum. Þórsliðið hefur verið manni fleiri í 109 mínútur af þeim síðustu 154 í leikjum liðsins í Pepsi-deildinni. *KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason var búinn að skora úr ellefu fyrstu vítaspyrnum sínum í úrvalsdeild karla þegar hann lét Ögmund Kristinsson, markvörð Framara, verja frá sér víti. Kjartan Henry náði hinsvegar frákastinu og skoraði sigurmark KR-liðsins.Aron Elís Þrándarson frískaði upp á sóknarleik Víkinga án árangurs.Vísir/VilhelmSkemmtilegir punktar úr boltavaktinni:Daníel Rúnarsson á Kópavogsvellinum: „Guðmundur Benediktsson stýrir upphitun blika og raðar saman keilum úti á vellinum. Það er þó líklega í síðasta skiptið þetta tímabilið enda ekki aðalþjálfara siður að standa í slíku. Það verður hinsvegar áhugavert að sjá hvort alþingismaðurinn Willum Þór Þórsson, sem verður Guðmundi til aðstoðar, taki að sér yfirumsjón með keilunum.“ Andri Valur Ívarsson á KR-vellinum: „Í blaðamannastúkunni er því spáð að víti verði dæmt í leiknum. Sjáum hvað setur.“ (Víti var svo dæmt)Anton Ingi Leifsson á Vodafonevellinum: „Einn af okkar allra efnilegustu dómurum dæmir leikinn í kvöld. Hann starfar einnig sem leiðbeinandi í Ungmennabúðunum á Laugum og fara almennt mjög góðar sögur af Ívari þaðan. Vonandi vegnar honum vel í kvöld.“Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika: „Agnar Darri Sverrisson átti marktilraun framhjá - Fyrsta skot Víkinga í leiknum. Á 48. mínútu. Þetta er ekki grín.“ Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Viktor Bjarki Arnarsson, Fram - 8 Ósvald Jarl Traustason, Fram - 8 Haukur Heiðar Hauksson, KR - 8 Kassim Doumbia, FH - 8 Ingvar Þór Kale, Víkingi - 8 Halldór Kristinn Halldórsson, Keflavík - 8 Andrew Sousa, Fylki - 3 Dean Martin, ÍBV - 3 Olgeir Sigurgeirsson, Breiðabliki - 4 Jeppe Hansen, Stjörnunni - 4 Oddur Ingi Guðmundsson, Fylki - 4 Ryan Maduro, Fylki - 4 Hákon Ingi Jónsson, Fylki - 4 Ólafur Páll Snorrason, FH - 4 Arnþór Ingi Kristinsson, Víkingi - 4 Todor Hristov, Víkingi - 4 Magnús Sverrir Þorsteinsson, Keflavík - 4 Umræðan á Twitter #pepsi365Var @GulliGull1 að spila í treyju sem hann fékk í fermingargjöf ? Treyja frá 1980 ? Fallegur maður í ljótri treyju. #fotbolti#pepsi365 — Elías Ingi Árnason (@elliingi) June 2, 2014Búningur Gunnleifs er sá allra versti síðan Campos hannaði sína eigin #pepsi365 — Haraldur Hróðmarsson (@HalliHrodmars) June 2, 2014Var mark Blika ekki rangstaða? #pepsi365 — Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 2, 2014KR-ingar mega svo sannarlega þakka Þorvaldi dómara fyrir þessi 3 stig, hef sjaldan séð verri dómgæslu... #pepsi365 — Asgeir Hilmarsson (@asgeirhh) June 2, 2014Ætla Blikar virkilega að kveðja þjálfara sinn með svona frammistöðu þetta er ekki einu sinni fyndið!!! #pepsi365#fótbolti — Tómas Úlfar Meyer (@Meyerinn) June 2, 2014Eftir atvik Dhaira og Jóhanns Helga þá hljóta menn að skilja gagnrýni í garð dómara! Beint fyrir framan nefið á línuverðinum! #pepsi365 — Heiðar Ingi Helgason (@heidaringi) June 2, 2014Flottasta markið: Nicklas Vemmlund, Stjörnunni Öll mörkin úr 6. umferðinni: Pepsi-mörkin kvöddu Óla Kristjáns með broti af því besta:
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Olgeir: Meiri fagmennska hjá Blikum þökk sé Ólafi Olgeir Sigurgeirsson sér á eftir lærimeistara sínum til Danmerkur. 3. júní 2014 10:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 1-0 | Nielsen gulls ígildi Valsmenn unnu Fylki í sjöttu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en Mads Nielsen skoraði sigurmarkið eftir um 50. mínútna leik með skalla. 2. júní 2014 15:47 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Stjarnan 1-1 | Óli kvaddi Breiðablik og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli á Kópavogsvelli í kvöld en leikurinn var kveðjuleikur Ólafs Kristjánssonar, þjálfara Breiðabliks. 2. júní 2014 15:50 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Fjölnir 1-1 | Nýliðarnir enn taplausir Keflavík og Fjölnir skildu jöfn 1-1 í baráttu spútnik liðanna í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 1. júní 2014 13:57 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Víkingur 1-0 | Enn skorar Atli Viðar Eitt mark frá Atla Viðari Björnssyni dugði FH til sigurs á Víkingum í hörkuleik í Kaplakrika í kvöld. 1. júní 2014 14:01 Tók við liðinu í fallsæti og skila því af mér í fallsæti Kveðjuleikur Ólafs Kristjánssonar með Breiðabliksliðið fór ekki eins vel og hann hefði vafalaust óskað. En var tilfinningaþrungin stund inni í klefa að leik loknum? 2. júní 2014 23:14 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þór - ÍBV 1-1 | Jöfnunarmark í uppbótartíma Martraðabyrjun Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar með ÍBV heldur áfram. 1. júní 2014 13:49 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Fram 3-2 | Frábær endurkoma hjá KR KR-ingar komu til baka eftir að hafa lent 1-2 undir gegn fermingardrengjunum í Fram og hrifsuðu öll stigin. 2. júní 2014 15:45 Ögmundur: Fannst þetta ekki vera víti KR skellti Fram í kvöld en sigurmarkið kom eftir umdeilda vítaspyrnu. Markvörður Fram, Ögmundur Kristinsson, var þá dæmdur brotlegur er hann fór á eftir Þorsteini Má Ragnarssyni. 2. júní 2014 22:35 Ólafur: Eins og hver annar leikdagur Ólafur Kristjánsson fær eitt tækifæri til viðbótar til að vinna deildarleik með Breiðablik í sumar áður en hann yfirgefur félagið. 2. júní 2014 12:00 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Olgeir: Meiri fagmennska hjá Blikum þökk sé Ólafi Olgeir Sigurgeirsson sér á eftir lærimeistara sínum til Danmerkur. 3. júní 2014 10:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 1-0 | Nielsen gulls ígildi Valsmenn unnu Fylki í sjöttu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en Mads Nielsen skoraði sigurmarkið eftir um 50. mínútna leik með skalla. 2. júní 2014 15:47
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Stjarnan 1-1 | Óli kvaddi Breiðablik og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli á Kópavogsvelli í kvöld en leikurinn var kveðjuleikur Ólafs Kristjánssonar, þjálfara Breiðabliks. 2. júní 2014 15:50
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Fjölnir 1-1 | Nýliðarnir enn taplausir Keflavík og Fjölnir skildu jöfn 1-1 í baráttu spútnik liðanna í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 1. júní 2014 13:57
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Víkingur 1-0 | Enn skorar Atli Viðar Eitt mark frá Atla Viðari Björnssyni dugði FH til sigurs á Víkingum í hörkuleik í Kaplakrika í kvöld. 1. júní 2014 14:01
Tók við liðinu í fallsæti og skila því af mér í fallsæti Kveðjuleikur Ólafs Kristjánssonar með Breiðabliksliðið fór ekki eins vel og hann hefði vafalaust óskað. En var tilfinningaþrungin stund inni í klefa að leik loknum? 2. júní 2014 23:14
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þór - ÍBV 1-1 | Jöfnunarmark í uppbótartíma Martraðabyrjun Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar með ÍBV heldur áfram. 1. júní 2014 13:49
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Fram 3-2 | Frábær endurkoma hjá KR KR-ingar komu til baka eftir að hafa lent 1-2 undir gegn fermingardrengjunum í Fram og hrifsuðu öll stigin. 2. júní 2014 15:45
Ögmundur: Fannst þetta ekki vera víti KR skellti Fram í kvöld en sigurmarkið kom eftir umdeilda vítaspyrnu. Markvörður Fram, Ögmundur Kristinsson, var þá dæmdur brotlegur er hann fór á eftir Þorsteini Má Ragnarssyni. 2. júní 2014 22:35
Ólafur: Eins og hver annar leikdagur Ólafur Kristjánsson fær eitt tækifæri til viðbótar til að vinna deildarleik með Breiðablik í sumar áður en hann yfirgefur félagið. 2. júní 2014 12:00