Viðskipti innlent

Segja Jón Ásgeir ætla aftur á smásölumarkað í Bretlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Valgarður
Breski miðillinn Telegraph leiðir líkur að því að Jón Ásgeir Jóhannesson, ætli sér að fjárfesta aftur í breska smásölumarkaðinum. Hann var sýknaður í dag í Aurum málinu svokallaða og heimildarmaður Telegraph segir að endurkoma Jóns Ásgeirs í Bretlandi kæmi ekki á óvart.

Bæði Telegraph og Financial Times vitna í yfirlýsingu sem Jón Ásgeir sendi frá sér, þar sem hann segist alltaf hafa haldið fram sakleysi sínu. Eftir áralangar rannsóknir íslenskra yfirvalda sé hann hæstánægður með að hafa verið sýknaður af öllum kæruatriðum.

„Ég hef alltaf haldið fram sakleysi mínu og hef nú fengið uppreisn æru. Með málaferlin að baki mér, lýt ég til þess að endurbyggja feril minn í smásöluverslun,“ segir í yfirlýsingunni.

Í frétt Telegraph er farið yfir feril Jóns Ásgeirs í Bretlandi og Aurum málið. Einnig segir að talsmaður hans hafi ekki viljað tjá sig um ætlanir Jóns Ásgeirs þar í landi.


Tengdar fréttir

Allir sýknaðir í Aurum-málinu

Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×