Gaupi spáir í spilin Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. júní 2014 19:00 Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport og Bylgjunni. Vísir/Vilhelm Vísir fékk Guðjón Guðmundsson til þess að spá í leik Íslands og Bosníu sem fer fram á morgun í Sarajevo. Leikurinn er fyrri leikur liðanna í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Katar sem fer fram í janúar næstkomandi. Guðjón hefur mikla reynslu af því að fjalla um íslenska handboltalandsliðsins og hefur fylgt því á fjöldamörg stórmót í gegnum árin. Hann var þar að auki aðstoðarmaður Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfara á sínum tíma. „Það sem ég óttast mest á morgun að þeir spili framliggjandi vörn, 5-1 eða 3-2-1 sem strákunum tókst illa að leysa í æfingarleikjunum gegn Portúgal á dögunum. Einföld 6-0 vörn myndi sennilega henta okkur betur. Þegar lið spila framliggjandi varnir þá þarf að spila mjög vel, eitthvað sem liðið gerði ekki gegn Portúgal.“ Guðjón býst við erfiðum leik á morgun og gríðarlegri stemmingu í höllinni í Sarajevo. „Þetta er erfiður útivöllur að fara á, þeir spila þetta á stemmingunni. Það hefur verið góð stemming á Balkanskaganum fyrir handboltanum lengi. Það verður erfitt en mikilvægt að ná úrslitum, þetta snýst aðallega um okkar leik, hvort við getum stjórnað leiknum.“ „Bosnía er með betra lið en margir halda þótt að það vanti Mirsad Terzic, leikmann Veszprém. Það eru öflugir leikmenn í öllum stöðum vallarins. Bosnía hefur verið í vandræðum með að fá sína bestu menn til að spila fyrir liðið.“ „Marko Panic, leikstjórnandi Chambery í Frakklandi, Mohamed Toromanović, leikmaður Wisla Plock og fleiri verða með á morgun. Það eru margir gríðarlega öflugir leikmenn í mörgum stöðum og eru sterkir heima fyrir.“ Markvarslan verður lykilatriði í leiknum á morgun. „Ég hef örlitlar áhyggjur af markvörslunni en hún hefur yfirleitt verið hvað best þegar maður efast markmennina. Vonandi skilar leikreynslan okkur í gegnum þetta.“ Guðjón telur að fjarvera Terzic sé af sömu stærðargráðu og fjarvera Arons Pálmarssonar í íslenska liðinu. „Breiddin í liðinu okkar er einfaldlega ekki nægilega mikil. Málið leystist alveg ótrúlega vel á Evrópumótinu í Danmörku en það þarf að vera hægt að leysa þetta betur en við höfum verið að gera. Tíminn er eflaust kominn fyrir yngri leikmennina að stíga upp og taka við keflinu.“ „Einhvertímann þarf það að gerast en á morgun tel ég að mikilvægt sé að spila þetta á okkar reyndasta liði.“ sagði Guðjón að lokum en hann mun lýsa leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.Leikurinn hefst klukkan 18.15 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hann verður einnig í beinni textalýsingu á Vísi. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Þjálfari Bosníu ætlar að koma Aroni á óvart Þjálfari Bosníu, Dragan Markovic, er brattur fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun en hann hefur fulla trú á sínu liði. 6. júní 2014 11:45 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Leik lokið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Vísir fékk Guðjón Guðmundsson til þess að spá í leik Íslands og Bosníu sem fer fram á morgun í Sarajevo. Leikurinn er fyrri leikur liðanna í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Katar sem fer fram í janúar næstkomandi. Guðjón hefur mikla reynslu af því að fjalla um íslenska handboltalandsliðsins og hefur fylgt því á fjöldamörg stórmót í gegnum árin. Hann var þar að auki aðstoðarmaður Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfara á sínum tíma. „Það sem ég óttast mest á morgun að þeir spili framliggjandi vörn, 5-1 eða 3-2-1 sem strákunum tókst illa að leysa í æfingarleikjunum gegn Portúgal á dögunum. Einföld 6-0 vörn myndi sennilega henta okkur betur. Þegar lið spila framliggjandi varnir þá þarf að spila mjög vel, eitthvað sem liðið gerði ekki gegn Portúgal.“ Guðjón býst við erfiðum leik á morgun og gríðarlegri stemmingu í höllinni í Sarajevo. „Þetta er erfiður útivöllur að fara á, þeir spila þetta á stemmingunni. Það hefur verið góð stemming á Balkanskaganum fyrir handboltanum lengi. Það verður erfitt en mikilvægt að ná úrslitum, þetta snýst aðallega um okkar leik, hvort við getum stjórnað leiknum.“ „Bosnía er með betra lið en margir halda þótt að það vanti Mirsad Terzic, leikmann Veszprém. Það eru öflugir leikmenn í öllum stöðum vallarins. Bosnía hefur verið í vandræðum með að fá sína bestu menn til að spila fyrir liðið.“ „Marko Panic, leikstjórnandi Chambery í Frakklandi, Mohamed Toromanović, leikmaður Wisla Plock og fleiri verða með á morgun. Það eru margir gríðarlega öflugir leikmenn í mörgum stöðum og eru sterkir heima fyrir.“ Markvarslan verður lykilatriði í leiknum á morgun. „Ég hef örlitlar áhyggjur af markvörslunni en hún hefur yfirleitt verið hvað best þegar maður efast markmennina. Vonandi skilar leikreynslan okkur í gegnum þetta.“ Guðjón telur að fjarvera Terzic sé af sömu stærðargráðu og fjarvera Arons Pálmarssonar í íslenska liðinu. „Breiddin í liðinu okkar er einfaldlega ekki nægilega mikil. Málið leystist alveg ótrúlega vel á Evrópumótinu í Danmörku en það þarf að vera hægt að leysa þetta betur en við höfum verið að gera. Tíminn er eflaust kominn fyrir yngri leikmennina að stíga upp og taka við keflinu.“ „Einhvertímann þarf það að gerast en á morgun tel ég að mikilvægt sé að spila þetta á okkar reyndasta liði.“ sagði Guðjón að lokum en hann mun lýsa leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.Leikurinn hefst klukkan 18.15 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hann verður einnig í beinni textalýsingu á Vísi.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Þjálfari Bosníu ætlar að koma Aroni á óvart Þjálfari Bosníu, Dragan Markovic, er brattur fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun en hann hefur fulla trú á sínu liði. 6. júní 2014 11:45 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Leik lokið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Þjálfari Bosníu ætlar að koma Aroni á óvart Þjálfari Bosníu, Dragan Markovic, er brattur fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun en hann hefur fulla trú á sínu liði. 6. júní 2014 11:45