Eitt höfuðborgarsvæði fyrir okkur öll Ása Richardsdóttir skrifar 30. maí 2014 11:29 Framtíðarsýn Samfylkingarinnar í Kópavogi er að höfuðborgarsvæðið verði skipulagt sem ein heild til framtíðar, einn atvinnumarkaður, eitt búsetusvæði, með sameiginlegar náttúruperlur, auðlindir og grunnhverfi. Við viljum að hraðbrautir sem kljúfa bæi í sundur, tilheyri fortíðinni. Við viljum þróa byggðir og hverfi þannig að þar fari saman græn íbúabyggð og vistvæn atvinnustarfsemi þar sem nærþjónusta er í göngufæri og stutt í öflugar almenningssamgöngur. Við viljum leggja okkar að mörkum til að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sameinist um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi og setji þá uppbyggingu í forgang. Til að hægt sé ná ofangreindum markmiðum og miklu fleirum, þurfa sveitarfélögin að vinna saman. Þar þarf að gæta jafnvægis milli allra þeirra þátta sem einkenna þurfa mannvænleg og framsækin samfélög; jafnvægi milli uppbyggingar, umhverfis, menningar og skipulags. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið tillögu að skipulagi okkar til ársins 2040. Ég hvet fólk til að kynna sér þá vinnu sem finna má á vefslóðinni https://ssh.is/svaedisskipulag/2040. Ein athyglisverð staðreynd úr skýrslunni. Þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu er nú orðið samfellt frá Hafnarfirði í suðri til Mosfellsbæjar í norðri. Hin síðari ár hefur byggðin þynnst verulega, þannig að meira landrými fer nú undir hvern íbúa en nokkru sinni fyrr. Á tæpum þrjátíu árum hefur íbúum á hvern hektara fækkað úr 54 í 35. Á sömu 30 árum hafa tæpir 40 nýir ferkílómetrar verið teknir undir 70 þúsund manna fjölgun á svæðinu. Og bílafjöldinn hefur tvöfaldast. Staðreyndin er sú við eigum ekki til 40 nýja ferkílómetra fyrir næstu 70 þúsund manna fjölgun. Byggð okkar verður að þéttast og það er stefna Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn Samfylkingarinnar í Kópavogi er að höfuðborgarsvæðið verði skipulagt sem ein heild til framtíðar, einn atvinnumarkaður, eitt búsetusvæði, með sameiginlegar náttúruperlur, auðlindir og grunnhverfi. Við viljum að hraðbrautir sem kljúfa bæi í sundur, tilheyri fortíðinni. Við viljum þróa byggðir og hverfi þannig að þar fari saman græn íbúabyggð og vistvæn atvinnustarfsemi þar sem nærþjónusta er í göngufæri og stutt í öflugar almenningssamgöngur. Við viljum leggja okkar að mörkum til að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sameinist um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi og setji þá uppbyggingu í forgang. Til að hægt sé ná ofangreindum markmiðum og miklu fleirum, þurfa sveitarfélögin að vinna saman. Þar þarf að gæta jafnvægis milli allra þeirra þátta sem einkenna þurfa mannvænleg og framsækin samfélög; jafnvægi milli uppbyggingar, umhverfis, menningar og skipulags. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið tillögu að skipulagi okkar til ársins 2040. Ég hvet fólk til að kynna sér þá vinnu sem finna má á vefslóðinni https://ssh.is/svaedisskipulag/2040. Ein athyglisverð staðreynd úr skýrslunni. Þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu er nú orðið samfellt frá Hafnarfirði í suðri til Mosfellsbæjar í norðri. Hin síðari ár hefur byggðin þynnst verulega, þannig að meira landrými fer nú undir hvern íbúa en nokkru sinni fyrr. Á tæpum þrjátíu árum hefur íbúum á hvern hektara fækkað úr 54 í 35. Á sömu 30 árum hafa tæpir 40 nýir ferkílómetrar verið teknir undir 70 þúsund manna fjölgun á svæðinu. Og bílafjöldinn hefur tvöfaldast. Staðreyndin er sú við eigum ekki til 40 nýja ferkílómetra fyrir næstu 70 þúsund manna fjölgun. Byggð okkar verður að þéttast og það er stefna Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar